Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.2.2008

29. fundur bæjarstjórnar

29. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 13. febrúar 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson B listi,
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Snorri Finnlaugsson D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi
Grímur Arnarson, varamaður, D-listi

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar:

•1.  a) 0801026 -
Fundargerð skólanefndar grunnskóla                      frá 21.01.08
b) 0801042 -
Fundargerð leikskólanefndar                                 frá 16.01.08
c) 0801021 -
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar              frá 24.01.08
d) 0504050
Fundargerð bygginganefnd  BES                             frá 10.01.08
e)
78. fundur bæjarráðs 0801020                           frá 31.01.08

•2.      a) 0801047 -
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                    frá 31.01.08
b) 0801043 -
Fundargerð lista- og menningarnefndar                          frá 30.01.08
c) 0801044 -
Fundargerð umhverfisnefndar                                      frá 30.01.08
d) 79.  fundur bæjarráðs  0801020                              frá 07.02.08    

Fundargerðirnar voru staðfestar samhljóða.

  • II. Önnur mál:
  • a) 0802044, tillaga um flutning á starfsemi leikskólans Glaðheima

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu um að starfsemi leikskólans Glaðheima flytjist í nýjan skóla staðsettan í Suðurbyggð í byrjun árs 2009:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að starfsemi leikskólans Glaðheima, Tryggvagötu 36 á Selfossi, flytjist í nýtt húsnæði sem nú er í byggingu í Suðurbyggð í byrjun árs 2009 en þá verður seinni hluti þess húsnæðis afhentur.  Áhersla verði lögð á að undirbúa flutninginn vandlega með góðu samstarfi starfsmannastjóra, yfirstjórnenda leikskólamála í sveitarfélaginu og starfsfólks skólans.  Leitast verði við að eiga gott samstarf við foreldra barna sem ráðgert er að flytji í nýja húsnæðið.  Þá er einnig gert ráð fyrir að undirbúningsvinnan fari fram í samstarfi við starfsfólk leikskólans Ásheima en starfsemi Ásheima flytur í nýja skólann í Suðurbyggð í ágúst n.k. þegar fyrri hluti skólans tilbúinn. Unnið verður saman að stefnumótun, markmiðsetningu og framtíðarsýn. Starfsfólki Glaðheima var tilkynnt um þessi áform á starfsmannafundi þann 7. janúar s.l.. Þar var jafnframt kynnt að áhersla yrði á gott samstarf og samráð í vinnuferlinu.

Greinargerð.

Á leikskólanum Glaðheimum eru nú starfandi tvær deildir.  Skólinn er elsti leikskólinn á Selfossi og hefur starfsemin verið metnaðarfull og farsæl frá fyrstu tíð.  Húsnæði Glaðheima við Tryggvagötu 36 á Selfossi er nú ófullnægjandi af ýmsum ástæðum og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gert ítrekaðar athugasemdir við nokkra þætti.  Fyrir liggur að eigi starfsemi að vera þar áfram þarf að leggja í verulegar framkvæmdir og kostnað til að fullnægjandi aðstaða verði sköpuð.  Þá er ljóst að á lóðinni verður ekki rúm fyrir fleiri en tvær til þrjár deildir en á síðustu árum hefur sveitarfélagið lagt áherslu á að byggja upp fjögurra til sex deilda skóla. Bæjarstjórn Árborgar leggur ríka áherslu á að leikskólar sveitarfélagsins búi við góðar aðstæður og húsnæði sem skapar bestu umgjörð utan um metnaðarfullt starf skólanna. Því er hér lagt til að starfsemi Glaðheima flytjist í nýtt húsnæði í Suðurbyggð. 

Fulltrúar B, S og V lista

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögu um flutning á starfssemi leikskólans Glaðheima - elsta leikskóla sveitarfélagsins - og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ræða við starfsfólk.

Greinargerð:
Ljóst er að húsnæði Glaðheima er ekki fullnægjandi og því brýnt að bæta þar úr. Það breytir þó í engu þeirri staðreynd að vinna þarf málið í samstarfi við starfsfólk leikskólans samanber lið II. b), enda er innra starf leikskólans hjarta hans.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.

Tillaga bæjarfulltrúa D-lista var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Í dag geta 453 börn dvalið samtímis á leikskólum í Árborg. Hátt á sjötta hundrað barna frá 18 mánaða aldri og fram að grunnskólaaldri dvelja í leikskólum sveitarfélagsins. Flest dvelja í 6 tíma á dag eða meira.

Í ágúst nk. verða teknar í notkun fjórar deildir (pláss fyrir 90 börn) og í janúar 2009 tvær deildir (fyrir 40 börn) í leikskólanum í Suðurbyggð.  Í Ásheimum og Glaðheimum eru í dag pláss fyrir 94 börn.  Fjöldi leikskólaplássa í sveitarfélaginu eykst því um 34 með tilkomu nýja skólans og verða þau  487, þ.e. alls geta 487 börn dvalist á skólunum í einu.  Á árunum 2006 - 2009 mun leikskólaplássum því samtals fjölga um rúmlega 230 eða um ríflega helming. 

Um síðustu mánaðarmót dvöldu 53 börn sem fædd eru fyrri hluta árs 2006 í leikskólum Árborgar sem þýðir að flest börn sem eru 18 mánaða í dag og óskað hefur verið eftir leikskólaplássi fyrir eru komin inn.  Í reglum sveitarfélagsins um innritun í leikskóla segir í 2. gr.: "Miða skal að því að öll börn í 4 elstu leikskólaárgöngum í sveitarfélaginu fái úthlutað leikskólaplássi. Þegar því takmarki er náð er heimilt að taka inn yngri börn."  Staðan í dag er því sú að sveitarfélagið getur boðið pláss þeim börnum sem uppfylla skilyrði um innritun á leikskóla og gott betur.

Fjöldi barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2008 og haustið 2009 er svipaður fjölda þeirra barna sem verða tveggja ára 2008 og 2009. Miðað við áframhaldandi 4 % íbúafjölgun og það takmark að öll 2ja ára börn eigi kost á leikskólagöngu, þá þarf í fyrsta lagi að taka í notkun næsta nýja leikskóla árið 2010. Eins og staðan er í dag má jafnframt gera ráð fyrir að áfram verði að einhverju marki hægt að taka á móti börnum niður í 18 mánaða aldur.  Meirihluti B-, S- og V-lista, leggur ríka áherslu á gott samstarf við starfsfólk á Glaðheimum og Ásheimum við undirbúning að flutningi. Mikilvægt er að hefja undirbúning þegar og telur meirihlutinn ekki hægt að fresta ákvörðun um þetta mál.

Gert var fundarhlé.

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista, fulltrúar D-lista sátu hjá.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði minnihlutans:

Húsnæði skiptir miklu, en gott starfsfólk er enn mikilvægara. Það er ljóst að ekki hefur verið unnið í nægu samráði við starfsfólk og er undirbúningi þessa máls því ábótavant. Því finnst okkur ótímabært að samþykkja þessa tillögu og því sitjum við hjá.

  • b) 0802044, bréf starfsmanna leikskólans Glaðheima til bæjarstjórnar

Bréf starfsmanna var lagt fram.

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu um afgreiðslu:
Meirihluti B, S og V lista metur mikils þann hug sem starfsmenn leikskólans Glaðheima bera til skólans og starfsemi hans og þakkar fyrir erindið.

Fyrir liggur ákvörðun um að starfsemi skólans flytjist í nýtt húsnæði eftir u.þ.b. eitt ár.   Starfsfólk Glaðheima var upplýst um áformin áður en formleg ákvörðun var tekin og áhersla er lögð á gott samráð og samstarf við starfsfólk við allan undirbúning verkefnisins.  Mikilvægt er að hin mikla og góða reynsla sem til er á Glaðheimum verði notuð við stefnumótun, markmiðssetningu og framtíðarsýn í nýju húsnæði.

Meirihlutinn leggur ríka áherslu á að leikskólar sveitarfélagsins búi við góðar aðstæður og húsnæði sem skapar bestu umgjörð utan um metnaðarfullt starf skólanna. Húsnæði Glaðheima við Tryggvagötu er langt í frá fullnægjandi og um langt skeið hefur verið talað um að finna skólanum nýtt húsnæði.  Ljóst er að endurbætur á núverandi húsnæði yrðu mjög kostnaðarsamar og myndu auk þess valda verulegri röskun á starfsemi skólans þann tíma sem endurbygging húsnæðisins stæði yfir.  Því er það ekki valkostur að mati meirihlutans.

Fulltrúar B-, S- og V-lista

Snorri Finnlaugsson, og Eyþór Arnalds, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, og Gylfi Þorkelsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

  • c) Tillaga um ráðningu framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs

Lagt var til að Þuríður Ósk Gunnarsdóttir yrði ráðin framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
                   

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun með ráðningu framkvæmdastjóra fjármálasviðs:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja ráðninguna, en lýsa yfir áhyggjum af brottfalli og starfsmannaveltu í hópi lykilstarfsmanna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun að mikilvægt sé að hlúa vel að starfsfólki bæjarins, enda er mannauður starfsmanna sveitarfélagsins mikil verðmæti sem gæta þarf að í samkeppnisumhverfi. 

  • d) 0707112, tillaga bæjarfulltrúa D-lista um úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði, áður frestað á 28. fundi

Grímur Arnarson, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, Helgi Haraldsson, B-lista, Grímur Arnarson, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. Eyþór Arnalds beindi svohljóðandi fyrirspurn til bæjarstjóra:

Er það rétt að ný aðstaða við Engjaveg verði ekki tilbúin fyrir næsta keppnistímabil?

Gylfi Þorkelsson, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista tóku til máls.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurn Eyþórs Arnalds á þá leið að það liggi ekki fyrir að völlurinn verði ekki tilbúinn á árinu 2008.

Grímur Arnarson og Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Helgi Haraldsson, B-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Því ber að fagna að samstaða sé um það í bæjarstjórn að auka framlög til afreksíþrótta. Í skýrslu Ræktar ehf. um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Árborg, sem kynnt var í ÍTÁ sl. mánudag, er lagt til að sveitarfélagið færi styrki til afreksíþrótta í annan farveg en nú er. Þar til nýjar verklagsreglur hafa verið mótaðar, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, er ekki tímabært að auka framlög í Afreks- og styrktarsjóð Árborgar, sem væntanlega verður lagður niður í núverandi mynd. 

Meirihluti B-, S- og V-lista

  • e) 0712027 - reglur um fjárhagsaðstoð, síðari umræða

Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

  • f) 0801101 gjaldskrá fyrir hundahald, síðari umræða

Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

  • g) 0608118, endurskoðun aðalskipulags - til umræðu

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun B, S og V lista:

Endurskoðun aðalskipulags hefur nú staðið yfir um alllangt skeið.  Í þeirri vinnu er farið að tilmælum Skipulagsstofnunar ríkisins um að endurskoða skipulagið í heild sinni en ekki í mörgum aðskildum tillögum.  Haldnir hafa verið 12 fundir í vinnuhópi um endurskoðunina.  Bæði meirihluti og minnihluti eiga  fulltrúa í vinnuhópnum og ættu því aðilar að hafa upplýsingar um stöðu og framgang þessarar vinnu.  Auk þess hafa bæjarfulltrúar allir, jafnt meirihluta og minnihluta aðgang að bókum og skjölum sveitarfélagsins og að stofnunum og fyrirtækjum þess á hefðbundnum afgreiðslutíma til að afla upplýsinga vegna starfa sinna eins og segir í bæjarmálasamþykkt Árborgar. 

Snorri Finnlaugsson, D-lista,  Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Grímur Arnarson, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

  • h) 0802055, tillaga bæjarfulltrúa D-lista um útsendingar frá bæjarstjórnarfundum

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir að hefja útsendingar frá bæjarstjórnarfundum á léni sveitarfélagsins https://www.arborg.is/.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

 Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S- og V-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Meirihlutinn fagnar þessari tillögu og fellur hún mjög vel að áformum hans í þessum efnum. Hafin er undirbúningsvinna við endurhönnun heimasíðu Árborgar og samhliða því verður þetta mál og ýmis önnur til skoðunar.  Hægt er að hafa útsendingar fundanna með ýmsu móti og eitt af því sem taka þarf afstöðu til er hvort varðveita á upptökur eða einungis að senda þær beint í loftið.  Við teljum hins vegar óvarlegt að samþykkja tillögu þessa efnis fyrr en fyrir liggur áætlaður kostnaður og nánari upplýsingar um heppilegustu leið til að framkvæma þetta og greiðum því atkvæði gegn tillögunni eins og hún er fram sett á þessum fundi

B, S og V listi

  • i) 0702016, svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa D-lista frá 28. fundi, um úttektir heilbrigðiseftirlits í Vallaskóla

Svo hljóðandi svar var lagt fram:
Á árinu 2007 var kostnaður vegna viðhalds og viðgerða í Vallaskóla við Sólvelli 18.538.200 kr. Stærstu liðirnir eru vegna blöndunartækja, loftræstingar, kælingar í tölvuveri og handavinnustofu og tengjast beint athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Því er það rangt hjá bæjarfulltrúa D-lista að úrbótum í kjölfar athugasemda Heilbrigðiseftirlitsins hafi ekki verið sinnt.

  • j) Breyting á nefndaskipan, S-listi

Lagðar voru til eftirfarandi breytingar á nefndum:

Leikskólanefnd

Arna Ír Gunnarsdóttir verði aðalmaður í stað Þórunnar Elvu Bjarkadóttur

Þórunn Elva verði varamaður í stað Örnu Írar Gunnarsdóttur

Félagsmálanefnd

Sandra D Gunnarsdóttir verði varamaður til 1. apríl n.k. fyrir Katrínu Ósk Þorgeirsdóttur.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

  • k) 0709136, þriggja ára áætlun 2009-2011, síðari umræða

Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðlaugu Sigurðardóttur,  voru þökkuð góð og ábyrg störf í þágu sveitarfélagsins og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Bókun fulltrúa D-lista við afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2009-2011.

Árborg er sveitarfélag mikilla tækifæra í framtíðar uppbyggingu Suðurlands og landsins alls. Til þess að nýta megi þessi tækifæri sem best í samkeppni við önnur sveitarfélög þarf að vera metnaður í stefnumörkun meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Því er það sorgleg staðreynd að sú þriggja ára áætlun sem nú er lögð fram af meirihluta bæjarstjórnar einkennist af áhugaleysi á að nýta tækifærin og byggist enn sem fyrr af fælni við að taka afgerandi ákvarðanir í lykilmálum. Áætlunin er í besta falli gerð með það í huga að mæta nauðsynlegustu þörfum en er ekki eins og hún ætti að vera; metnaðarfull stefna til framtíðar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fyrir íbúa Árborgar vorið 2006 metnaðarfulla stefnu í uppbyggingu og rekstri sveitarfélagsins. Stefna okkar fékk afgerandi hljómgrunn hjá kjósendum og nú leggjum við fram eftirfarandi áhersluatriði sem eru okkar leiðarljós og um leið íbúanna í Árborg til að byggja upp öflugt sveitarfélag og nýta tækifærin. 

1.      Rekstur
Í rekstri sveitarfélaga þarf ætíð að gæta jafnvægis í ákvörðunum um tekjur og útgjöld. Gæta þarf hófs eins og kostur er í álögum á íbúa og gæta þess um leið að gera rekstur sveitarfélagsins sem hagkvæmastan þannig að nýting tekna sé ætíð eins góð og kostur er. Í stefnumörkun eins og þriggja ára áætlun þarf að huga að því að gera þær ráðstafanir sem þarf til að skjóta fleiri og tryggari stoðum undir fjárhagslega afkomu sveitarfélagsins þannig að meira verði til framkvæmda og uppbyggingar.

2.   Málefni aldraðra
      Sú staðreynd blasir við að Árborg er undir landsmeðaltali í búsetuúrræðum fyrir aldraða. Bæjaryfirvöld þurfa að eiga frumkvæði að því að bæta þessa stöðu. Mikilvægt er að létta skattbyrðar af þeim eldri borgurum sem geta og kjósa að búa á eigin heimili. Sveitarfélagið þarf á þessu kjörtímabili að vinna með öllum þeim aðilum, bæði ríki félagasamtökum og einkaaðilum, sem að þessum málum vilja koma og skapa þann grundvöll sem þarf til að bæta haga aldraðra í Árborg. Einnig eiga bæjaryfirvöld að eiga frumkvæði að því að sýna vilja til að taka yfir málaflokka aldraðra og fatlaðra.

3.   Fjölskyldan í fyrirrúmi

      Fjölskyldan er hornsteinn hvers samfélags. Sveitarfélagið á að gæta þess að betra sé að búa í Árborg en annars staðar. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fólk setjist hér til búsetu því það sé eftirsóknarvert en ekki að það vilji komast bara eitthvert annað en það er núna.

      Sveitarfélagið á að leggja sitt á vogarskálarnar til að laða að fyrirtæki, efla íþrótta- og tómstundastarf og aðstöðu fyrir hvers kyns afþreyingu svo samfélagið verði sjálfbært. Sveitarfélagið á að hvetja til þess að samfélagið sé fjölskylduvænt með því að hvetja stofnanir og félög innan sveitarfélagsins til að huga að þörfum foreldra, barna og stórfjölskyldunnar í samhengi.

      Grunnþjónustan á að vera framúrskarandi og öryggisnetið þétt riðið.

      Einnig ber að lækka skatta á heimili eins og kostur er.

4.   Fé fylgi barni

      Það er réttur yngstu Árborgarbúanna að mega njóta samvista við foreldra sína sem lengst. Sveitarfélagið getur þar lagt sitt af mörkum með því að gera það að raunverulegum valmöguleika að foreldrar fái styrk til að vera heima hjá barni sínu frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn nær 18 mánaða aldri.

      Kjósi foreldrar að vista börn sín utan heimilis skal aðgangur að þjónustu dagforeldra vera auðveldur. Sveitarfélagið á að líta á þjónustu dagforeldra jákvæðum augum, t.d. með því að tryggja þeim aðgang að góðu útivistarsvæði.

5.   Leikskólar

      Reglur um leikskóladvöl eiga að vera þannig að öll börn eldri en 18 mánaða &i


Þetta vefsvæði byggir á Eplica