29. fundur félagsmálanefndar
29. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 11. ágúst 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir (S) lista boðaði forföll sem og varamaður hennar Sandra Gunnarsdóttir (S) lista. Bjarnheiður (D) mætti ekki.
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri, ritar fundargerðina.
Dagskrá:
- 1. 0806059 - Félagsþjónustumál
Fært í trúnaðarbók - 2. 0808011 - Félagsþjónustumál
Fært í trúnaðarbók
Erindi til kynningar:
- 3. 0807106 - Samningur um kaup á tilbúnum mat
Lagt fram til kynningar - 4. 0806076 - Breyting á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999
Breytingar voru gerðar á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 þann 17. mars 2007 þess efnis að hlutverk þjónustuhóps aldraðra um að framkvæma vistunarmat færðist til Vistunarmatsnefndar Suðurlands vegna hjúkrunarrýmis annars vegar og hins vegar Vistunarnefndar Heilbrigðisumdæmis Suðurlands vegna dvalarrýmis. Breytingar þessar tóku gildi 1. janúar 2008 en reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými lá ekki fyrir fyrr en í byrjun júní 2008. Félagsmálanefnd vill koma því á framfæri að eðlilegra hefði verið að hafa eina vistunarmatsnefnd í stað tveggja. Vafi leikur stundum á hvort einstaklingur verður metinn í hjúkrunar- eða dvalarrými og er þá umsókn hans send til tveggja nefnda með tilheyrandi seinkun. - 5. 0807040 - Fundir Jafnréttisstofu í Árborg haust 2008
Lagt fram til kynningar - 6. 0802015 - Árskýrsla til Barnaverndarstofu 2007
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Þorgrímur Óli Sigurðsson |
|
Sædís Ósk Harðardóttir |
Guðmundur B. Gylfason |
|
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir |