Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.3.2019

29. fundur bæjarráðs

29. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Helga María Pálsdóttir, bæjarritari   Dagskrá: 

Almenn erindi
1. 1903177 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Ósk um að fá Ólaf Gestsson endurskoðanda á fund bæjarráðs
  Fjárfestingaáætlun 2019 og 3ja ára fjárfestingaáætlun Ég undirritaður óska eftir að Ólafur Gestsson, endurskoðandi, komi inn á næsta bæjarráðsfund og fari yfir möguleika sveitarfélagsins á að standa undir fjárfestingum skv. gildandi fjárfestingaáætlun. Gunnar Egilsson, D-lista.Ólafur Gestsson, endurskoðandi, kemur á fundinn kl. 17:00.
  Í ljósi breyttra forsenda telur bæjarráð rétt að endurmeta fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2019-2022 og kanna hvort ástæða er til að gera breytingar frá þeirri áætlun sem samþykkt var í desember síðastliðinn. Á fyrstu mánuðum ársins hafa verið samþykktir miklir viðaukar vegna útgjalda í sorpmálum vegna breyttra aðstæðna. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að samþykkja frekari viðauka, vegna stofnframlaga og annarra útgjalda. Þessir viðaukar hafa lækkað áætlaðan afgang ársins 2019 umtalsvert. Það má einnig ætla að fyrir liggi nýjar kostnaðarupplýsingar um einhverjar af þeim fjárfestingum sem ráðgerðar eru í fjárfestingaáætlun og jafnvel nýjar upplýsingar um fyrirsjáanlega framvindu í gatnagerð ársins. Loks eru blikur á lofti í efnahagslífinu og ástæða til að meta hvort það kallar á sérstök viðbrögð.
 
  Gestir
  Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri - 17:00
  Ólafur Gestsson, endurskoðandi - 17:00
     
2. 1903178 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Upplýsingar um gatnagerðargjöld af lóðum í Álalæk
  Ég undirritaður óska eftir upplýsingum um hvort gatnagerðargjöld af Álalæk 1-3, 5-7 og 9-11 hafi verið greidd, og ef svo er hverjir hafi greitt þau, hverjir fengu lóðunum úthlutað og hverjir eiga þær í dag. Gunnar Egilsson, D-lista.
  Bæjarstjóri lagði fram umbeðnar upplýsingar. Gunnar Egilsson óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu bókaðar í fundargerð: Álalækur 1-3, úthlutað til: Hótel Geysir ehf. 481293-2519, greitt, eigandi í dag: Húshás ehf. Álalækur 5-7, úthlutað til: Akurhólar ehf. 421216-0370, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf. Álalækur 9-11, úthlutað til: BG eignir ehf. 450109-0610, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf. Eggert V. Guðmundsson og Sigurjón V. Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun: Það hlýtur að vera einstakt mál að kjörinn fulltrúi leggi fram fyrirspurn á opinberum vettvangi án rökstuðnings, um það hvort einstakir framkvæmdaaðilar eða viðskiptamenn sveitarfélagsins hafi greitt álögð gjöld, og einnig sú fyrirspurn bæjarfulltrúans um hvaða aðili hafi séð um að greiða. Einnig vekur það furðu að það þurfi að óska eftir upplýsingum á fundi bæjarráðs hvaða aðilar fá úthlutanir fyrir einstökum byggingalóðum. Upplýsingar um lóðaúthlutanir og byggingaleyfi í sveitarfélaginu eru aðgengilegar öllum í fundargerðum skipulags og bygginganefndar, og ætti því að vera auðvelt fyrir bæjarfulltrúan að fá allar þær upplýsingar sem hann kýs um lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu með einföldum hætti. Eggert Valur Guðmundsson S lista Sigurjón V Guðmundsson Á lista
     
3. 1902257 - Fundarboð - Veiðifélag Árnesinga 2019 3-1902257
  Boð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður í Félagslundi fimmtudaginn 28. mars nk.
  Bæjarráð samþykkir að Gunnar Egilsson mæti á aðalfund Veiðifélags Árnesinga og fari með atkvæði Sveitarfélagsins Árborgar.
     
4. 1903117 - Umsögn - frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta 4-1903117
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háraða fjarskiptaneta, mál 639.
  Lagt fram til kynningar.
     
5. 1903135 - Umsögn - frumvarp til laga um fiskeldi, áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl. 5-1903135- FYRRI HLUTI  -  5-1903135- SEINNI HLUTI
  Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), mál 647.
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerðir til kynningar
6. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019 6-1903124
  Aðalfundur haldinn 18. janúar
  Lagt fram til kynningar.
     
7. 1903142 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2019 7-1903142
  2. fundur haldinn 21. febrúar
  Lagt fram til kynningar.
     
8. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019 8-1901176
  544. fundur haldinn 1. mars
  Lagt fram til kynningar.
     
9. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019 9-1901039
  278. fundur haldinn 11. mars
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1902097 - Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019 10-1902097
  192. fundur haldinn 18. mars
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vill koma á framfæri þeirri leiðréttingu að tónlistarkennsla sem rætt er um í 2. lið fundargerðar mun flytjast í húsnæði BES á Stokkseyri.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05  

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica