Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.2.2012

29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 8. febrúar 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri.

Dagskrá:

1.  1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
 Páll Bjarnason kom á fundinn. Kynnt var útfærsla á minni virkjanakostum í Ölfusá.
   
2.  1201128 - Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og eignarhald
 Erindi frá Rarik lagt fram þar sem m.a. er óskað eftir viðræðum um yfirtöku á götulýsingarkerfi sem er á umráðasvæði sveitarfélagsins. Stjórnin tekur jákvætt í erindið. Tækni- og veitustjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Rariks vegna málsins.
   
3.  1201088 - Veraldarvinir í Árborg 2012
 Umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda falið að svara erindinu.
   
4.  1201098 - Endurbætur á Þuríðarbúð
 Umsjónarmanni fasteigna falið að meta ástand Þuríðarbúðar og leggja fram greinargerð varðandi kostnað við endurbætur.
   
5.  1107047 - Sjóvarnaskýrsla 2011
 Málinu frestað til næsta fundar.
   
6.  1103049 - Götulýsing í Árborg
 Rætt var um framtíðarfyrirkomulag vegna viðhalds götulýsingar og tækni- og veitustjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.
   
7.  1010065 - Verklagsreglur við snjómokstur
 Farið var yfir tjón sem komið hafa í ljós eftir snjómokstur vetrarins. Rætt um leiðir til að lágmarka skemmdir við snjómokstur.
   
8.  1202237 - Fráveitutenging við Hrísholt 4,  Selfossi
 Málinu frestað til næsta fundar.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson  
Jón Tryggvi Guðmundsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica