Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.6.2016

29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

29. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Eggert Valur Guðmundsson, varamaður, S-lista. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1509020 - Upplýsingaskilti og bannmerki í Árborg 2015
Stjórnin felur framkvæmda- og veitusviði að halda áfram með hönnun og uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu.
2. 1602089 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2016
Liður 3. Stjórnin samþykkir að yfirfara skilti og staðsetningar þeirra. Liður 4. Eftir ábendingu frá hverfisráði í fyrra voru gerðar lagfæringar á dekki bryggjunnar. Reynslan sýnir að sjógangur skolar burtu efni reglulega. Fylgst verður með því að ekki skapist slysahætta á bryggjunni. Liður 5. Verið er að uppfæra texta á skiltunum og verða þau sett upp að nýju þegar þeirri vinnu lýkur. Liður 6. Framkvæmda- og veitustjóra falið að klára málið.
3. 1604262 - Athugasemd við göngustíg - Fossvegur 6
Framkvæmda- og veitustjóra falið að setja upp grindverk á stoðvegg.
 
4. 1509124 - Selfossveitur - orkuöflun til framtíðar
Framkvæmda- og veitustjóra falið að halda áfram vinnu við viðbótar- orkuöflun frá Öndverðarnesi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson   Eggert Valur Guðmundsson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica