29. fundur skipulags- og byggingarnefndar
29. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 3. október 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:15
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður D-lista, Ólafur H. Jónsson, varamaður D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður B-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður S-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Birkir Pétursson, starfsmaður.
Dagskrá:
Samþykktir byggingarfulltrúa |
||
1. |
1208113 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Vallarlandi 12, 800 Selfoss. Umsækjandi: Sveinn Ólason Aðaltjörn 3, 800 Selfoss. |
|
Samþykkt. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
2. |
1205364 - Deiliskipulag miðbæjarins, Þráinn Hauksson fer yfir tillögur sínar. |
|
Þráinn kynnti stöðu á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir miðbæ Selfoss. |
||
|
||
3. |
0512065 - Deiliskipulag. Austurvega 51-59, rætt verður um áframhaldandi vinnu við deiliskipulag svæðisins. |
|
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða um forsendur skipulags við Landsbankann. |
||
|
||
4. |
1209194 - Afgreiðsla lóðarumsókna um Akurhóla 2, 4 og 6 Selfossi. |
|
Sýslumaðurinn á Selfossi, Ólafur Helgi Kjartansson, mætti á fundinn og dró úr innsendum umsóknum: Akurhóla 2 fær B.S. verk ehf Akurhóla 4 fær Guðjón Sverrir Rafnsson. Akurhóla 6 fá Eðalbyggingar ehf |
||
|
||
5. |
1111015 - Tillögur um friðlýsingar friðlands fugla og votlendis í landi Óseyrarness og Flóagaflsmýri í Sveitarfélaginu Árborg. Til umræðu eru drög að auglýsingu friðlýsingarinnar. |
|
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullvinna auglýsinguna í samráði við Umhverfisstofnun. |
||
|
||
6. |
1209184 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Furugrund 16 Selfossi. Umsækjandi: Anna María Snorradóttir, Furugrund 16, 800 Selfoss. |
|
Umsóknin verður send í grenndarkynningu að Furugrund 9, 11, 14, 18 og 20. |
||
|
||
7. |
1209202 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir breytingum við gatnamót við Biskupstungnabraut. Umsækjandi: Vegagerðin |
|
Samþykkt. |
||
|
||
8. |
1209201 - Óskað eftir leyfi fyrir hænum að Birkihólum 8 Selfossi. Umsækjandi: Ármann M Ármannsson Birkihólum 8, 800 Selfoss |
|
Erindinu vísað til bæjarráðs. |
||
|
||
9. |
1209094 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar hitaveitu frá Laugardælum. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg |
|
Samþykkt. |
||
|
||
10. |
1209124 - Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis veitingarstaðar í flokki II Matur og Músík Tryggvagötu 40 Selfossi. Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á breytta notkun á húsnæðinu þar sem það samrýmist ekki deiliskipulagi svæðisins, samanber bókun bæjarstjórnar Selfoss, dagsett 9. mars 1989. |
||
|
||
11. |
1111001 - Óskað er umsagnar um tillögu um landsskipulagsstefnu 2013-2024 |
|
Nefndin leggst gegn löggjöf sem skerðir skipulags- og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. |
||
|
|
|
12. |
1209093 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á Merkigili Eyrarbakka. Umsækjandi: Gísli R Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson |
|
Umsóknin verður send í grenndarkynningu. |
||
|
||
13. |
1210007 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 27 fm húsi úr trefjaplasti að Búðarstíg 26 Eyrarbakka. Umsækjandi: Erlingur Þór Guðjónsson |
|
Samþykkt er stöðuleyfi í 3 mánuði. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:05
Eyþór Arnalds |
|
Hjalti Jón Kjartansson |
Ólafur H. Jónsson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Grétar Zóphoníasson |
|
Snorri Baldursson |
Bárður Guðmundsson |
|
Gísli Davíð Sævarsson |
Birkir Pétursson |
|
|