Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.12.2016

29. fundur skipulags- og byggingarnefndar

29. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 7. desember 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.  Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Sigurður Sigurjónsson hrl. og Steinunn Erla Kolbeinsdóttir hdl. frá Lögmönnum Suðurlandi komu inn á fundinn undir liðum 1-4. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1312089 - Lagt fram minnisblað vegna deiliskipulags fyrir fráveituhreinsistöð í Geitanesi.
  Bæjarlögmaður skírði nauðsynlegan feril deiliskipulags vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu dælu- og skólphreinsistöðvar á Geitanesi. Formanni skipulags- og byggingarnefndar, skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni falið að undirbúa gerð nýs deiliskipulags ásamt samhliða umhverfismati áætlunar.
     
2. 1609217 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Víkurheiðar, tillagan hefur verið auglýst og athugasemd borist.
  Sveitarfélaginu Árborg barst eitt erindi með athugasemdum við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Víkurheiði. Athugasemdirnar voru undirritaðar af Ámunda Guðna Ámundasyni og bárust í tölvupósti þann 1. desember 2016. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagið með efnislegum hætti. Bent er á að tillagan nær ekki til flugbrautar og því óþarft að afla veðurfarsgagna. Breytingar hafa verið gerðar frá því að tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst en eftir ábendingu í athugasemd voru gerðar örlitlar breytingar á texta í sérskilmálum fyrir flugskýli, lóð 1, til þess að skýra skilmála en að auki var felldur út texti í sama kafla greinargerðar þar sem sagði: Ef einhver hindrun nær upp fyrir þennan flöt skal merkja hindrun sbr. gr. 6 í VI. hluta reglugerðarinnar og tilkynna sérstaklega um hindrunina til upplýsingaþjónustu flugmála til birtingar í flugmálahandbók (AIP-Ísland). Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Víkurheiði verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum. Athugasemdir við nálægð bygginga við flugbraut og hæð þeirra. Athugasemdir gerir Ámundi Guðni Ámundason. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er gerð krafa um að byggingar verði færðar fjær miðlínu flugbrautar 80-100 metra eða jafnvel lengra og að hæð bygginga verði lækkuð niður í 3-4 metra eða lægra næst flugbraut. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar: Með deiliskipulagsbreytingunni er öryggissvæði flugbrautar breikkað og er umfram lágmarkskröfur fyrir flugbrautir sem eru minni en 800 metrar í 39. gr. reglugerðar nr. 464/2007 um flugvelli. Byggingarreitir eru því fjær heldur en lágmarkskröfur reglugerðarinnar gera ráð fyrir. Hvað varðar hæð bygginga þá voru gerðar örlitlar breytingar á orðalagi tillögunnar þannig að það væri alveg ljóst að byggingar mega ekki skaga upp úr mynduðum skáfleti, sem rís 40 m frá miðlínu flugbrautar með halla 1:5 í samræmi við 39. gr. reglugerðar nr. 464/2007 um flugvelli. Eftir breytingu á orðalagi tillögunnar verður ekki mögulegt að byggja mannvirki inn í skáflötinn þrátt fyrir ákveðnar heimildir til þess í fyrrnefndri reglugerð um flugvelli. Með tillögunni er verið að stækka öryggissvæði flugbrautar og þar með ná skáfletir yfir stærra svæði sem gera einnig kröfur um að heimil hæð bygginga næst flugbraut lækkar.
     
3. 1302259 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísastaðalandi
  Sveitarfélaginu Árborg barst eitt erindi með athugasemdum við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurbyggð á Selfossi. Athugasemdirnar voru undirritaðar af Hugrúnu Vignisdóttur og Laufeyju Helgadóttur en þeim fylgdi einnig undirskriftalisti fjölmargra aðila. Athugasemdirnar eru dagsettar 29. september 2016, mótteknar í tölvupósti. Skipulags- og bygginganefnd telur ekki þörf á að svara í bókun þessari þeim athugasemdum sem ekki varða deiliskipulagið með efnislegum hætti. Breytingar hafa ekki verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því að hún var auglýst. Skipulags- og bygginganefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurbyggð verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum. Athugasemdir við fækkun leiksvæða Aðilar sem gera athugasemdir: Hugrún Vignisdóttir, Laufey Helgadóttir, Guðmunda Þóra Björg Ólafsdóttir, Aron Ingvar Gissurarson, Guðmundur Skúli Johnsen, Anna Lísa Björnsdóttir, Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, Karl Ágúst Hannibalsson, Brynhildur Aðalsteinsdóttir, Ólafur R. Sigurjónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Tinna Björk Helgadóttir, Kristján Bergsteinsson, Þorbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Anton Karl Þorsteinsson, Unnur Þórisdóttir, Elvar Már Ölversson, Sævald Viðarsson, Ársæll Einar Ársælsson, Guðjón Jónsson, Sigurjón Bergsson, Aldís Þóra Harðardóttir, Ásgeir Benónýsson, Viktors Ozols, Þórný Kristmannsdóttir, Hafdís Inga Ingvarsdóttir, Gunnar Ingi Jónsson, Lilja Björg Guðjónsdóttir, Hafdís Erla Magnúsdóttir, Björn Arnarsson, Guðni Björgvin Högnason, Hilmar Guðlaugsson, Sigrún Arna Brynjarsdóttir, Haukur Guðmundsson, Tinna Soffía Traustadóttir, Magnús Már Magnússon, Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, Hilmar Þór Jónsson, Ásta Sverrisdóttir, Ingibjörg Steindórsdóttir, Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, Selma Harðardóttir, Steinn Vignir Kristjánsson og Hekla Þöll Stefánsdóttir. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að fækkun leiksvæða sé þvert á þróun svæðisins þar sem mikið sé um barnafjölskyldur og að fráleitt sé að hafa eitt stórt leiksvæði fyrir allan þann fjölda sem áætlaður er að búi á svæðinu. Þá er því mótmælt að leiksvæði verði látin víkja fyrir stærri byggingarlóðum. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Með deiliskipulagsbreytingunni eru þrjú lítil leiksvæði felld út (svæði merkt M, N og P) en bætt við einu stærra leiksvæði (svæði merkt O). Leiksvæðin sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að verði felld út eru mjög lítil og óhagstæð að lögun sem gerir það að verkum að mjög fá og lítil leiktæki komast fyrir á þeim ef uppfylla á allar gildandi kröfur sem gerðar eru til öryggissvæða í kringum þau sbr. ákvæði reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002 og gildandi staðla. Skipulags- og byggingarnefnd telur það hagfelldara fyrir íbúa svæðisins að í hverfinu sé einn veglegur leikvöllur með fleiri leiktækjum þar sem hægt er að fullnægja öllum gildandi öryggiskröfum heldur en þrír litlir leikvellir með fáum leiktækjum.
     
4. 1601304 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Byggðarhorni 9
  Fyrirliggjandi eru skipulagsgögn frá Effort teiknistofu f.h. landeigenda, uppdráttur ásamt greinargerð, athugasemdir frá íbúum við Byggðarhorns- og Votmúlaveg, minnisblað frá Effort teiknistofu f.h. landeigenda, umsögn Vegagerðarinnar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Byggðarhorni, landi 9, er tekin til afgreiðslu og lagt til við bæjarstjórn að henni verði hafnað með eftirfarandi röksemdum: Tillögunni er hafnað þar sem hún er í andstöðu við aðalskipulag Árborgar 2010-2030. Í aðalskipulagi segir m.a. í kafla 4.7.2. um búgarðabyggð: Búgarðabyggð er skilgreind með öðrum hætti en venjulegur landbúnaður. Reiknað er með að lóðir verði 1-5 hektarar að stærð og þar megi reisa vegleg íbúðarhús og hesthús eða húsnæði fyrir ýmiss konar húsdýrahald. Þéttleiki byggðar sé þannig að eitt íbúðarhús sé á hverri lóð upp að 4 ha stærð en tvö hús geti verið á 4-5 ha lóðum. Ekki er reiknað með hefðbundnum landbúnaði með framleiðslurétti í búgarðabyggð. Í búgarðabyggð er heimiluð ýmis atvinnustarfsemi tengd landbúnaði, s.s. ýmiss konar dýrahald og ræktun, nokkurs konar frístundabúskapur með takmörkuðum fjölda húsdýra eða dýrategunda samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi. Samkvæmt framangreindri skilgreiningu á búgarðabyggð samrýmist uppbygging á 12 nýjum gistihúsum á lóðinni, til viðbótar við íbúðarhús og aðrar byggingar, ekki skilgreiningu í aðalskipulagi. Tillögunni er hafnað með vísan til 6. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda er stefna aðalskipulags bindandi við gerð deiliskipulags. Í ljósi þess að deiliskipulagstillögunni er hafnað er ekki þörf á að taka afstöðu til framkominna athugasemda við afgreiðslu okkar á tillögunni. Ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að hafna breytingu á deiliskipulagi á Byggðarhorni, landi 9, er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan mánaðar frá móttöku tilkynningar um ákvörðunina. Um kæru fer samkvæmt lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
     
5. 1612026 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að Árvegi
  Lagt er til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur á vinnu deiliskipulags lóðar Heilbrigðisstofnunar.
     
6. 1611246 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fossnesi 14, Selfossi. Fyrirspyrjandi: F.h. lóðarhafa Bent Larsen Fróðason
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
7. 1611133 - Umsókn um breytingu á stærð byggingarreits að Mólandi 5-7, Selfossi. Umsækjandi: Kvistfell.
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
8. 1611120 - Umsókn um breytingu á innkeyrslu að Eyrarbraut 29, Stokkseyri
  Samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.
     
9. 1611106 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldasöluskúr að Austurvegi 23. Umsækjandi: Hjálparsveitin Tintron
  Samþykkt.
     
10. 1612015 - Stöðuleyfi fyrir gistieiningar í byggingu að Gagnheiði 28, Selfossi. Umsækjandi: JÁ-verk
  Samþykkt til sex mánaða.
     
11. 1611103 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir hús að Snælandi 22, Selfossi. Umsækjandi: Marinó Fannar Garðarsson
  Hafnað.
     
12. 1612009 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir skúr að Tryggvatorgi 1, Selfossi
  Óskað eftir fullgildum aðaluppdráttum
     
13. 1611148 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Steinsbæ 2, Eyrarbakka. Umsækjendur: Halldór Jónsson og Ragna Berg Gunnarsdóttir
  Óskað eftir umsögn skipulagshönnuðar.
     
14. 1611007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa
  14.1. 1611149 - Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis í flokki II (Íbúð) að Heiðarvegi 11, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
    Samþykkt að veita jákvæða umsögn
 
  14.2. 1611212 - Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis í flokki I(Heimagisting) að Þórsmörk 2,Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
    Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
 
  14.3. 1611233 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Vallarlandi 1a-3, Selfossi. Umsækjandi: Vallarland ehf.
    Samþykkt.
 
  14.4. 1612011 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Gráhellu 1-15 Selfossi. Umsækjandi: North-team-Invest
    Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
 
  14.5. 1612012 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Gráhellu 2-16, Selfossi. Umsækjandi: North-team-Invest.
    Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.  
 
  14.6. 1612013 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Gráhellu 17-33, Selfossi. Umsækjandi: North-team-Invest
    Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
 
  14.7. 1612014 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Gráhellu 18-34, Selfossi. Umsækjandi: North-team-Invest
    Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
 
  14.8. 1611235 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í verslun Lyfja og heilsu að Austurvegi 1-5. Umsækjandi: Lyf og heilsa
    Samþykkt.
 
  14.9. 1612010 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir millilofti í verslun Jötunn véla að Austurvegur 69. Umsækjandi: Árfoss ehf
    Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
 
  14.10. 1611119 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri utanhússklæðningu að Úthaga 4. Umsækjandi: Kristinn Ágúst Eggertsson
    Samþykkt.
 
  14.11. 1612043 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi að Skólavöllum 5 Selfossi. Umsækjandi: Dagný Dögg Sigurðardóttir
    Samþykktar breytingar á innra skipulagi og fjölgun bílastæða með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
 
  14.12. 1609023 - Umsókn um breytingu á hluta bílskúrs að Tröllhólum 23, Selfossi. Umsækjandi: Sveinn S. Skarphéðinsson.
    Frestað. Byggingarfulltrúa falið að ræða við aðalhönnuð.
 
  14.13. 1606132 - Umsókn um samþykki á breyttum aðaluppdráttum vegna áður útgefins byggingarleyfis að Gráhellu 53-69 Selfossi. Umsækjandi: North-Team-Invest
    Nýir aðaluppdrættir samþykktir og eldri uppdrættir felldir úr gildi.
 
  14.14. 1612049 - Fyrirspurn um byggingarleyfi að Austurvegi 51-55,Selfossi
    Óskað eftir fullnægjandi aðaluppdráttum og gögnum fyrir graftrarleyfi.
 
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15 Ásta Stefánsdóttir                                         Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson                                             Guðlaug Einarsdóttir Ragnar Geir Brynjólfsson                              Bárður Guðmundsson Ástgeir Rúnar Sigmarsson                             Sveinn Ægir Birgisson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica