2. fundur atvinnuþróunarnefndar
2. fundur. Miðvikudaginn 23.maí 2007 kl.18 kom atvinnuþróunarnefnd saman til 2. fundar kjörtímabils 2006-2010 í fundarsal Ráðhús Árborgar.
Mætt voru: Tómas Þóroddsson, formaður, Andrés Rúnar Ingason, Ólafur H. Jónsson, Óskar Sigurðsson, varamaður Jóns Karls Haraldssonar, Sigurjón Guðmarsson. Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari ritaði fundargerð.
Formaður setti fund.
- Almenningssamgöngur innan Árborgar og milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarritari fór yfir minnisblað um almenningssamgöngur.
Nefndin leggur til að leitað verði eftir því við Vegagerðina að akstur innan Árborgar og milli Árborgar og höfuðborgarsvæðisins verði undanskilinn sérleyfi, eða að sveitarfélagið hefji samstarf við vegagerðina um aðkomu að útboði.. Leitað verði samstarfs við Hveragerðisbæ hvað varðar fjölgun ferða á leiðinni Selfoss-Hveragerði-Reykjavík.
*) Nefndin leggur til að kannað verði hvað muni kosta að hefja tilraunaverkefni sem fæli í sér fjölgun áætlunarferða innan sveitarfélagsins í haust.
2. Erindisbréf atvinnuþróunarnefndar.
Nefndin hefur kynnt sér gildandi erindisbréf sem er frá 1999. Erindisbréfið þarfnast endurskoðunar. Nefndin telur að skilgreina þurfi hlutverk og verkefni nefndarinnar upp á nýtt. Nefndin leggur áherslu á að meðal verkefna hennar verði atvinnu-, ferða- og samgöngumál.
Fundi slitið kl. 17:25
Tómas Þóroddsson
Ólafur H. Jónsson
Óskar Sigurðsson
Andrés R. Ingason
Sigurjón Kr. Guðmarsson
Ásta Stefánsdóttir