3. fundur atvinnuþróunarnefndar
3. fundur. Miðvikudaginn 5. desember 2007, kom atvinnuþróunarnefnd saman til 3. fundar kjörtímabils 2006-2010 í fundarsal á annarri hæð í Ráðhús Árborgar.
Mætt voru: Tómas Þóroddsson, formaður, Andrés Rúnar Ingason, Jón Karl Haraldsson, Ólafur H. Jónsson, Sigurjón Guðmarsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri ritaði fundargerð.
1. mál - 0710106
Erindi Markaðsstofu Suðurlands ehf. varðandi þjónustusamning við sveitarfélög á Suðurlandi.
Málið rætt og samþykkt að óska eftir kynningarfundi með fulltrúum Markaðsstofu Suðurlands fimmtudaginn 20. desember næstkomandi.
2. mál - 0712002
Tillaga formanns atvinnuþróunarnefndar um endurskoðun atvinnumálastefnu Árborgar.
Atvinnuþróunarnefnd leggur til við bæjarstjóra að atvinnumálastefna Árborgar verði endurskoðuð.
Greinargerð:
Núgildandi stefna er samþykkt í mars árið 2005 og því eðlilegt að hafin verði endurskoðun, ekki síst í ljósi þeirrar miklu íbúafjölgunar sem verið hefur síðustu árin. Það er mikilvægt fyrir framsækið sveitarfélag sem er í miklum vexti að þjóna vel íbúum, fyrirtækum og stofnunum sem þegar eru í sveitarfélaginu og að taka vel á móti þeim sem vilja setjast þar að. Því er nauðsynlegt að atvinnumálastefna sé uppfærð reglulega í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í sveitarfélaginu á hverjum tíma.
Tillagan rædd og samþykkt samhljóða. Nefndin óskar eftir að fá að leiða vinnu við endurskoðunina.
Fundi slitið kl. 18:50
Tómas Þóroddsson
Andrés Rúnar Ingason
Sigurjón Kr. Guðmarsson
Jón Karl Haraldsson
Ólafur H. Jónsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir