Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.10.2006

3. fundur menningarnefndar

 

3. fundur menningarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í ráðhúsi Árborgar, mánudaginn 30. október  2006, kl.  17:15.

 

Mætt: Þórir Erlingsson, formaður, Sigrún Jónsdóttir, Ingveldur Guðjónsdóttir,  Sigurður Ingi Andrésson og Grímur Hergeirsson.

 

Dagskrá:

 

1. Umsóknir um menningarstyrki,- síðari úthlutun 2006.
Alls bárust umsóknir um styrki frá 7 aðilum, ýmist rekstrarstyrkir eða styrkir til sérstakra verkefna, samtals að upphæð kr. 1.580.000,-.  Til úthlutunar nú eru kr. 1.090.000,-.  Nefndin samþykkir að úthluta styrkjum með eftirfarandi hætti:

 

Rekstrarstyrkir:
Leikfélag Selfoss                                                         kr. 500.000,-  
Harmonikkufélag Selfoss                                             kr.   90.000,-

 

Verkefnastyrkir:
Gísli R Kristjánsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Jón Ragnarsson og Magnús Karel Hannesson vegna verkefnisins “Endurbygging Vesturbúðarinnar – draumur eða veruleiki”  kr. 100.000,-

 

Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson vegna vinnu við gerð söngleiks um Pál Ísólfsson,  kr. 150.000,-

 

Hljómsveitin Uppþot á Selfossi vegna markaðs- og kynningarstarfs,  kr.   50.000,-

 

Nykur, þjóðfræðifélag vegna verkefnisins “Nykur.is – Þjóðfræðirannsóknir” , kr. 100.000,-

 

Ferðaþjónustan Suðurströnd ehf. vegna verkefnisins “www.southcoast.is  www.stokkseyri.is” , kr. 100.000,-

 

2. Framtíðarstaðsetning listaverksins Sendiboðans eftir Halldór Forna..
Nefndin ítrekar bókun frá fundi menningarnefndar Árborgar þann 31. ágúst 2005 varðandi að listaverkinu Sendiboðanum verði komið fyrir að nýju á hringtorgi á mörkum Tryggvagötu og Norðurhóla á Selfossi.  Nefndin leggur á það áherslu að listaverkum í eigu sveitarfélagsins sé komið fyrir á áberandi stöðum þar sem íbúar og gestir geta notið þeirra. 

 

3. Menningarstefna,- hugmyndir og umræður.
Farið yfir minnispunkta frá vinnufundi nefndarinnar þann 16. október sl. vegna mótunar menningarstefnu og þeir ræddir.  Nefndin hyggst í framhaldinu heimsækja stofnanir og félagasamtök í sveitarfélaginu í tengslum við þessa vinnu.

 

4.  Aðkoma sveitarfélagsins að menningarhátíðum í Árborg.
Nefndin samþykkir að fela formanni og varaformanni að ræða við þau félagasamtök og aðila sem séð hafa um framkvæmd hinna ýmsu hátíðahalda í sveitarfélaginu undanfarin ár og leggja í framhaldi af því fram tillögur að fyrirkomulagi og aðkomu sveitarfélagsins fyrir nefndina.

 

5. Önnur mál.
a) Nefndin stefnir að næsta reglulega fundi sínum mánudaginn 13. nóvember nk. kl. 17:15.

 

Fundi slitið kl.  18:35.

Þórir Erlingsson
Sigrún Jónsdóttir
Ingveldur Guðjónsdóttir
Sigurður Ingi Andrésson

Grímur Hergeirsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica