3. fundur umhverfisnefnd
3. fundur í umhverfisnefnd Árborgar fimmtudaginn 18. október 2006 klukkan 17:15. Fundurinn haldinn að Austurvegi 67 (Selfossveitur).
Fundinn sátu: Björn B. Jónsson (formaður), Elfa Dögg Þórðardóttir, María Ingibjörg Hauksdóttir, Jón Hjartarson, Björn Ingi Gíslason og Siggeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Tillögur að leiðum til aukningar endurvinnslu í Árborg.
A- Tunnur undir tímarit og dagblöð við hvert heimili í Árborg.
B- Jarðvegstunnur fyrir áhugasama einstaklinga.
Elvu Dögg og Siggeir var falið að vinna tillöguna áfram fyrir næsta fund.
2.Tillögu um fjölgun ruslatunna í Árborg næst miðbæ Selfoss.
Siggeir falið að útfæra tillöguna fyrir næsta fund. Ennfremur telur nefndin nauðsynlegt að það komi breyting á umhirðuskipulagi.
3. Skipað í nefnd um Fuglafriðland í Flóa.
Tillaga um að Elfa Dögg Þórðardóttir og Siggeir Ingólfsson sitji í nefndinni fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt.
4. Lög um mat umhverfisáætlana.
Siggeir lagði fram gögn og kynnti málið.
5. Beluga – staða mála.
Siggeir sagði frá hver staða mála er og gengur verkið vel.
6. Tillögur Jóns Hjartarsonar
a) Vistvænar aðferðir við eyðingu illgresis og sníkjudýra á trjágróðri.
Tillaga I
Umhverfisnefnd Árborgar samþykkir að beita sér fyrir vistvænum aðferðum við eyðingu illgresis og sníkjudýra á trjágróðri eftir því sem mögulegt er. Lögð verði aukin áhersla á námskeiðahaldi og almenna fræðslu um úrræði sem unnt er að beita og við hvaða aðstæður ástæða sé til að grípa til rótækra aðgerða og lyfjanotkunar.
Því leggur undirritaður til eftirfarandi:
1.) Umhverfisnefnd Árborgar láti fara fram könnun á því hversu mikið er notað af illgresiseyðingarlyfjum og skordýraeyðingarlyfjum annars vegar á svæði í umhirðu sveitarfélagsins og hinsvegar á garða og svæði í einkaeign.
2.) Umhverfisnefnd láti vinna áætlun með hvaða hætti sé unnt að minnka notkun eyðingarlyfja á græn svæði innan sveitarfélagsins og hvernig unnt sé að efla fræðslu og þekkingu hjá almenningi til hvaða annarra aðferða sé unnt að grípa í stað lyfja.
Siggeir falið að afla tölulegar upplýsingar um notkun í þessum efnum í sveitarfélaginu.
b) Mengunarmælingar af völdum umferðar á völdum stöðum í sveitarfélaginu.
Tillaga II
Umhverfisnefnd samþykkir og láti fara fram reglulegar mengunarmælingar af völdum umferðar á völdum stöðum í sveitarfélaginu.
Greinargerð.
Á Selfossi er víða mikill umferðarþungi einkum á þjóðvegi 1 í gegnum bæinn. Á sama svæði er mikil umferð gangandi fólks á öllum aldri. Því er afar brýnt að menn átti sig á þeirri mengum sem umferðin veldur og hvort hún ógni heilsu vegfarenda og þá hvaða úrbót sé þörf t.d. við ákveðnar veðurfarsaðstæður, umferðaraðstæður sem eru mismikil eftir dögum og árstíðum. Reynist mengun við tilteknar aðstæður yfir hættumörkum kemur til álita að beita tímabundinni umferðarstýringu til að koma í veg fyrir hættulega umferðarmengun.
Formanni falið að afla nánari gagna um málið.
7. Önnur mál.
a) Formaður kynnti mál Kajakferða á Stokkseyri
b) Formaður kynnti umhverfismat samgönguáætlunar 2007 – 2018.
c) Umhverfisnefnd vekur athygli á ákvæði 5.greinar í erindisbréfi umhverfisnefndar
því sem segir að umhvelisnefnd veiti bæjarstjórn umsögn um svæðis-aðal og deiliskipulag. Nefndin óskar eftir að farið verði eftir ákvæði greinarinnar
Björn B. Jónsson Björn I. Gíslason
María Hauksdóttir Elfa Dögg Þórðardóttir
Siggeir Ingólfsson Jón Hjartarson.