Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.7.2006

3. fundur bæjarráðs

 

3. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 13.07.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Þórunn J. Hauksdóttir, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, varaformaður
Gylfi Þorkelsson, varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0606112
Fundargerðir skipulags- og bygginganefndar 2006 - ný nefnd

frá 04.07.06

b.

0607019
Fundargerðir menningarnefndar Árborgar 2006 - ný nefnd

frá 05.07.06

c.

0602078
Fundargerðir skólanefndar grunnskóla 2006

frá 06.07.06

d.

0605005
Fundargerðir dómnefndar um miðbæjarskipulag

frá 05.07.06


1b) Liður 3 - Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn lista- og menningarverstöðvarinnar Hólmarastar.

Bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að áframhald verði á því góða samstarfi sem byggt var upp á síðasta kjörtímabili um þá víðtæku menningarstarfsemi sem fram fer í Hólmarastarhúsinu og að sveitarfélagið leggi metnað sinn í að styðja við áframhaldandi uppbyggingu þar.
Gylfi Þorkelsson

1c) Bæjarráð staðfestir ráðningu Guðbjarts Ólasonar sem aðstoðarskólastjóra í Vallarskóla til eins árs, frá og með 1. ágúst 2006.

 

1d) liður 2.
Bókun:
Hverjar eru hugmyndir meirihluta bæjarstjórnar um áherslur og markmið miðbæjarskipulags? Um er að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélagið og íbúana um langa framtíð og mikilvægt að íbúar séu upplýstir um hverjar áherslur meirihlutans séu í málinu.
Gylfi Þorkelsson frá S lista.

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0602006
Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2006

frá 28.06.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0607027
Undirbúningsfélag um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði - hlutafjárframlag

Liður 3 - bókun.
“Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar fagnar frumkvæði og áhuga Sjóvár á vegaframkvæmdum á Þjóðvegi 1 Suðurlandsvegi frá Rauðavatni austur yfir Ölfusá. Augljóst er að fyrirhuguð framkvæmd mun verða mikil samgöngubót og auka öryggi þeirra fjölmörgu vegfarenda sem fara um Hellisheiði. Bæjarráð er þess fullvisst að framtakið mun stórbæta stöðu íbúa og atvinnulífs í Árborg og á Suðurlandi. Með þetta í huga samþykkir bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar að leggja 500.000 kr. í stofnsjóð undirbúningsfélags um Suðurlandsveg yfir Hellisheiði.”

4. 0607026
Uppbygging BES - Bráðabirgðaaðgerðir 2006 - tillaga frá framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs

Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna áður en málið er afgreitt.

5. 0607025
Vefir bæjarfulltrúa -

Þjónustuvefur Árborgar er vettvangur upplýsinga og stjórnsýslu. Eðlilegt er að upplýsingar um bæjarfulltrúa séu aðgengilegar á vefnum og hýstar undir léni sveitarfélagsins, www.arborg.is. Bæjarráð lítur svo á að póstföng bæjarfulltrúa á vef Árborgar fullnægi kröfum bæjarbúa um að koma fyrirspurnum og ábendingum til bæjarfulltrúa. Einnig eiga bæjarbúar þess kost að óska eftir viðtölum við bæjarfulltrúa gegnum þjónustuver Árborgar. Persónulegar heimasíður sem bæjarfulltrúar kunna að vilja halda úti skulu hýstar utan þjónustuvefs Árborgar.
Bæjarfulltrúar B og D lista.

Bókun:
Undirritaður mótmælir þeim vinnubrögðum að ekkert samráð sé haft við minnihlutann um þetta mál og lýsir vonbrigðum yfir því kjarkleysi sem þessi ákvörðun meirihlutans sýnir gagnvart opinni, lýðræðislegri umræðu um málefni sveitarfélagsins sem mikilvægt er að íbúar séu upplýstir um. Miklu nær væri að efla þá viðleitni sem þegar er hafin og gera kröfu til allra kjörinna bæjarfulltrúa að þeir tjái sig reglulega á þessum vettvangi svo allir geti kynnt sér skoðanir þeirra á málum sem þeir hafa verið kjörnir til að sinna og kjósendur eiga fullan rétt á að vita um.
Gylfi Þorkelsson frá S lista.

Tillaga meirihlutans samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Gylfa Þorkelssonar fulltrúa S lista.

6. 0607016
Nefnd um endurskoðun skipulags- og byggingarlaga - óskað er umsagnar um frumvörp um skipulags- og byggingarmálefni

Bæjarráð vísar frumvörpunum til bygginga- og skipulagsnefndar til umsagnar.

7. 0409087
Lóðarumsókn/úthlutun Vallartröð 11-15 (nú Vallartröð 9) - staðfesting á lið 8 í fg. skipulags- og byggingarnefndar frá 12.10.04

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins meðan aflað er frekari gagna.

8. 0601071
Hjúkrunarheimili fyrir aldraða - 3ja hæð sjúkrahússins - samkomulag við JÁ verktaka ehf.

Bæjarráð staðfestir samninginn

9. 0607007
Rekstarleyfisumsókn - Gesthús - óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar og veitinga

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

10. 0607008
Lóðarumsókn - Eyrarbraut 53 og 55 á Stokkseyri - erindi frá Sjöfn Har.

Bæjarstjóra ásamt bæjarlögmanni er falið að ganga frá óuppgerðu málum vegna lóðanna, afgreiðslu umsóknar er frestað á meðan.

11. 0408077
Skipulag Selfossflugvallar - - skipulagsleg staða flugvallarins

Í greinargerð með Aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar 15. janúar 2006 og staðfest af umhverfisráðherra 23. mars 2006 segir svo í grein 4.15.9, bls. 62:

“Báðar flugbrautir vallarins eru styttar til norðurs og austurs í samráði við forsvarsmenn hans til þess að stuðla að því að hann geti verið áfram á sama stað út skipulagstímabilið. Forsendur við mat á hávaða frá vellinum eru að ekki er reiknað með auknum umsvifum s.s. auknu æfingaflugi á flugvellinum og næturflug verður ekki heimilað. Flugvellinum hefur verið afmarkað svæði en hann er víkandi á skipulagstímabilinu verði þörf á landrými fyrir íbúðabyggð meiri en aðalskipulagið gerir ráð fyrir.”

Bæjarráð Árborgar samþykkir að hefja undirbúning að breytingu á gildandi aðalskipulagi er feli í sér að skiplagsleg staða Selfossflugvallar verði styrkt og að völlurinn verði ekki lengur víkjandi í aðalskipulagi.
Meirihluti D og B lista.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Bókun:
Undirritaður fagnar því að meirihlutaflokkarnir hafi í flugvallarmálinu tekið upp stefnu Samfylkingarinnar, sem var eini flokkurinn fyrir síðustu kosningar sem talaði skýrt í því máli. Gylfi Þorkelsson frá S lista.

Bókun:
Í samræmi við stefnu B og D lista fyrir kosningar segir í málefnasamningi 'að stuðla að frekari uppbyggingu á Selfossflugvelli og tryggja honum sess til framtíðar'
Fulltrúar B og D lista.

12. 0601015
Lóðarumsókn/úthlutun - Austurvegur austan spennistöðvar - minnisblað bæjarstjóra vegna umsóknar Íslandspósts, sjá fg. bæjarráðs 06.07.06 - liður 9

Á fundinum var lögð fram umsókn frá JÁVERK um lóð austan spennistöðvar og BYKO.
Bæjarstjóra er falið að ræða við fulltrúa Íslandspósts og JÁVERKS.


13. 0607040
Starfslýsing bæjarritara - tillaga frá bæjarstjóra - heimild til að auglýsa starfið.

Bókun:
Undirritaður mótmælir því að upplýsingar um mál af þessu tagi sé ekki sent öllum kjörnum fulltrúum í bæjarráði með lögbundnum fyrirvara. Tillaga: Afgreiðslu málsins er frestað um viku og fulltrúum minnihlutaflokkanna veittar eðlilegar upplýsingar. Gylfi Þorkelsson frá S lista.

Samþykkt að fresta málinu um viku.

14. 0607041
Starfshópur til að gera tillögur að endurbótum á Sundhöll Selfoss 2006 -

Samþykkt að stofna þriggja manna starfshóp. Meirihlutinn tilnefnir Grím Arnarsson og Helga S. Haraldsson og minnihlutinn mun tilnefna 1 mann í hópinn. Grímur Hergeirsson verkefnisstjóri starfar með hópnum.

15. 0601096
Stækkun þjónustumiðstöðvar í Grænumörk 5 - framhaldsviðræður við Fossafl ehf.

Forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var falið að halda áfram viðræðum við Fossafl ehf. á grundvelli viljayfirlýsingar frá 09.05.06

Bókun:
Undirritaður fer fram á að minnihlutinn eigi fulltrúa í þessum viðræðum. Gylfi Þorkelsson frá S lista.

Meirihlutinn samþykkir tillöguna og óskar eftir að minnihlutinn tilnefnir fulltrúa.

16. 0506126
Forkaupsréttur- lóðirnar Sigtún 5 og 5a - erindi frá Málflutningsskrifstofunni

Bæjarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar á lóðunum að Sigtúni 5 og 5a.

17. 0606043
Uppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - ítrekun fyrirspurnar frá Jóni Hjartarsyni V lista

Bókun vegna fyrirspurnar á bæjarráðsfundi 22. júní 2006.

Á bæjarráðsfundi þann 22. júní 2006 lagði undirritaður fram 4 spurningar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nú eru liðnar 3 vikur síðan fyrirspurnin var borin fram og ekkert svar enn borist.
Þar sem ekkert svar hefur borist né nokkur skýring á drætti svarsins er fyrirspurnin ítrekuð og óskað eftir svari eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs.
Jón Hjartarson frá V lista.

Verið er að vinna svar við fyrirspurninni en hefur tafist vegna sumarleyfa starfsmanna.

 

18. Erindi til kynningar:
a) 0607022
Skýrsla starfshóps 'Grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda' - Miðstöð heilsuverndar barna - skýrslan er aðgengileg hjá bæjarstjóra.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:42

Þórunn J Hauksdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Einar Guðni Njálsson
Stefanía Katrín Karlsdóttir

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica