Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.9.2006

3. fundur leikskólanefndar

 

3. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 20. september 2006.

 

Formaður nefndarinnar, Kristín Traustadóttir, setti fundinn kl. 17:15.

 

Mættir:  Kristín Traustadóttir, Róbert Sverrisson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir,  Heiðdís Gunnarsdóttir og  fulltrúi foreldra  Sigurborg Ólafsdóttir.   Fulltrúi starfsmanna, Auður Hjálmarsdóttir, boðaði forföll

 

1. Nýr fulltrúi foreldra í leikskólanefnd
Nýr fulltrúi foreldra í leikskólanefnd er Sigurborg Ólafsdóttir foreldri frá Æskukoti.

 

2.  Leikskólinn Erlurima
Ekki enn komin dagsetning á opnun leikskólans.

 

3.  Valgreiðslur til foreldra og forráðamanna barna frá því fæðingarorlofi lýkur
Meirihluti Leikskólanefndar  leggur til að foreldrar/forráðamenn barna í Árborg fái greiddar allt að 20.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn frá lokum fæðingarorlofs til 18 mánaða aldurs barns. Þetta á við hvort sem foreldrar/forráðamenn velja að vista barn hjá dagforeldri eða annast það heima. Velji foreldrar/forráðamenn að vista barn sitt hjá dagforeldri, sem hefur leyfi til daggæslustarfa hjá Sveitarfélaginu Árborg, mun greiðslan nýtast sem niðurgreiðsla á þjónustunni.  Lagt er til að útfærslan á greiðslum til foreldra/forráðamanna verði unnin af leikskólafulltrúa. Lagt er til að greiðslurnar hefjist 1. janúar 2007. Leikskólanefnd leggur því til við bæjarráð að gera ráð fyrir þessu í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.  Það er staðreynd að tengslamyndun barns við foreldra sína á fyrstu mánuðum æviskeiðsins leggur grunn að velferð barnsins. Eftir að fæðingarorlofi lýkur fara flestir foreldrar/forráðamenn aftur út á vinnumarkaðinn en sumir velja að vera lengur heima. Með valgreiðslum er stutt við þá foreldra/forráðamenn sem velja að annast börn sín heima til 18 mánaða aldurs og líka stutt við ákvörðun þeirra sem velja að nýta sér góða þjónustu viðurkenndra dagforeldra. Tilgangurinn með því að láta fé fylgja barni er viðurkenning á því að barnið skuli njóta góðs af þeim greiðslum sveitarfélagsins sem renna til velferðar og uppeldis þess, hvort sem það er til viðurkennds dagforeldris eða foreldra/forráðamanna barnsins. Það eru líka sjálfsögð réttindi foreldra/forráðamanna, sem þekkja barn sitt best allra, að velja hvaða vistunarform hentar þeirra barni best eftir að fæðingarorlofi lýkur.  Leikskólanefnd fagnar því að það sem hér um er rætt kemur skýrt fram í málefnasamningi meirihlutans og óskar þess að þetta komist til framkvæmda 1. janúar 2007. 

 


Bókun frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna vegna umræðna um valgreiðslur til forráðamanna frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn........

 

“Undirritaðir fulltrúar S og V voru andvígir hugmyndum um valgreiðslur til forráðamanna barna........  Með þessum greiðslum getur skapast hætta á svartri starfsemi dagmæðra, þar sem forráðamenn geta þegið greiðslur en haft börnin jafnframt í gæslu hjá þriðja aðila.

 

Einnig eru hugmyndir um valgreiðslur gegn jafnréttissjónarmiðum þar sem hætta er á að konur í láglaunastörfum, muni einnig þiggja valgreiðslur sem getur leitt til þess að móðir og barn aðlagist ver að samfélaginu en ef móðir væri á vinnumarkaði.

 

Undirritaðar telja einnig að fjármunum sveitarfélagsins sé betur varið í þágu barnafjölskyldna sem þegar nýta sér þjónustu sveitarfél. eins og með lækkun leikskólagjalda eða gjaldfrjálsum leikskóla fyrir 5 ára börn.  Einnig er fjármunum sveitarfél. t.d betur varið í þágu fjölskyldna fatlaðra grunnskólabarna þar sem stórlega vantar lengda viðveru fyrir fötluð börn eldri en 10 ára”

 

4. Úttekt á þörf á leikskólarými.
Nú liggur fyrir að leikskólinn við Erlurima verður opnaður á haustdögum og þar munu að öllum líkindum þau börn sem eru á biðlista og fædd eru 2005 og fyrr fá leikskólapláss. Einnig er búið að ákveða að nýr leikskóli rísi í Suðurbyggð. Þrátt fyrir þetta er ljóst að þörfin er viðvarandi og enn vaxandi eftirspurn eftir plássi fyrir börn í leikskóla. Ástæðurnar eru ýmsar en þyngst vegur þó viðvarandi fjölgun í sveitarfélaginu Árborg umfram landsmeðaltal. Vegna þessa samþykkir leikskólanefnd að fela leikskólafulltrúa að gera úttekt á þörf á leikskólarými í Árborg til næstu 4 ára. Inn í þá þarfagreiningu þarf að reikna með:

 

 

    • fólksfjölgun undanfarinna ára í Árborg

 

    • leikskólaplássi fyrir börn frá 18 mánaða aldri

 

    • fjöldi barna í bráðabirgðahúsnæði

 

    • fjöldi barna í leikskólanum Ásheimum þar sem húsnæðið er ófullnægjandi

 

  • fjöldi þeirra barna sem eru á biðlista á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Leikskólanefnd fagnar þeirri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Árborgar að ætla að bjóða upp á pláss á leikskóla fyrir börn frá 18 mánaða aldri. Nefndin leggur áherslu á að það geti orðið sem allra fyrst. Þess vegna er nauðsynlegt að gera úttekt á þörf á leikskólarými og miða við þau atriði sem talin eru upp hér að ofan. Börn eiga ekki að vera afgangsstærð. Í Sveitarfélaginu Árborg njóta þau góðs af faglegu innra starfi í leikskólunum en þau eiga líka öll að sitja við sama borð um aðgang að þar til byggðum leikskólum.

 

5. Endurskoðun á innritunarreglum
Lagt til að nefnd taki til starfa og endurskoði innritunarreglur fyrir leikskóla í Árborg.    

 

Nefndina skipi leikskólafulltrúi, formaður og ritari.

 

6. Viðhorfskannanir foreldra vegna leikskóla.
Leikskólafulltrúi kynnti viðhorfskönnun sem hefur verið framkvæmd í nokkrum sveitarfélögum. Leikskólanefnd lýsir ánægju sinni með að slík könnun fari fram í Árborg og  felur Leikskólafulltrúa  að kanna kostnað við slíka könnun.  

 

7.  Endurrit úr fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra 15.ágúst og 12.september s.l til kynningar

 

8. Heimsókn í leikskóla Árborgar í 43. viku
Ákveðið að fara í leikskólaheimsókn föstudaginn 20. október  í 42.viku.

 

9.  Nafnasamkeppni leikskólans við Erlurima
Leikskólanefnd fór yfir nöfnin sem bárust í nafnasamkeppnina en alls bárust 28 gild nöfn samkvæmt skilmálum sem sett voru vegna nafnasamkeppninnar.  Leikskólanefnd leggur til við Bæjarráð að nafnið Hulduheimar verði valið.

 

Önnur mál:
a)  Leikskólafulltrúi dreifði fréttabréfum til kynningar frá leikskólunum Álfheimum, Árbæ, Glaðheimum, Brimver og Ásheimum

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan  19.50

 

Kristín Traustadóttir
Róbert Sverrisson
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sigurborg Óskarsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica