Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.10.2010

3. fundur félagsmálanefndar

3. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 18. október 2010  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Guðmundur B. Gylfason, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista,
Ingveldur Eiríksdóttir, varamaður S-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. verkefnisstjóri félagslegra úrræða,


Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritaði fundagerð.

Dagskrá:

1.  1010057 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók
Formaður óskaði eftir fundarhléi undir þessum lið og fóru fulltrúar D lista afsíðis að ræða málin.
   
2.  1010028 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók
   
3.  1010001 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók
   
4.  1010050 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2010
 Farið yfir reglur um fjárhagsaðstoð, ákveðið að hafa vinnufund þann 26. október kl. 16:15 með tillit til endurskoðunar á reglunum. 
   
5.  0912043 - Stefnumörkun SASS í tilfærslu málefna fatlaðra á Suðurlandi
 Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir verkefnisstjóri félagslegra úrræðna og Guðmundur formaður félagsmálanefndar, kynntu samning um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu fatlaðra.  Sameiginlegt þjónustusvæði verður Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða-og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Flóahreppur, Ásahreppur, Rangárþings eystra, Rangárþing ytra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.  Skipað hefur verið þjónusturáðs en í því ráði sitja 5 fulltrúar félagsþjónustu á þjónustusvæðinu.  Guðlaug Jóna sagði frá vel heppnuðum hugarflugsfundi sem haldinn var með ýmsum aðilum s.s. starfsmönnum svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, hagsmunasamtökum, aðstandendum, þjónustuþegum, skólaskrifstofu, stafsmönnum sveitarfélaga ofl.
   
6.  1010056 - Tölulegar upplýsingar um félagsþjónustumál 2010
 Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar og verkefnisstjóri félagslegra úrræða lögðu fram upplýsingar um tölulegar upplýsingar um félagsþjónustumál.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00

Guðmundur B. Gylfason
Brynhildur Jónsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Ingveldur Eiríksdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica