3. fundur fræðslunefndar
3. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 13. maí 2009 í Sunnulækjarskóla Norðurhólum 1, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sigrún Þorsteinsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Ásdís Sigurðardóttir, varamaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra
Guðbjartur Ólason, skólastjóri
Arndís Harpa Einarsdóttir, skólastjóri
Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Guðbjörg Grímsdóttir, fulltrúi kennara
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Í upphafi fundar leitaði Þórir Haraldsson afbrigða til að setja á dagskrá erindi frá Eyjólfi Sturlaugssyni. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Erindi frá Eyjólfi Sturlaugssyni skólastjóra Vallaskóla lagt fram til kynningar.
Eyjólfur Sturlaugsson Skólastjóri Vallaskóla óskar eftir launalausu leyfi til eins árs, frá og með 1. ágúst 2009 til og með 31. júlí 2010.
Verkefnisstjóri fræðslumála svarar erindi Eyjólfs í samráði við bæjarstjóra.
2. 0905077 - Fjármál grunnskóla 2009
Verkefnisstjóri fræðslumál fór yfir rekstur grunnskóla á undanförnum árum.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Fræðslunefnd Árborgar þakkar framkomnar upplýsingar um fjármál grunnskóla Árborgar, starfs- og fjárhagsáætlanir. Ljóst er að embættismenn og yfirmenn skólanna hafa unnið gott starf við erfiðar aðstæður. Jafn ljóst er að allir aðilar, stjórnendur, starfsfólk, foreldrar og nemendur verða að vera vel á varðbergi og vinna þétt saman til að tryggja farsælt skólastarf og velferð nemenda nú þegar verulega herðir að í fjármálum sveitarfélagsins með óhjákvæmilegum áhrifum á rekstur grunnskólanna. Fræðslunefnd beinir því til skólastjóra að þeir hafi frumkvæði að virku upplýsingastreymi og samráði við skólaráð, foreldrafélög, starfsmannafélög og nemendafélög með það að markmiði að tryggja hnökralaust skólastarf og hagsmuni nemenda á komandi skólaári.
Ein af meginstoðum hvers samfélags, þar á meðal skólasamfélags, eru þær hefðir sem skapast í áranna rás. Þegar kreppir að í fjármálum heimila, fyrirtækja og sveitarfélagsins er mikilvægt að allir leggi sig fram um að vinna að því að áhrifin á börnin okkar og unglingana verði eins lítil og kostur er. Þar á meðal er að vinna að því að þau njóti sambærilegra viðburða og hefða eins og fyrirrennarar þeirra og vonandi einnig nemendur framtíðarinnar.
Að mati Fræðslunefndar Árborgar eru skólaferðalög 7. og 10. bekkja meðal þeirra viðburða sem verður að leita allra leiða til að framkvæma nú með sem líkustum hætti og verið hefur undanfarin ár. Skólaferðalag við lok 7. bekkjar hefur um áratugaskeið markað tímamót í lífi barna í Árborg og orðið þeim dýrmæt reynsla og upplifun sem fylgir þeim til lífstíðar. Skólaferðalag við lok 10. bekkjar hefur markað útskrift úr grunnskóla, ánægjulega kveðju- og samverustund. Til viðbótar eru afar mikilvæg forvarnarök fyrir því að myndarlega sé staðið að próflokahátíð 10. bekkjar í þessari mynd.
Fræðslunefnd Árborgar leggur áherslu á að skólayfirvöld vinni í nánu samráði við foreldra að því að finna leiðir til að skólaferðalög í 7. og 10. bekk geti orðið með sama eða svipuðu sniði nú í vor og til framtíðar eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin telur að unnt eigi að vera að ná fram verulegum sparnaði í þessum ferðum með samstilltu átaki og samvinnu skólayfirvalda við foreldra, starfsfólk og nemendur en jafnframt halda reisn og gildi ferðalaganna.
Fræðslunefnd Árborgar treystir á samtakamátt sveitarfélagsins, starfsmanna skólanna, foreldra og ekki síst nemendanna sjálfra til að leysa þetta mál nú og í framtíðinni af myndarskap og í sátt og felur verkefnisstjóra fræðslumála að hafa forgöngu þar um. Jafnframt beinir fræðslunefndin því til bæjarráðs Árborgar að styðja verkefnið, þar á meðal með auknum fjárheimildum, ef það reynist nauðsynlegt.
Framangreind bókun var samþykkt samhljóða.
Þórir Haraldsson óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað:
Ég undirritaður tel ranga þá forgangsröðun fjármuna sveitarfélagsins sem birtist í afnámi fjárframlaga til skólaferðalaga í 7. og 10. bekk grunnskóla Árborgar. Ég tel að á þessu ári hefði verið hægt að draga úr útgjöldum sveitarfélagsins sem nemur þeim rúmu tveimur milljónum sem um ræðir, með öðrum hætti sem betur samrýmist skólastefnu og forvarnastefnu sveitarfélagsins og því mikla verðmæti sem til framtíðar býr í börnunum okkar.
Ég tel að bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu átt að leita fyrirfram eftir samvinnu við foreldra og nemendur með það að markmiði að draga úr kostnaði en halda ferðunum að mestu óbreyttum.
Enn er ekki of seint að standa almennilega að þessum ferðum og skora ég því á verkefnisstjóra fræðslumála að beita sér fyrir því í samvinnu við skólastjórnendur, kennara og foreldra að farið verði í skólaferðalög í 7. og 10. bekk. Einnig skora ég á bæjaryfirvöld að gefa skólunum svigrúm og veita verkefninu fjárstuðning ef það reynist nauðsynlegt til að nemendur í 7. og 10. bekk komist í skólaferðalag með sama eða sambærilegu sniði og undanfarin ár.
3. 0905078 - Kennslukvóti grunnskóla fyrir skólaárið 2009-2010
Verkefnisstjóri lagði fram tillögu að kennslukvótum grunnskólanna og Sérdeildar Suðurlands fyrir skólaárið 2009-2010.
Fræðslunefnd samþykkir framlagaðar tillögur.
4. 0905079 - Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2009-2010
Verkefnisstjóri lagði fram tillögu að skóladagatölum grunnskólanna
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskóla
5. 0905080 - Innritunarreglur grunnskóla
Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir grunnskóla Árborgar
Fræðslunefnd samþykkir innritunarreglur fyrir grunnskóla Árborgar
6. 0905082 - Starfsdagatal leikskóla
Lagt fram starfsdagatal fyrir leikskóla Árborgar.
Fræðslunefndin samþykkir starfsdagatalið
7. 0905081 - Yfirlit frá skólastjórum grunnskóla
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir ráðningarmál og starf skólanna á næsta skólaári.
8. 0905084 - Erindi frá stjórn 8. svæðisdeildar Félags leikskólakennara.
Fræðslunefnd samþykkir erindið
9. 0905086 - Fjármál leikskóla 2009
Verkefnisstjóri fræðslumála fór yfir fjármál leikskólanna.
Eftirfarandi bókun var gerð:
Fræðslunefnd Árborgar þakkar framkomnar upplýsingar um fjármál leikskóla Árborgar, starfs- og fjárhagsáætlanir. Ljóst er að embættismenn og yfirmenn leikskólanna hafa unnið gott starf við erfiðar aðstæður. Jafn ljóst er að allir aðilar, stjórnendur, starfsfólk og foreldrar verða að vera vel á varðbergi og vinna þétt saman til að tryggja farsælt starf og velferð barnanna nú þegar verulega herðir að í fjármálum sveitarfélagsins með óhjákvæmilegum áhrifum á rekstur leikskólanna. Fræðslunefnd beinir því til leikskólastjóra að þeir hafi frumkvæði að virku upplýsingastreymi og samráði við foreldrafélög og starfsmannafélög með það að markmiði að tryggja hnökralaust skólastarf og hagsmuni barnanna á komandi skólaári.
Fræðslunefnd Árborgar leggur áherslu á að skólayfirvöld vinni í nánu samráði við foreldra að því að finna leiðir til að útskriftarferðalög elstu nemenda leikskóla geti orðið með sama eða svipuðu sniði nú í vor og til framtíðar eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin telur að unnt eigi að vera að ná fram verulegum sparnaði í þessum ferðum með samstilltu átaki og samvinnu skólayfirvalda við foreldra, starfsfólk og nemendur en jafnframt halda reisn og gildi ferðalaganna.
9. 0905083 - Úthlutun leikskólaplássa-yfirlit frá leikskólafulltrúa
Leikskólafulltrúi fór yfir úthlutun leikskólaplássa. Foreldrar allra barna sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og fædd eru 2007 hafa fengið afgreiðslubréf.
10. 0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra og leikskólafulltrúa.
Lagðar fram fundargerðir funda leikskólastjóra og leikskólafulltrúa.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15
Þórir Haraldsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald
Guðbjartur Ólason
Arndís Harpa Einarsdóttir
Sigríður Pálsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Guðbjörg Grímsdóttir
Kristín Eiríksdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Elín Höskuldsdóttir