Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.10.2010

3. fundur fræðslunefndar


3. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 21. október 2010  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

 

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista, Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra, Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna, Sigurður Bjarnason. verkefnisstjóri fræðslumála,

 

 

Dagskrá:

 

1.

0902081 - Yfirlit frá verkefnistjóra fræðslumála

 

 

Verkefnisstjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunargerðar fyrir leik – og grunnskóla vegna ársins 2011.  Einnig kom fram í yfirliti verkefnisstjóra að sótt hefur verið um leikskólapláss fyrir 76 börn sem fædd eru á árinu 2009.  Áfram er verið að bjóða laus pláss sem eru í leikskólanum Æskukoti.

2.

1008069 - Tillaga að breytingu á reglum um innritun í leikskóla Árborgar.

 

 

Á 2. fundi fræðslunefndar þann 16. september sl. var tillaga Örnu Ír Gunnarsdóttur tekin til umræðu og gerð um hana bókun.  Tillagan var ekki borin upp og er því eftirfarandi tillaga tekin til formlegrar afgreiðslu:

 

Í núverandi Reglum um innritun í leikskóla Árborgar er kveðið á um að “Sérstakan forgang frá 18 mánaða aldri hafa börn sem falla undir 1.flokk í reglum um sérkennsluþjónustu í leikskólum Árborgar frá 10.janúar 2002”.

 

Gerð er tillaga um að þessu ákvæði verði breytt og þess í stað komi“Sérstakan forgang frá 12 mánaða aldri hafa börn sem eru í 1. og 2. umönnunarflokki samkvæmt reglum Tryggingarstofnunar ríkisins vegna umönnunar fatlaðra barna og barna með þroska- og atferlisraskanir”.

 

Afgreiðsla:

 

Fulltrúar S- og V lista  greiddu atkvæði með tillögunni. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.  Tillagan er því felld með þremur atkvæðum frá fulltrúum D-lista.

 

Bókun frá fulltrúum S- og V-lista

Afgreiðsla meirihluta fræðslunefndar á tillögunni veldur miklum vonbrigðum og sýnir að meirihlutinn hefur lítinn skilning á aðstöðu foreldra ungra fatlaðra barna sem ekki sitja við sama borð og aðrir foreldrar.  Að sveitarfélagið Árborg hafi fengið aðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga eru  léttvæg rök í þessu tilliti því að allt er þetta spurning um að forgangsraða í þágu þeirra sem raunverulega þurfa á velferðarþjónustu sveitarfélagsins að halda.

 

3.

1010133 - Starfsmannafundir í leikskólum - tillaga frá verkefnisstjóra fræðslumála

 

 

 

 

Tekin var fyrir eftirfarandi tillaga frá verkefnisstjóra fræðslumála um fyrirkomulag starfsmannafunda í leikskólum Sveitarfélagsins Árborgar:

 

Fundur fræðslunefndar haldinn fimmtudaginn 21. október samþykkir fyrir sitt leyti að starfsmannafundir í leikskólum verði framvegis færðir á dagvinnutíma.  Fundirnir verði tveir hálfir dagar á ári, annar á vorönn og hinn á haustönn.  Miða skal við að fundirnir verði haldnir á þeim dögum sem vetrarfrí er í grunnskólum Árborgar.

 

Greinargerð:

Núverandi fyrirkomulag starfsmannafunda er að fundir eru fimm sinnum á ári, ein og hálf klst. í senn.  Stjórnendur leikskólanna telja að með því að setja fundina niður á tvo hálfa daga á ári nýtist starfsmönnum og starfsemi skólanna betur en að hafa fundina fleiri og styttri.  Framangreind tillaga er einnig sett fram með það að markmiði að spara í rekstri leikskólanna og er ein af þeim leiðum sem önnur sveitarfélög eru að fara í sparnaðarskyni

 

Afgreiðsla:

 

Tillagan var samþykkt samhljóða

 

4.

1008059 - Umsögn um drög að aðalnámskrá grunnskóla

 

 

Lögð voru fram drög að almennum hluta endurskoðaðrar aðalnámskrár grunnskóla.  Nefndarmenn eru hvattir til að kynna sér drögin og koma athugsemdum til verkefnisstjóra fyrir 1. nóvember nk.

5.

1010135 - Fyrirspurnir frá fulltrúum kennara í fræðslunefnd

 

 

Lagðar voru fram eftirfarandi fyrirspurnir frá fulltrúum kennara í fræðslunefnd:

 

1.         Grunnþjónusta í skólum Árborgar- mikilvægt að verja grunnþjónustuna sem skólum er skylt að veita, s.s. afleysingar, stuðning og sérkennslu. Einnig má benda á lítið val í unglingadeildum og þann niðurskurð sem átt hefur sér stað þar.

 

2.         Hver er stefna Árborgar í menntunarkröfum starfsmanna skólanna?  Í skólastefnu sveitarfélagsins er talað um að fá vel menntað fólk eða eins og best gerist en auglýsingar hafa ekki borið þess vott. Benda má á eldhús Vallaskóla þar sem ekki hefur verið leitað eftir menntuðu starfsfólki á sínu sviði og nýlega ráðningu aðstoðarskólastjóra í Vallaskóla sem og skólastjóra þar sem einn sótti um. Velta má upp spurningu um stefnu og hvort fræðslunefnd komi þar að. 

 

3.         Hafa komið fram einhverjar hugmyndir um það hvernig fræðslunefnd ætti að sinna eftirlitskyldu sinni sbr. Starfslýsingu skólanefndar dreift á síðasta fundi.

 

4.         Foreldrafélög- stuðningur við þau og það mikla starf sem þau vinna. Hvernig hefur verið unnið að málum í skólunum,  t.d í Vallaskóla við að reyna að koma á starfshæfu félagi þar?   Á að taka upp ferðir á ný s.s. fastar ferðir eins og í Þórsmörk og fl.

Fá foreldrar í foreldraráðum einhverja fræðslu til að skoða skólanámskrá eða til að starfa í skólaráðum skólanna.

 

Fræðslunefnd þakkar framkomnar spurningar frá fulltrúum kennara og er formanni og verkefnisstjóra falið að koma með svör við þeim á næsta fund fræðslunefndar.

 

6.

1010136 - Flutningur skólahalds Vallaskóla úr Sandvík yfir í núverandi húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar Zelsiuz

 

Á fyrrihluta ársins 2010 leituðu bæjaryfirvöld eftir hugmyndum um sparnaðarleiðir hjá forstöðumönnum stofnana.  Á þeim tíma kom ábending frá stjórnendum í Vallaskóla þess efnis að möguleiki væri að ná fram hagræðingu í rekstri skólans með því að færa skólahald sem er í húsnæði hans í „Sandvík” yfir í húsnæði skólans á Sólvöllum og einnig að nýta núverandi húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar Zelsiuz fyrir starfsemi skólans. 

 

Fræðslunefnd styður að áfram verði skoðuð nýting húsnæðis á Sólvöllum með það að markmiði að spara í rekstri til framtíðar sem lýtur að m.a. að rekstri húnæðis, nýtingu á mannafla ásamt skilvirkni í stjórnun og skólastarfi.  Nemendum hefur fækkað í Vallaskóla á undanförnum árum sem kemur m..a. til vegna stækkunar Sunnulækjarskóla og einnig vegna fækkunar nemenda sem sækja Vallaskóla frá Flóahreppi.  Við þessar aðstæður skapast möguleiki á að endurskoða nýtingu á húsnæði sveitarfélagins á Sólvöllum .Fræðslunefnd leggur áherslu á að komi framangreind hugmynd til framkvæmda verði hugað vel að því að starfsemi Félagsmiðstöðvar verði búin aðstaða til framtíðar sem gefur möguleika á að halda áfram því góða starfi sem búið er að byggja upp á undanförnum árum.

 

 

 

7.

1010124 - Bréf frá fulltrúum skólaliða og stuðningsfulltrúa í Vallaskóla.

 

Lagt var fram bréf frá fulltrúum skólaliða og stuðningsfulltrúa í Vallaskóla dagsett 13.10. 2010.  Efni bréfsins eru tilmæli til skóayfirvalda að dregin verði til baka 15% skerðing sem gerð var á starfshlutfalli skólaliða og stuðningsfulltúra um síðustu áramót.  Tilmælin voru samþykkt á fundi sem haldinn var þriðjudaginn 12.10. 2010.

 

 

 

8.

1009051 - Málstofa - skólabragur í nóv. 2010

 

Lögð fram auglýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga  sem stendur fyrir málstofu um skólamál þann 1. nóvember nk.

 

 

 

9.

1002097 - Skólaráð Sunnulækjarskóla fundargerðir

 

Lögð var fram fundargerð skólaráðs Sunnulækjarskóla frá 6. október 2010

 

 

 

10.

0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra og leikskólafulltrúa.

 

 

 

 

Lögð var fram fundargerð frá fundi leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa frá 22. september 2010.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:55

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Grímur Arnarson

 

Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

Guðrún Thorsteinsson

Birgir Edwald

 

Málfríður Garðarsdóttir

Linda Rut Ragnarsdóttir

 

Anna Gína Aagestad

Eygló Aðalsteinsdóttir

 

Sigurður Bjarnason

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica