Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.10.2014

3. fundur fræðslunefndar

3. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 7. október 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: Almenn afgreiðslumál 1.  1409114 - Beiðni um stuðning við Nemanet námstæki Á fundi bæjarráðs, 12. september 2014 var beiðni Valgeirs Guðjónssonar um stuðning sveitarfélagsins um Nemanet námstæki vísað til fræðslunefndar. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi kynnt verkefnið Nemanet sem hefur verið í þróun á undanförnum árum. Fræðslunefnd þakkar kynninguna á áhugaverðu verkefni en að mati nefndarinnar getur sveitarfélagið ekki lagt fjármuni né mannafla í þróunarvinnu af þessu tagi. 2.  1409143 - Styrkbeiðni - umferðarforvarnir í 10. bekk Styrkbeiðni frá Benna Kalla, umferðarforvarnarfulltrúa, v/umferðarforvarna í 10. bekk. Erindi sem bæjarráð vísaði til umsagnar fræðslunefndar. Nefndin þakkar erindið en mælist ekki til að bæjarráð samþykki styrkveitinguna að þessu sinni. Erindi til kynningar 3.  1310030 - Ytra mat á Vallaskóla 2014   Til kynningar: - Svarbréf Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 30.9.2014, til mennta- og menningarmálaráðuneytis v/úttektar á starfsemi Vallaskóla. - Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats á Vallaskóla sem var send með bréfinu. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum Vallaskóla fyrir góða vinnu við gerð umbótaáætlunar og óskar þeim og öllu starfsfólki góðs gengis í vinnu við framkvæmd hennar á næstunni. 4.  1408076 - Brimver/Æskukot - úttekt unnin í maí og júní 2014 Til kynningar. Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats á Brimveri/Æskukoti. Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra og ráðgjöfum hennar fyrir skjóta og góða vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar og óskar starfsmönnum öllum góðs gengis við innleiðingu hennar. 5.  1410013 - Starfsáætlun Jötunheima 2014-2015 Til kynningar. Starfsáætlun Jötunheima er góður leiðarvísir á því starfi sem fram fer í leikskólanum. 6.  1409047 - Fjárhagsáætlun 2015 Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnunni og þeim forsendum sem hafa verið lagðar til grundvallar. 7.  1401018 - Faghópur um samstarf leikskóla og grunnskóla Fundargerð frá 9. september 2014 til kynningar. 8.  1402071 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra Fundargerð frá 29. september 2014 til kynningar. 9.  1410008 - Samstarf foreldrafélaga, skólaþjónustu og tómstunda- og forvarnafulltrúa Til kynningar: - Fundargerð frá 17. september 2014. - Auglýsing um fund foreldra um vináttu og skólaþjónustu í Fjallasal Sunnulækjarskóla 8. október 2014. 10.  1402054 - Álfheimafréttir 10. tbl. 2014 til kynningar. 11.  1410016 - Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum Kynningarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um nýútkomna rafræna handbók sem er aðgengileg á vef ráðuneytisins. Handbókin er ætluð til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. 12.  1410009 - Námsmat í grunnskólum Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 10. september 2014, sem kynnir breytingar á námsmati í grunnskóla. 13.  1409191 - Fræðsluritið "Kennsluumhverfið - Hlúum að rödd og hlustun" Til kynningar: - Kynningarbréf um fræðsluritið, dags. 23.9.2014, frá Klöru E. Finnbogadóttur, sérfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. - Kennsluumhverfið – Hlúum að rödd og hlustun. Höfundur þess er dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeinafræðingur. Útgefendur eru KÍ, SÍS, Vinnueftirlitið og Mannvirkjastofnun. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00 Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason Brynhildur Jónsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir Íris Böðvarsdóttir Birgir Edwald Kristín Eiríksdóttir Már Ingólfur Másson Málfríður Erna Samúelsdóttir Hanna Rut Samúelsdóttir Brynja Hjörleifsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica