3. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
3. fundur Hverfaráðs fyrrum Sandvíkurhrepps
Fundur 2. nóv. 2011
Mætt:
Anne B Hansen, Smjördölum
Guðmundur Lárusson, Stekkum
Ægir Sigurðsson, Ásamýri
Jónína Björk Birgisdóttir, Suðurgötu 2
Oddur Hafsteinsson, Suðurgötu 14
• Hraðakstur við Kaldaðarnesveg í kringum Litlu Sandvík og Stóru Sandvík, foreldrar við veginn hafa áhyggjur af umferð. Mikið af ungum krökkum og því þarf að takmarka hraða. Leita þarf leiða til að bæta þetta.
• Rætt um gatnamót við Tjarnabyggð, þar þarf að skoða umferðaröryggi. Bæði hvað varðar lýsingu og að setja afreinar á Eyrarbakkaveg við Tjarnabyggð og Kaldaðarnesveg.
• Anne las bréf frá Brynhildi í Hraunprýði þar sem hún bendir á þörfina á hjólastíg við Eyrarbakkaveg. Fleiri hafa bent á þörf á hjólreiðastíg og tekur hverfisráð Sandvíkurhrepps undir þetta og gerir kröfu til bæjaryfirvalda að gera hjólreiðastíg við Eyrarbakkaveg. Skoða þarf hvort hægt sé að malbika reiðveg við Eyrarbakkaveg og vinna málið í samvinnu við reiðveganefnd Sleipnis. Hverfisráð vísar í aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir hjólreiðastíg.
• Rætt um strætó í Tjarnabyggð, oft lenda íbúar í því að strætó stöðvar ekki þegar þeir bíða eftir strætó. Óska íbúar eftir því að auka stoppistöð verði sett við gatnamót Suðurgötu og Norðurgötu.
• Rætt um snjómokstur í Sandvíkurhreppi og hvernig sveitarfélagið hefur staðið að snjómokstri. Verklagsreglur sveitarfélagsins skoðaðar en skýra þarf reglur varðandi mokstur í Sandvíkurhreppi.
• Endurnýja þarf vegstikur í Tjarnabyggð.
• Hverfisráð óskar eftir verklagsreglum varðandi viðhald á malarvegum í sveitarfélaginu.
• Rætt um skólaakstur í Tjarnabyggð, íbúar hafa áhyggjur af löngum tíma sem krakkar þurfa að vera í bílnum. Hverfisráð ítrekar óskir um það að fundnar verða leiðir til að bæta úr þessu.
• Rætt um óæskilegar plöntur, njóla og skógerkerfil. Þessar plöntur valda skaða í landbúnaði og lýsir hverfisráð yfir áhyggjum af þessum ágengu plöntum. Óskar hverfisráð Sandvíkurhrepps eftir því að sveitafélagið vinni áætlun til að vinna gegn þessum plöntum. Sambærilegar áætlanir hafa verið unnar í öðrum sveitarfélögum.
• Skilti við bæi. Hverfisráð óskar eftir skýringum á því hvaða reglur gilda varðandi kaup á skiltum í Árborg. Nauðsynlegt er að sveitafélagið sjái um það að skilti séu sett við bæi í sveitarfélaginu og greiði fyrir það.
Fundi slitið kl. 22.23