3. fundur Hverfisráðs Selfoss
Hverfisráð Selfossi. 3. fundur.
Haldinn á Kaffi Krús, fimmtudaginn 29. september 2011.
Fundarboðari, Guðmundur Sigurðsson formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Guðmundur Sigurðsson, Helga R. Einarsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Fundarritari Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir
Fundi lauk kl. 18:35.
Hverfisráð Selfoss 3. fundur. 29. september 2011.
Dagskrá
1. Fundagerð síðasta fundar.
2. Breyting á formanni.
3. Önnur störf innan ráðsins.
4. Auglýsa betur hvaða aðgengi íbúar hafa að hverfisráðinu.
5. Merkingar á íþróttahúsum bæjarins.
6. Gangstéttir og leiðir að nýju verslunarhúsi.
7. Bæjarhátíðir.
8. Næsti fundur.
1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) Vegna breyttra haga hjá Guðmundi formanni óskaði hann eftir að hætta sem formaður ráðsins. Óskar eftir að starfa áfram með ráðinu og var það vel þegið. Samþykkt var að Ingibjörg tæki að sér formennsku og mun Guðmundur setja sig í samband við sveitarfélagið þar sem skv.í samþykkt um hverfisráð Árborgar kemur fram í 4. gr. að bæjarstjórn kjósi formann.
3) Ingibjörg hefur sinnt starfi ritara ráðsins og var samþykkt að fela það starf Magnúsi Vigni.
4) Kannað verði með hvort hægt sé að koma upp ábendingahnapp á vefsíðu sveitarfélagsins þannig að bæjarbúar geti á auðveldan hátt komið ábendingum á fram færi við hverfisráðin í Árborg. Einnig hvort sveitarfélagið geti auglýst þann hnapp sérstaklega og starfsemi ráðanna.
5) Á fyrsta fundi ráðsins var bókað vöntun á merkingum á íþróttahúsum bæjarins og gleðst ráðið yfir að loksins er komin merking á Iðu, íþróttahús FSu ásamt fleiri byggingum skólans. Enn má bæta úr merkingum á byggingum grunnskólanna.
6) Eldri borgarar hafa bent á hversu leiðin í Larsenstræti þar sem verslunarhúsnæði Bónus og Hagkaupa er að rísa, sé sumum erfið vegna gangstétta og hárra kanta. Ráðið sér fyrir sér að hægt væri að gera gönguleið úr Merkilandi yfir Langholt og jafnvel einnig úr Vallholti. Í dag eru runnar í botni Merkilands en í gegnum þá runna er bæði hjólað og gengið þar sem sú leið sé þægilegri og ánægjulegri heldur en fara eftir gangstéttinni meðfram Austurvegi.
7) Ráðið myndi hvetja kaupmenn til að opna verslanir sínar fyrr en venjulega s.s. á bæjarhátíðnni Sumar á Selfossi þar sem fjöldi fólks er á ferðinni í bænum fyrr en venjulegir opnunartímar verslanna eru á laugardögum. Einnig saknar ráðið þess að sjá ekki meiri umfjöllun um bæjarhátíðir í fjölmiðlum áður en hátíðirnar fara fram ekki bara meðan þær eru og þegar þær eru búnar.
8) Til næsta fundar verður boðað.