3. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
3. fundur hverfaráðs Stokkseyrar í Gimli 5. Júní 2011 kl. 20.00
Mættir voru:
Jón Jónsson
Grétar Zóphóniasson
Sigurborg Ólafsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Gunnar Valberg Pétursson
• Íbúafundur 23. maí
Hverfaráðið hélt íbúafund í Gimli þar sem ráðið kynnti starfsvið sitt og ræddi möguleika á notkun Gimlis. Um 40 manns mættu og tóku virkan þátt í umræðum.
Fundargestir voru mjög jákvæðir gagnvart Gimli og mikið af skemmtilegum hugmyndum um notkun á húsnæðinu komu fram.
Það var einnig samróma álit fundargesta að eitthvað þyrfti til bragðs að taka varðandi leyfarnar af Töfragarðinum og umhverfinu þar í kring. Þetta er ekki einungis mikil slysahætta fyrir gesti tjaldsvæðisins og börn hér í þorpinu heldur er þetta líka umhverfinu til mikils ósóma.
• Samstarf hverfaráðs við bæjarstjórn
Nú eru 3 mánuðir síðan við tókum til starfa og langar okkur að þakka fyrir það sem vel hefur verið gert.
Við viljum þó minna á að enn á eftir að stífla Löngudæl eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Fundi slitið kl. 21.20