Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.10.2019

3. fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps

  1. fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps haldin 17.sept 2019 kl. 16:15
Mætt: Margrét K. Erlingsdóttir María Hauksdóttir Anna Valgerður Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Oddur Hafsteinsson Arna Ýr Gunnarsdóttir Atli Marel Vokes  
  1. Hjólastígur í Sandvíkurhreppi.
Margrét formaður kynnti drög að bókun, sem að henni og Oddi var á síðasta fundi falið að undirbúa. Göngu og hjólreiðastígur frá Selfossi að Eyrarbakka – bókun Hverfisráðs Sandvíkurhrepps.   Nú hefur verið lagður hjólreiða- og göngustígur frá Selfossi og að Tjarnabyggð, sem áætlaður er að nái niður á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sem við fögnum öll.   Vegna núverandi legu vegarins hefur hverfisráð óskað eftir upplýsingum um legu hans fram hjá Tjarnabyggð.  Hverfisráð hefur fengið þau svör að ekki sé búið að hanna hann nema að Tjarnabyggð.   Þrátt fyrir það hefur stígurinn hefur verið lagður inn í Tjarnabyggð án samráðs við Hverfisráð eða íbúa Tjarnabyggðar. Búið er að setja ræsi í áveituskurð milli Stekka og Tjarnabyggðar, ásamt því að  leggja yfir hann stíg inn í byggðina.  Með því er búið að opna byggðina þannig að búfénaður kemst bæði út og inn.  Nú er svo komið að ef búfénaður sleppur úr girðingu í Tjarnabyggð á hann greiða leið um þennan stíg beint inní þéttbýlið á Selfossi,  en mikil áhersla var lögð á það frá sveitarfélaginu á sínum tíma að byggðin yrði afgirt, héldi búfénaði og að pípuhlið væri á akvegi inn í byggðina.    Á skipulagi er ekki gert ráð fyrir hjólastígnum, en samkvæmt deiliskipulagi 7898 sem var samþykkt 18.6.2006  kemur einungis fram að þarna séu reiðstígar skv. Kafla 4.1 ásamt skipulagsmynd 02 er bara talað um reiðstíga innan hverfis.    Hverfisráð fer fram á að sveitarfélagið virði deiliskipulag Tjarnabyggðar sem gerir eingögnu ráð fyrir reiðstíg í byggðinni og engum hjólastíg.   Margir íbúar hafa keypt sér lóðir og hafið líf sitt þarna með þeim forsendum að fyrrnefndir reiðvegir séu í hverfinu. Við upphaf og enda stígsins sem kominn er inní byggðina  hefur Árborg komið fyrir skiltum, þar sem kemur fram að þar um megi ekki fara um  ríðandi umferð eða  ökutæki.  Hverfisráð bendir á að það getur  orsakað slysahættu að láta umferð sem slíka mætast, þar sem hross eru all felst hrædd við hjólandi og gangandi umferð.   Hverfisráð óskar eftir að  sett verði upp skilti á móts við áður nefnd skilti sem banna gangandi  og hjólandi umferð á reiðvegum innan Tjarnabyggðar.   Árið 2018 gerðu hestamannafélagið Sleipnir og Árborg með sér samning um að viðhald reiðvega í Tjarnabyggð verði hluti af viðhaldi reiðvega í Árborg.  Árborg jók fjármagn til viðhalds reiðvega til næstu  3 ára vegna þess. Með þessu samkomulagi er Árborg að tryggja aukið fé og samfellt viðhald reiðvega í Tjarnabyggð til næstu 3 ára.  Þess vegna er óskiljanlegt að hönnun gang- og hjólreiðstígs sé í samræmi við núverandi deiliskipulag.   Hverfisráð bendir einnig á að ekkert landrými er fyrir hjóla eða göngustíg í gegnum Tjarnabyggð.   Við bendum á að einn möguleiki væri að fara með stíginn út fyrir byggðina og fylla upp í skurð sem þar er og leggja stíginn ofan á hann.  Þar sem Árborg ynni að kolefnisjöfnun innan Árborgar og gæti mögulega fengið styrki til verkefnisins.   Hverfisráð mótmælir þessum framkvæmdum inn í Tjarnabyggð og að ekki farið sé eftir gildandi deilisskipulagi.    Eðlilegt er að það sem framkvæmt hefur verið inn í byggðina verði fjarlægt og henni lokað aftur.    Hverfisráð Sandvíkurhrepps óskar skýringa frá Sveitarfélagninu Árborg vegna þessara framkvæmda.          Rætt um bókunina og hún síðan samþykkt.
  1. Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja og umhverfissviðs.
  Hverfisráð býður Atla Marel velkomin til starfa og vonast eftir góðu samstarfi. Atli Marel kynnti sig og sín störf.  Miklar framkvæmdir eru framundan og til stendur að styrkja mannvirkja og umhverfissvið. Rætt var um ýmis mál eftir kynningu Atla m.a. um hitaveitu og mun Atli skoða þau mál.  Þá var einnig rætt um viðhald vega í Tjarnabyggð, sem er ábótavant.  Atli sagði málið vera í farvegi og leggur hverfisráðið áherslu á að því verði hraðað.  
  1. Lækjamótavegur.
               Hverfisráð ítrekar bókun um þetta mál frá síðasta fundi og og óskar skjótra svara.   Fundi sliti kl. 17:32.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica