3. fundur íþrótta- og menningarnefndar
3. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. mars 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1202261 - Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Guðmunda Ólafsdóttir kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins. Fram kom að hún er búin að taka saman lista yfir þau hús sem eru byggð í sveitarfélaginu fyrir 1946 en það eru um 220. Uppsetning á þeim upplýsingum sem birtast á vefnum er nánast klár og kortasjáin tilbúin til að byrja að setja þessi hús inn. Markmiðið er að ná 10-20 húsum fyrir Vor í Árborg en þá er ætlunin að vígja vefinn formlega. Fram kom hjá Guðmundu að tímafrekt sé að taka viðtöl við einstaklinga og vinna úr þeim upplýsingum og því sé ekki raunhæft að stefna á að fleiri hús verði komin inn á vefinn fyrir vígsluna, betra sé að vanda til verks og gefa sér þann tíma sem þarf til að klára hvert hús. Guðmundu falið að vinna áfram að verkefninu eftir þeim ábendingum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1301321 - Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins |
|
Lögð fram gögn frá þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem bjóða upp á starf fyrir börn varðandi þær spurningar sem Þorlákur Helgi Helgason, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista lögðu fram á 1. fundi nefndarinnar. Örfá félagasamtök hafa ekki skilað inn öllum upplýsingum en starfsmaður nefndarinnar mun klára að safna saman þessum upplýsingum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar. Einnig lagt til að óskað verði eftir upplýsingum um önnur gjöld sem foreldrar eru að borga tengd æfingum og keppnisferðum. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1301075 - Bæjar- og menningarhátíðir 2013 |
|
Lögð fram tillaga að uppsetningu á viðburða- og menningardagskrá í Sveitarfélaginu Árborg 2013. Fram kom að rúmlega 25 viðburðir eða hátíðir eru fyrirhugaðar í sveitarfélaginu á þessu ári en svo má búast við mörgum minni viðburðum á íþrótta- og menningarsviðinu. Kjartan fer yfir þær hugmyndir sem eru komnar á blað í tengslum við menningarmánuðinn október og biður nefndarmenn að huga að nýjum hugmyndum fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
4. |
1303043 - Málefni Byggðasafns Árnesinga |
|
Lýður Pálsson, safnstjóri, kom inn á fundinn til að fara fyrir málefni Byggðasafns Árnesinga. Lýður greinir frá því starfsárið 2012 og minnist á sýningu um skipasmíðar í Sjóminjasafninu og sunnlenska ólympíufara sem var í Húsinu. Taldi hann að vegna fjölda sýninga hafi því miður ekki verið hægt að sinna skráningu og rannsóknarstörfum sem er miður og má rekja deilur innan stjórnar til þessa þáttar. Lýður fer yfir að sjóminjasafnið sé í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en Byggðasafn Árnesinga sjái um daglegan rekstur samkvæmt samningi. Húsin séu þó komin til ára sinna og það þurfi að leggja í ákveðið viðhald á þeim sem fyrst en hætta er á að þau skemmist ef ekkert er gert, fyrir utan hvað ljótt sé fyrir gesti að sjá Sjóminjasafnið svona ryðgað. Lýður tekur fram að hann hafi bent starfsmönnum og kjörnum fulltrúum á þetta og vonar að hægt verði að koma viðhaldinu í farveg sem fyrst. Byggðasafnið keypti hús sem nefnist Kirkjubær á Eyrarbakka og er stefnan að gera það klárt til sýningar á þessu ári. Starfsárið 2013 lítur annars vel út og hafa margir hópar komið á safnið í vetur, talsverð aukning frá síðustu árum. Skráningarátak er í gangi núna á safninu og uppsetning sýninga í fullum gangi. Sýningar á þessu ári eru t.a.m. "Ljósmóðir" og "Handritin heim" í Húsinu en þær opna 9. og 10.maí nk. á Vori í Árborg. Annað verkefni sem safnið kemur að sem fagaðili er t.d. stofnun Fischersseturs.
Þorlákur Helgason, S – lista, leggur til að íþrótta- og menningarnefnd móti sér stefnu um framtíð safnsins og nauðsynlegt viðhald á þeim eignum sem falla undir safnið og eru í eigu Sveitarfélagsins Árborgar sem lögð verði fram við bæjarstjórn. Kjartan Björnsson, D-lista, leggur til að málið verði tekið upp aftur á næsta fundi nefndarinnar og afgreitt þá. Samþykkt samhljóða að Þorlákur Helgason taki saman drög að ályktun fyrir næsta fund. |
||
|
||
5. |
1302098 - Landsmót UMFÍ næstu árin |
|
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
6. |
1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun |
|
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
7. |
1301051 - Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar |
|
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
8. |
1302187 - Úttekt HSK á stuðningi sveitarfélaga við aðildarfélög |
|
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
9. |
1303011 - Ráðstefna - ungt fólk og lýðræði |
|
Lagt til að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:25
Kjartan Björnsson |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Þorlákur H Helgason |
|
Björn Harðarson |
Þorsteinn Magnússon |
|
Bragi Bjarnason |