8.10.2014
3. fundur íþrótta- og menningarnefndar
3. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 24. september 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, varamaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Formaður óskar eftir að taka inn mál nr: 1409190 - Hreyfivika í Árborg. Samþykkt samhljóða og fer málið inn aftast undir erindi til kynningar.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1408035 - Menningarmánuðurinn Október 2014 |
Farið yfir drög að dagskrá og fjárhagsáætlun fyrir menningarmánuðinn. Helstu viðburðir eru 16. október - Saga Selfossbíós, sem haldið verður á Hótel Selfossi, 18. október - Rauða húsið á Eyrarbakka, haldið í Rauða húsinu, 26. október - Saga Umf. Stokkseyrar haldið í íþróttahúsinu Stokkseyri, 30. október - Tónleikar ungmennahúss, haldnir í Pakkhúsinu og 31. október - Bifreiðastöð Selfoss - Fossnesti og Inghóll sem haldið verður í Hvíta húsinu á Selfossi. Fram kom að undirbúningur væri í góðum farvegi og þétt dagskrá væri á öllum menningarkvöldunum. Einhverjir viðburðir gætu bæst við frá öðrum aðilum og verður þeim bætt við dagskrá mánaðarins jafnóðum á heimasíðu Árborgar. Starfsmanni nefndarinnar falið að ganga frá dagskrá og setja auglýsingu í héraðsblöðin, á netið og í útvarp. Dagskrárdrög og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða. |
|
2. |
1409180 - Áherslur ÍMÁ fyrir fjárhagsáætlun 2015 |
Rætt um áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunarvinnuna. Nefndin leggur áherslu á að fyrirkomulag menningarstyrkja verði með óbreyttum hætti. Umræða var um framtíðaruppbyggingu íþrótta- og menningarmannvirkja í sveitarfélaginu. Nefndin leggur ríka áherslu á að bæjaryfirvöld fari í þá vinnu að móta sér stefnu til framtíðar í málaflokkunum. Setja þyrfti ákveðið fjármagn í þessa vinnu til að vinna kostnaðaráætlanir og greiningar á möguleikum í uppbyggingu, m.a. að hraðað verði samvinnu við hagsmunaaðila íþróttahreyfingarinnar um uppbyggingaráform, húsnæðismál mjólkursafnsins og uppbyggingu menningarsalarins og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að þeim málum sem voru rædd og koma inn í fjárhagsáætlunarvinnuna. Samþykkt samhljóða. |
|
3. |
1408033 - Málefni Selsins 2014 - frístundaklúbbur fatlaðra 16+ |
Lögð fram drög að þjónustukönnun fyrir starfsemi frístundaklúbbsins Selsins. Ætlunin er að halda áfram að þróa og bæta starf Selsins og er könnunin liður í því. Samþykkt samhljóða. |
|
4. |
1408037 - Styrkbeiðni frá ungmennaráði vegna ungmennaskipta |
Áður á dagskrá 1.fundar |
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði styrkt enda um mjög jákvætt verkefni að ræða hjá ungmennum í sveitarfélaginu. |
|
Erindi til kynningar |
5. |
1409190 - Hreyfivika í Árborg |
Sveitarfélagið mun taka þátt í hreyfiviku eða "Move Week" dagana 29. sept. - 5. október. Boðið verður upp á fyrirlestur o.fl. þessa daga og hvetur nefndin íbúa til að taka þátt í vikunni. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |