Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.11.2018

3. fundur íþrótta- og menningarnefndar

3. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 16. október 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. Mætt: Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, B-lista Guðmundur Kr. Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista Karolina Zoch, nefndarmaður, D-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: Almenn afgreiðslumál 1. 1808119 - Menningarmánuðurinn október 2018 Ólafur Rafnar Ólafsson kemur inn á fundinn og fer yfir stöðu mála gagnvart menningarmánuðinum október 2018. Fram kom að viðburðir hafi gengið vel hingað til en margir spennandi viðburðir eru eftir í mánuðinum. Rætt um skipulag þeirra viðburða í mánuðinum og er Ólafi falið að halda áfram eftir þeim upplýsingum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða. 2. 1707234 - Hönnun Sigtúnsgarðs - undirbúningur framkvæmda Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt kemur inn á fundinn og fer yfir tillögur að skipulagi í Tryggvagarði, Sigtúnsgarði, Heiðarvegsróló og svæði við Engjaveg. Fram kom hjá Hermanni að hugmyndirnar sem eru komnar á blað séu unnar upp úr íbúafundi sem haldinn var í vor og tillögum sem hafa komið fram á fésbókarsíðu verkefnisins. Líflegar umræður á fundinum um hugmyndirnar og kom meðal annars fram tillaga um að setja upp lágan hlaðinn vegg meðfram Tryggvagarði Austurvegarmegin sem hljóðvist fyrir garðinn. Nefndin þakkar Hermanna kærlega fyrir kynninguna en tillögurnar fara nú í áframhaldandi kynningu til bæjarstjórnar. Nefndin leggur áherslu á að skipulagið í heild sinni sé unnið samhliða uppbygginu miðbæjarins á Selfossi. Samþykkt samhljóða. 3. 1808122 - Fjárhagsáætlun menningar- og frístundasviðs Árborgar 2019 Bragi Bjarnason fer yfir fjárhagsáætlun fyrir málaflokka menningar- og frístundasviðs. Fram kom að áætlanir fyrir árið 2019 séu í takt við aðrar hækkanir hjá sveitarfélaginu en bæjarstjórn á síðan eftir að fjalla um þær. Samþykkt samhljóða. 4. 1810117 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2018 Rætt um skipulag uppskeruhátíðar ÍMÁ sem fram fer í lok desember ár hvert. Ákveðið að hátíðin fari fram fimmtudaginn 27. desember kl.19:30 í hátíðarsal FSu og er starfsmanni nefndarinnar falið að bóka salinn og halda áfram undirbúningi. Farið var yfir reglugerð fyrir kjör íþróttakonu og -karls Árborgar og ákveðið að ræða betur á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. 5. 1809115 - Uppbygging menningarsalarins í Hótel Selfoss Rætt um stöðu mála gagnvart menningarsalnum og tillögu Kjartans Björnssonar, fulltrúa D-lista um stofnun starfshóps um uppbyggingu menningarsalarins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að bæjarstjórn leggi fjármuni strax í salinn til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsnæðinu. Samþykkt samhljóða. 6. 1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg Lögð fram kynningargögn frá Alark Arkitektum sem kynntar voru 2. október sl. um mögulega framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossvelli. Ákveðið að ræða betur á næsta fundi og fá nánari kynningu á hugmyndum. Samþykkt samhljóða. 7. 1809143 - Tillaga UNGSÁ um tíma fyrir íbúa 60 ára og eldri til hreyfingar í íþróttahúsum Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir góða tillögu og áhuga á málefninu. Fram kom að félag eldri borgara fái aðstöðu í íþróttahúsum sveitarfélagsins í dag sem er þá helst nýtt undir boccia æfingar. Starfsmaður nefndarinnar mun kanna áhuga félags eldri borgara í sveitarfélaginu á fleiri tímum sem gætu þá nýst undir almenna hreyfingu en það er mjög jákvætt að nota lausa tíma í íþróttahúsum fyrir hádegi sé áhugi á því. Samþykkt samhljóða. 8. 1809142 - Tillaga UNGSÁ um menningarsalinn Nefndin þakkar erindið frá Ungsá og tekur undir tillögu ráðsins. Vísað er í ákvörðun nefndarinnar undir 5.lið og jafnframt lögð áhersla á að fulltrúi úr ungmennaráði fái sæti í starfshópnum. Samþykkt samhljóða. 9. 1809233 - Unglingalandsmót árin 2021 og 2022 Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við HSK mun halda unglingalandsmótið árið 2020 á Selfossi og því telur nefndin ekki tímabært að sækja strax um að halda aftur unglingalandsmót árið 2021 eða 2022. Samþykkt samhljóða. Erindi til kynningar 10. 1810038 - Tillaga frá fulltrúum D lista vegna kvikmyndarinnar "Lof mér að falla" Lagt fram til kynningar. Fram kom að forvarnarhópur Árborgar væri með málið til úrvinnslu hjá sér en nú þegar er búið að ákveða foreldrasýningu á myndinni þri. 23.október nk. kl. 17:30 og málþing á eftir þar sem málefni myndarinnar er rætt við foreldra. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:23 Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Kr. Jónsson Jóna Sólveig Elínardóttir Kjartan Björnsson Karolina Zoch Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica