3. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
3. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 20. desember 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista
Þorsteinn Magnússon, varaformaður, D-lista
Erling Rúnar Huldarsson, nefndarmaður, S-lista
Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Andrés Rúnar Ingason sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi
Fulltrúi S - lista óskaði eftir að taka inn með afbrigðum mál nr.1012086. Samþykkt samhljóða og fer málið inn sem 6 liður.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 1011118 - Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2010
Áður á dagskrá 2. fundi nefndarinnar
Farið yfir dagskrárdrög vegna uppskeruhátíðar sem og rætt um fyrirkomulag sérstakra styrkja og viðurkenninga sem sveitarfélagið veitir á hátíðinni. ÍTÁ hvetur íbúa til að mæta á uppskeruhátíðina þann 28.desember nk. sem haldin verður í sal FSu og hefst kl.20:00.
2. 1012075 - Hvatningarverðlaun ÍTÁ 2010
Málið rætt og ákvörðun verður kynnt á uppskeruhátíð ÍTÁ.
3. 1011088 - Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar
Áður á dagskrá 2. fundi nefndarinnar
Farið yfir stöðu mála. Rætt um færslu félagsmiðstöðvarinnar yfir í húsnæði Pakkhússins og þá skerðingu sem verður á starfsemi beggja stofnanna miðað við fjárhagsáætlun ársins 2011. ÍTÁ óskar eftir gögnum um nýtingu beggja húsanna sem lögð verði fyrir næsta fund.
4. 1011178 - Hvatning - vinna gegn unglingaskemmtunum á vínveitingastöðum
ÍTÁ tekur undir áhyggjur Saman hópsins og leggur til að forvarnahópar Sveitarfélagsins Árborgar taki málið til umræðu. íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
5. 1011137 - Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 11.-13. nóvember 2011
ÍTÁ tekur vel í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
6. 1012086 - Fyrirspurnir til ÍTÁ frá fulltrúa S - lista
Fulltrúi S - lista leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var í síðustu viku er gert ráð fyrir verulega skertum framlögum til félags- og ungmennastarfs í sveitarfélaginu. Undirritaður óskar eftir að fá upplýsingar um hvað skerðingin verður mikil í krónum.
2. Skerðing á framlögum til ungmennastarfs hlýtur að hafa neikvæð áhrif á það mikla uppbyggingarstarf sem búið er að leggja í á undanförnum árum. Undirritaður leggur til að nefndin vinni áætlun sem miði að því að áhrif skerðingarinnar verði sem minnst á ungmennastarf í sveitarfélaginu.
3. Hver er heildarniðurskurður til þeirra mála sem íþrótta og tómstundanefnd hefur með að gera.
Svör verða lögð fyrir næsta fund.
7. 1011165 - Norrænir styrkir - menningarhátíð fyrir börn og ungmenni
Lagt fram.
8. 1011145 - Húsnæðismál júdó og taekwondo
ÍTÁ fagnar því að niðurstaða hafi fengist í málið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19.05
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson
Andrés Rúnar Ingason
Bragi Bjarnason