15.3.2018
3. fundur nýs Hverfisráðs Selfossi
Fundur hverfisráð Selfoss í ráðhúsi Selfoss þriðjudaginn 19.september 2017
Fundur setur 20:05
Mættir eru: Sveinn Ægir Birgisson, , María Marko, Lilja Kristjánsdóttir, Valur Stefánsson og Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi
Forföll boðuðu: Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Fundargerð ritar Sveinn Ægir Birgisson
- Byggingaraðili við Gráhellu hefur er með vinnusvæði við Hraunhellu. Þar er t.d. 13 gámar á svæðinu sem hafa ekki stöðuleyfi, 1200 lítrar af steinolíu auk mikils byggingarmagn og þá hefur fokið mikið af rusli og drasli af svæðinu. Hverfisráð spyr bæjarráð hvort framkvæmdaraðila má gera svona laga og skorar á byggingarfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila.
- Stór malarfjall við Eyraveginn. Ekki boðlegt inní miðjum bæ
- Vantar lýsingu við Árveg. Þegar gengið er göngustíginn meðfram Ölfusá í átt að HSu vantar ljósastaura. Aðeins er lýsing hinnu meginn við götuna en þegar göngustígurinn færist frá götunni þar sem æfingar tækin eru við árbakkan vantar lýsingu.
- Mæti fjölga skiltum af sögu bæjarins líkt og er við Ölfusá og hringtorgið við brúna. T.d. væri hægt að koma með sögu af barnaskólanum og Tryggvagarði.
- Oft á tíðum var sláttur á túnum bæjarins ekki góður dögum og jafnvel vikum saman. Hverfisráð leggur til að bæjarráð skoði þann mögulega að bjóða verkið út næsta sumar.
- Þurf er á að klippa gróður frá ljósastaurum í bænum, þá sérstaklega í eldri hverfum þar sem trjágróður heftir götulýsingu.
- Lýsing við göngustíginn við Fossheiði. Göngustígurinn frá ,,Horinu“ vestur eftir Fossheiði þarf meiri götulýsingu. Aðeins er lýsing örðum meginn við götuna og þar sem hinn stígurinn er meira notaður bráðvantar lýsingu.
- Nýji göngustígurinn sem er verið að leggja við Engjaveginum vantar tenginu inná annan göngustíg þegar komið er á gatnamót Engjavegur og Kirkjuvegar. Einnig þörf á góðum kanti.
- Hverfisráð væri til í að sjá fleiri bílastæði við pulsuvagnsplanið og við nærliggjandi staði. Einnig er mikil flöskuháls fyrir framan Ísbúð Huppu þegar komið er inná planið af Eyravegi.
- Skorum á bæjarráð að pressa Vegagerðina að fá nýja Ölfusárbrú sem fyrst.
- Umferðaljós við gatnamót Austurvegar og Rauðholts.
- Laga og mála Vallaskóla og umhvefi.
- Hverfisráð biðlar til hundaeigendur að passa uppá lausagöngu hunda sinna.
- Fá upplýsingarskilti um reglur um skráningu hunda við hundasleppusvæðið. Hvað er innifalið með skráingunni? Eining spyr hverfisráð hvort einhver afsláttur sé við það að hafa fleiri en einn hund skráðan hjá sveitarfélaginu og hvort hægt sé að greiða greiðsluna í nokkurum hlutum þegar skráð er gæludýr.
- Hvetjum sveitarfélagið til að fjölga ruslatunnum um bæinn og jafnvel gefa hundaeigendum skítapoka.
- Hvetjum sveitarfélagið til að skoða það hvort þeir hundar sem eru náðir af dýraeftirlitsmanni og eru ekki skráðir, hvort eigandinn ætti ekki að borga sekt og skilt að skrá dýrið.
- Hví er miklu dýrara að skrá hund en kött í sveitarfélaginu? Er ekki kominn tími til að endur hugsa gjaldið og minka muninn milli hunda og kattagjalds.
Fund lokið 21:25