3. fundur skipulags- og byggingarnefndar
3. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 17. ágúst 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista,
Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður D-lista,
Jón Jónsson, varamaður D-lista,
Kjartan Ólason, nefndarmaður S-lista,
Björn Harðarson, varamaður B-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson. aðstoðarbyggingafulltrúi,
Dagskrá:
1. 1007087 - Óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokk I (heimagisting) að Rein, Þykkvaflöt 4, 820 Eyrarbakki.
Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi, Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss.
Samþykkt.
2. 0909016 - Umsókn um leyfi fyrir skilti við Langholt 1, 800 Selfoss.
Umsækjandi: Byko ehf, kt: 460169-3219, pósthólf 40, 202 Kópavogi.
Málinu frestað, á meðan að endurskoðun á reglugerð fyrir skilti stendur yfir.
3. 0607037 - Erindi frá bæjarráði Árborgar um úthlutun lóða nr. 3 og 5 við Larsenstræti.
Samþykkt.
4. 1008013 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir geymsluskúr að Baugstjörn 14, 800 Selfoss. Umsækjandi: Arnleif M. Kristinsdóttir, kt: 180940-3329, Baugstjörn 14, 800 Selfoss.
Samþykkt með fyrivara um samþykki nágranna.
5. 1004206 - Erindi frá bæjarráði Árborgar um ákvörðun nýtingarhlutfalls á lóð að Túngötu 9, 820 Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0.2, líkt og meðal nýtingarhlutfall er í götunni.
6. 1007092 - Erindi frá bæjarráði Árborgar, beiðni um að taka upp viðræður við Vegagerðina um legu Votmúlavegar við Austurkot.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við vegagerðina um legu vegar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Gunnar Egilsson
Tómas Ellert Tómasson
Hjalti Jón Kjartansson
Jón Jónsson
Kjartan Ólason
Björn Harðarson
Guðmundur Elíasson
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson