30. fundur leikskólanefndar
30. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 24. september 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Kristín Eiríksdóttir leikskólafulltrúi ritaði fundagerð
Leikskólanefnd býður Kristínu Traustadóttir velkomna í leikskólanefnd.
Dagskrá:
- 1. 0802044 - Vígsla Jötunheima
Leikskólanefnd leggur til að vígsla Jötunheima verði 2. nóvember 2008. - 2. 0809109 - Stefnumótun um framtíðaruppbyggingu leikskólamannvirkja í Árborg
Vegna áframhaldandi fjölgunar íbúa í Árborg hafa á árinu 2008 verið í skoðun möguleikar á fjölgun íbúðarhúsalóða og annarra byggingarsvæða á Selfossi. Ekki liggja fyrir tillögur að skipulagi en áætlað er að þær verði lagðar fram á árinu 2009. Einnig hefur verið spáð fyir um fjölgun íbúa næstu árin og skoðuð rýmisþörf fyrir leikskóla. Í ljósi mikillar fólksfjölgunar telur leikskólanefnd nauðsynlegt að farið verði í frekari stefnumótun um uppbyggingu á leikskólamannvirkjun á selfossi. Leikskólanefnd telur að stofna þurfi vinnuhóp sem nýtir þá vinnu sem hefur farið fram og er í gangi, í stefnumótun um uppbyggingu leikskólamannvirkja. Að þeim vinnuhópi komi m.a. bæjarstjórn, byggingar- og skipulagsnefnd, leikskólanefnd, embættismenn sveitarfélagsins og eftir atvikum utanaðkomandi ráðgjafar.
Að framansögðu beinir því leikskólanefnd því til bæjarráðs Árborgar að farið verði sem fyrst í frekari stefnumótun um uppbyggingu leikskólamannvirkja og stofnaður vinnuhópur sem skipaður verði hagsmunaaðilum sem tengjast málefnum leikskola í sveitarfélaginu. - 3. 0802088 - Fundargerðir leikskólafulltrúa, sérkennsluráðgjafa og leikskólastjóra í Árborg
Til kynningar - 4. 0801083 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2008
Til Kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:30
Sædís Ósk Harðardóttir
Róbert Sverrisson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Kristín Traustadóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Kristín Eiríksdóttir