Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.2.2007

30. fundur bæjarráðs

 

30. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 01.02.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, D-lista, bæjarráðsmaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701117
Fundargerð menningarnefndar Árborgar, 6. fundur,



frá 22.01.07


b.


0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar



frá 25.01.07


c.


0701118
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar



frá 25.01.07

 

1a) -liður 2, bæjarráð fagnar tillögu nefndarinnar og felur bæjarstjóra að ræða við formann nefndarinnar og verkefnisstjóra um nánari útfærslu á tillögunni.

 

1b) -liður 18 a) bæjarráð felur Framkvæmda- og veitusviði að gera tímasetta aðgerðaáætlun um framkvæmd umferðarskipulags sveitarfélagsins fyrir lok mars n.k.
-liður 18 c) bæjarráð felur Framkvæmda- og veitusviði að undirbúa vinnu við gatnagerð í öðrum verkhluta við Ólafsvelli, enda er verkið á fjárhagsáætlun.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0701126
Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 263. og 264. fundur



frá 08.12.06 og 12.01.07

 

2a) 264. fundur. Bókun meirihluta bæjarráðs:
Meirihluti bæjarráðs Árborgar lýsir miklum vonbrigðum með að stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands skuli ekki tilnefna fulltrúa frá Sveitarfélaginu Árborg í verkefnisstjórn um háskólanám á Suðurlandi, í stað Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra.
Meirihluti bæjarráðs.

Bókun Snorra Finnlaugssonar, D-lista:
Stjórn AÞS var einróma um að tilnefna fulltrúa félagsins í verkefnisstjórn um háskólanám úr sínum röðum og halda í heiðri þeirri svæðaskiptingu sem viðhöfð hefur verið í samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi. Bendi ég að Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi í Árborg er í verkefnisstjórninni og má með bókun meirihlutans líta svo á að hann sé ekki fullgildur sem fulltrúi Árborgar þar og er það miður fyrir hann.

Bókun meirihluta bæjarráðs:
Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi í Árborg er tilnefndur í verkefnisstjórnina af stjórn Fræðslunets Suðurlands og hefur setið sem slíkur frá upphafi, þ.m.t. á sama tíma og Stefanía Katrín Karlsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri. Ekki verður séð hvaða forsendur hafa breyst nú þegar stjórnin ákveður nýjan fulltrúa í verkefnisstjórnina. Undrun vekur að formaður Atvinnuþróunarfélagsins, bæjarfulltrúi Árborgar Snorri Finnlaugsson, geri ekki athugasemdir við þessa skipan mála.
Meirihluti bæjarráðs.

 

Lagðar fram.

 

3. 0612047
Útboð á tryggingum sveitarfélagsins 2007 -

Lögð voru fram gögn um samanburð á tilboðum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Sjóvá um tryggingar sveitarfélagsins.

4. 0609044
Félagslegar leiguíbúðir - tillaga um að fresta áformum um sölu á félagslegum leiguíbúðum um óákveðinn tíma

Formaður bæjarráðs lagði til að bæjarráð Árborgar samþykki að fresta um ótilgreindan tíma áformum um sölu félagslegra leiguíbúða. Þó skuli sérstaklega skoðað þegar íbúð á sölulista losnar, hvert ástand hennar er og ákvörðun tekin út frá því hvort tilgreind íbúð skuli seld eða endurbætt og leigð áfram á vegum sveitarfélagsins.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks hafa nú látið undan þrýstingi annarra í meirihlutanum og frestað aftur sölu á félagslegum íbúðum. Þetta gera þeir þrátt fyrir þá sannfæringu sína sem þeir hafa lýst yfir að stefna beri að því að fækka íbúðum í eigu sveitarfélagsins og nota önnur úrræði til að mæta þörfum þess fólks sem þarf aðstoð í húsnæðismálum.
Með því að selja þær 8 íbúðir sem eftir eru af þeim 11 sem ráðgert var að selja myndi sveitarfélagið losa fé uppá að minnsta kosti 50 milljónir þegar búið er að draga áhvílandi skuldir frá söluverði íbúðanna, fyrir utan það fé sem sparast þegar íbúðirnar verða teknar úr rekstri sveitarfélagsins.
Þeim fjármunum tel ég betur varið til ýmissa annarra brýnna verkefna í þágu íbúa Árborgar fremur en að binda þá í fasteignum. Því greiði ég atkvæði á móti því að fresta sölunni.

Bókun meirihluta bæjarráðs:
Í tillögu meirihlutans kemur fram að fresta skuli sölu fyrrgreindra íbúða, enda er það í samræmi við þörf þá sem til staðar er í sveitarfélaginu. Ákvörðun þessi er í samræmi við stefnu meirihlutans í fjölskyldu- og félagsmálum eins og fram kemur í málefnasamningi. Með fjármunum sem renna til þessa máaflokks er verið er að koma til móts við fólk sem býr við erfiðar aðstæður.
Fulltrúar meirihluta bæjarráðs.

Bókun Margrétar K. Erlingsdóttur:
Bæjarfulltrúi D-lista telur ástæðu til að bóka um sannfæringu bæjarfulltrúa B-listans í bæjarstjórn Árborgar í velferðarmálum. Athygli vekur að bæjarfulltrúinn er að gera öðrum bæjarfulltrúum upp skoðanir í bókun sinni.

 

Bókun Snorra Finnlaugssonar, D-lista:
Í meirihlutasamstarfi B- og D-lista á síðasta ári þrýstu bæjarfulltrúar B-lista á að hafin yrði sala á félagslegum íbúðum. Ég get ekki túlkað það öðruvísi en svo að það hafi verið gert af sannfæringu.


5. 0701145
Ósk um umsögn - reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum -

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglugerðardrögin.

6. 0701150
Sýningin Árborg 2007- beiðni 2B Company ehf um samstarf við sveitarfélagið -

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

7. 0604034
Minnisblað bæjarritara um dagskrárliðinn "önnur mál" –

 

Bæjarráð vísar minnisblaðinu til formanna nefnda og samþykkir að dagskárliðurinn “önnur mál” verði ekki á dagskrá nefndarfunda.

 

8.  0701022
Svar við fyrirspurn fulltrúa D-lista frá 11.01.07- - um fjölda tilbúinna lóða í Árborg

Lagðar voru fram upplýsingar um atvinnulóðir.

9.  Erindi til kynningar:

 

a) 0701105
Átak Evrópuráðsins gegn heimilisofbeldi -

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

b) 0701140
Kynning á þróunarverkefninu Vaxtarsprotar - fjölbreytt atvinnusköpun í sveitum -

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.

c) 0701096
Norræna skólamálaráðstefnan maí 2007 -

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til kynningar.

d) 0701107
Skýrsla menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2001/2002, 2002/2003 og 2003/2004 -

Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:37.

Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica