30. fundur bæjarráðs
30. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501026 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 8. fundur haldinn 4. mars -liður 6, 1502032 gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2. 1502042 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 826. fundur haldinn 27. febrúar Lagt fram. 3. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 239. fundur haldinn 2. mars Lagt fram. Erindi til kynningar 4. 1503063 - Ályktun Félags eldri borgara á Selfossi, dags. 19. febrúar sl., um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Árborg Bókunin var lögð fram. Bæjarráð tekur undir ályktunina, enda er hún í samræmi við fyrri ályktanir sveitarfélagsins um þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. 5. 1501179 - Boðun Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, erindi dags. 2. mars 2015 Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir