Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.4.2013

30. fundur fræðslunefndar

30. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 14. mars 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.

 Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla,

Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Gunnar Már Kristjánsson, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
 

Dagskrá:

 

Almenn afgreiðslumál

1.

1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar

 

Drög frá stýrihópi lögð fram en stefnan byggir á efni frá mörgum aðilum skólasamfélagsins í Árborg, m.a. frá hugarflugs- og samráðsfundum. Fulltrúar í fræðslunefnd voru ánægðir með plaggið en komu með nokkrar ábendingar. Nefndin samþykkir skólastefnuna og felur stýrihópnum að klára verkið út frá stefnudrögunum og framkomnum athugasemdum.

 

   

2.

1303061 - Leikskóladagatal 2013-2014

 

Tillögur að leikskóladagatali 2013-2014 frá Álheimum, Árbæ, Brimveri og Æskukoti, Hulduheimum og Jötunheimum.  Leitast var við að samræma skipulagsdaga, m.a. að höfðu samráði við skólastjóra grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar.

 

3. 1303063 – Skóladagatal 2013-2014

 

 

Tillögur að skóladagatali 2013-2014 fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar sem hafa einnig fengið umfjöllun í skólaráðum grunnskólanna.

4.

 

1303051 - Forvarnir og verklag sem tengist líðan og velferð barna í leikskólum Árborgar

 

Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu og samþykkir verklagsreglurnar sem eru leiðbeinandi fyrir starfsfólk leikskóla. Þar er m.a. fjallað um afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar, forvarnir, fræðslu, hlutverk starfsmanna og tilkynningar til barnaverndar. Reglurnar voru unnar m.a. í samráði við félagsmálastjóra og félagsráðgjafa hjá barnavernd.

 

   

Erindi til kynningar

5.

1301025 - Aðalnámskrár leikskóla og grunnskóla

 

Til kynningar áætlanir um innleiðingu nýrra aðalnámskráa leik- og grunnskóla frá öllum leikskólum og grunnskólum í Árborg.

 

   

6.

1303053 - Sameiginlegar valgreinar í grunnskólum Árborgar 2013-2014

 

Á 26. fundi fræðslunefndar 8. nóvember 2012 tók fræðslunefnd undir tillögur ungmennaráðs um að auka tengsl og samstarf þvert á skóla sveitarfélagsins. Óskað var eftir frekari tillögum frá skólastjórnendum og fræðslustjóra. Nú liggur fyrir samkomulag um að tvær sameiginlegar valgreinar verða í boði í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsiuz skólaárið 2013-2014, annars vegar félagsmálaval og hins vegar hljóð, mynd- og kvikmyndavinnsla.

 

   

7.

1303040 - Skólavogin

 

Kynning fræðslustjóra á Skólavoginni og virkni hennar í ytra mati á starfi og rekstri grunnskóla Árborgar í samanburði við önnur sveitarfélög. Stefnt er að því að kynna reglulega niðurstöður viðhorfskannana sem gerðar eru hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki. Einnig birtast í Skólavoginni niðurstöður samræmdra prófa, m.a. 5 ára meðaltöl. Allt þetta efni nýtist fræðsluyfirvöldum í Árborg þegar áherslur eru lagðar í sérfræðiþjónustu og fleiru sem snýr að þróun skólastarfsins.  

 

   

8.

1108086 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun

 

Jafnréttisstefna Sveitarfélagsins Árborgar 2013-2015 til kynningar. Skólastjórnendur og aðrir stjórnendur sveitarfélagsins hafa þegar fengið kynningu á stefnunni en meginmarkmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að því að konum og körlum sé ekki mismunað í þjónustu og starfsemi Árborgar. Fræðslunefnd hvetur leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til að taka mið af stefnunni í störfum sínum. 

 

   

9.

1301027 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra

 

Til kynningar fundargerð frá 26. febrúar 2013.

 

   

10.

1109098 - Skólastefna Sveitarfélagsins Árborgar

 

Til kynningar fundargerðir stýrihóps frá 15. febrúar og 4. mars 2013.

 

   

11.

1301047 - Sumarlokanir leikskóla 2013

 

Til kynningar bréf leikskólakennara til formanns fræðslunefndar og fræðslustjóra sem var móttekið 12. febrúar 2013. Einnig svarbréf dags. 25. febrúar 2013.

 

   

12.

1303057 - Upplýsingatækni og skólastarf í Árborg

 

Til kynningar nokkur minnisblöð sem snúa að notkun á spjaldtölvum í námi og kennslu. Fræðslunefnd fagnar því að fagleg umræða fari fram hjá skólafólki í Árborg um það hvernig best sé að nýta upplýsinga­tæknina í námi og kennslu. Málið verður tekið aftur á dagskrá fræðslunefndar í vor.

 

   

13.

1301048 - Skólaráð Sunnulækjarskóla

 

Til kynningar 27. fundur haldinn 6. mars 2013.

 

   

14.

1303077 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Til kynningar 19. fundur haldinn 11. mars 2013.

 

   

15.

1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013

 

Til kynningar 146. stjórnarfundur 15. febrúar 2013 og 147. fundur frá 27. febrúar 2013. Undir þessum dagskrárlið var bréf, dags. 21.2.2013, frá Hveragerðisbæ um úrsögn Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands lagt fram til kynningar en bréfið hefur þegar verið lagt fram í bæjarráði.

 

   


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:15
 
  

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

  Ragnheiður Guðmundsd.

Brynhildur Jónsdóttir

 

   Arna Ír Gunnarsdóttir

Andrés Rúnar Ingason

 

    Guðbjartur Ólason

Eygló Aðalsteinsdóttir

 

   Már Ingólfur Másson

Málfríður Garðarsdóttir

 

Gunnar Már Kristjánsson

Ingibjörg Harpa Sævarsd.

 

    Þorsteinn Hjartarson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica