Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.2.2012

30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2012  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri,
Andrés Rúnar Ingason, áheyrnarfulltrúi.

 

Ingvi Rafn Sigurðsson boðaði forföll.

 

Dagskrá:

 

1.  0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
 Framkvæmda- og veitustjórn felur tækni- og veitustjóra að taka saman greinargerð um framkvæmdir við Björgunarmiðstöðina á Selfossi.
   
2.  1202237 - Fráveitutenging við Hrísholt 4- Selfossi
 Stjórnin þakkar fyrir erindið.Tækni- og veitustjóra falið að svara bréfritara.
   
3.  1107047 - Sjóvarnaskýrsla 2011
 Sjóvarnaskýrslan lögð fram. Í framhaldi af ábendingum stjórnarinnar hefur sjóvarnargarðurinn við Rjómabúið við Baugsstaðaós verið færður úr forgangsflokki D í C.
   
4.  1202273 - Umhverfisverkefni sumarið 2012
 Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að skipa verkefnishóp um umhverfismál í sveitarfélaginu.

 

Greinargerð:
Verkefnishópinn skipi Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, Marta María Jónsdóttir og Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir úr umhverfisdeild sveitarfélagsins. Hópurinn mun marka áherslur í umhirðumálum sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að Sveitarfélagið Árborg sé ávallt í fremstu röð þegar kemur að umhirðu og ásýnd umhverfisins.
Verkefnishópurinn skili fundargerðum til framkvæmda- og veitustjórnar og starfi út kjörtímabilið.
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt.
 
Fulltrúi S-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.
 
„Bókun fulltrúa S-lista:
Það er skoðun undirritaðs að ekki sé eðlilegt að kjörnir fulltrúar eigi sæti í starfshópi sem er ætlað það hlutverk að skilgreina einstaka verkefni eða innkaup á framkvæmdasviði.
Þegar hefur verið samþykkt fjárhags- og fjárfestingaráætlun fyrir sviðið. Það er því eðlilegt að starfsmenn sveitarfélagsins, yfirmenn hinna einstöku málaflokka, beri ábyrgð á og stjórni verkefnum og innkaupum svo að þau rúmist innan þess fjárhagsramma sem þegar hefur verið afgreiddur af stjórn tækni- og veitusviðs og bæjarstjórn.“
Eggert Valur Guðmundsson, S- lista.
 
   
5.  1201064 - Umferðarskipulag við Austurveg
 Lagðar voru fram tillögur Vegagerðarinnar um breytt skipulag við Austurveg. Stjórnin telur að þörf sé á víðtækara samráði við fagnefndir og hagsmunaaðila innan sveitarfélagsins um gerð breytts umferðarskipulags við Austurveg. Tillagan fjallar að hluta til um framtíðarskipulag miðbæjar Selfoss, og því um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir verslun, þjónustu og íbúa sveitarfélagsins.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

 


Elfa Dögg Þórðardóttir  
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson  
Jón Tryggvi Guðmundsson
Andrés Rúnar Ingason  

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica