18.8.2016
30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1605337 - Borun á ÞK-18 |
|
Farið yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er á að borun hefjist í haust og verði lokið fyrir áramót. |
|
|
|
2. |
1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri |
|
Deiliskipulag hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Fjármögnun verkefnisins er vísað til fjárfestingaráætlunar 2017. |
|
|
|
3. |
1508018 - Umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla |
|
Farið yfir umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla og samþykkt að halda áfram með málið samkvæmt fyrri ákvörðun framkvæmda- og veitustjórnar. |
|
|
|
4. |
1608018 - Athugasemd við umgengni á opnu svæði sveitarfélagsins norðan við Hótel Selfoss |
|
Stjórnin ákveður að láta vinna hugmyndir að skipulagi á opnu svæði norðan við Hótel Selfoss. |
|
|
|
5. |
1608019 - Fagrahella 13 -kvörtun vegna þrengsla við bílastæði. |
|
Stjórnin ákveður að núverandi göngustígur verði ekki færður en haldið verði áfram með þær úrlausnir sem hafnar eru. Settir verða stuðlabergssteinar meðfram göngustíg og aðkoma breikkuð samkvæmt því. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |