Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.8.2016

30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

30. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1605337 - Borun á ÞK-18
Farið yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er á að borun hefjist í haust og verði lokið fyrir áramót.
2. 1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
Deiliskipulag hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Fjármögnun verkefnisins er vísað til fjárfestingaráætlunar 2017.
3. 1508018 - Umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla
Farið yfir umferðarmál á Engjavegi austan Reynivalla og samþykkt að halda áfram með málið samkvæmt fyrri ákvörðun framkvæmda- og veitustjórnar.
4. 1608018 - Athugasemd við umgengni á opnu svæði sveitarfélagsins norðan við Hótel Selfoss
Stjórnin ákveður að láta vinna hugmyndir að skipulagi á opnu svæði norðan við Hótel Selfoss.
5. 1608019 - Fagrahella 13 -kvörtun vegna þrengsla við bílastæði.
Stjórnin ákveður að núverandi göngustígur verði ekki færður en haldið verði áfram með þær úrlausnir sem hafnar eru. Settir verða stuðlabergssteinar meðfram göngustíg og aðkoma breikkuð samkvæmt því.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson   Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson   Jón Tryggvi Guðmundsson
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica