18.5.2017
30. fundur íþrótta- og menningarnefndar
30. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. maí 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, menningar- og tómstundafulltrúi
Axel Viðarsson, fulltrúi D-lista boðaði forföll.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017 |
|
Rætt um mögulega dagskrárliði í menningarmánuðinum október 2017. Margir möguleikar ræddir en ákveðið að stefna á 3-4 skipulagða viðburði og mögulega bæta við öðrum góðum hugmyndum. - 120 ára afmæli Eyrarbakkahrepps - 70 ára afmæli Selfosshrepps - Kvikmyndasýning - Fjölmenningardagur Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa dagskrárliðina samkvæmt þeim hugmyndum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1705187 - 17.júní hátíðarhöldin 2017 |
|
Bergsveinn Theódórsson og Kolbrún Lilja Guðnadóttir komu inn á fundinn til að ræða 17. júní hátíðarhöldin á Selfossi. Fjölmargir nýir dagskrárliðir eru á döfinni í dagskrá hátíðarinnar í bland við hefðbundna liði. Starfsmaður nefndarinnar verður áfram í sambandi við skipuleggjendur varðandi liði sem sveitarfélagið kemur beint að. |
|
|
|
3. |
1705175 - Hreyfivika 2017 |
|
Farið yfir nokkrar hugmyndir fyrir hreyfivikuna og t.d. nefnt - Frítt í sund - Kynningardagar hjá líkamsræktarstöðvum - Gönguferðir - Virkja þátttöku íþróttafélaga, grunn- og leikskóla og félags eldri borgara - Hlaupahópar - Fræðslufyrirlestrar Starfsmaður nefndarinnar vinnur áfram að þátttöku sveitarfélagsins í Hreyfivikunni 29. maí - 4. júní 2017. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. |
1705091 - Vímuefnanotkun ungs fólks í Árborg, 8.-10. bekkur árið 2017 |
|
Skýrsla rannsóknar og greiningar um vímuefnanotkun ungs fólks í Árborg (8. - 10. bekkur) lögð fram. Niðurstöðurnar í heild jákvæðar fyrir unglinga í Árborg sem er mjög ánægulegt. |
|
|
|
5. |
1704176 - 95. þing HSK |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
1702346 - Ungt fólk og lýðræðið 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 7:50
Kjartan Björnsson |
|
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
|
Estelle Burgel |
Bragi Bjarnason |
|
|