30. fundur skipulags- og byggingarnefndar
30. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn þriðjudaginn 30. október 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður, S-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra, Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Birkir Pétursson, starfsmaður. 
 
 Dagskrá:
| 
 Samþykktir byggingarfulltrúa  | 
||
| 
 1.  | 
 1210101 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir Hlöðuvallahús að Austurvegi 69 hjá S.G. húsum á Selfossi. Umsækjandi: Ferðafélag Árnesinga, Austurvegi 6, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1210029 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskiptum, fyllingu undir steinlög og frágangi á lóð við Tryggvaskála. Umsækjandi: Skálafélagið Tryggvatorgi 1, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1210113 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílskúr að Grundartjörn 5, Selfossi. Umsækjandi: Halla Eiríksdóttir, Grundartjörn 5, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 1210140 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir breytingu inni og úti að Vallholti 24, Selfossi. Umsækjandi: Ólafur Guðmundsson, Eyjahrauni 1, 815 Þorlákshöfn  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 1210086 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu eftir bruna að Eyravegi 35, Selfossi. Umsækjandi: Set ehf Eyravegi 43, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1210154 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir girðingu umhverfis bílastæði að Litla-Hrauni. Umsækjandi: Fangelsið Litla-Hrauni, Litla-Hraun, 820 Eyrarbakka  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
 
 
  | 
|
| 
 Almenn afgreiðslumál  | 
||
| 
 7.  | 
 1205364 - Miðbæjarskipulag Selfossi, áður á fundi 3.október sl.  | 
|
| 
 Þráinn og Sigurður kynntu stöðu á vinnu við deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Samþykkt er að kynna tillögu að deiliskipulagi á opnum fundi eftir 2 vikur.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 1208123 - Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts.  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 1208114 - Fyrirspurn um breytingar á lóð að Kerhólum 9-17, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Eðalbyggingar ehf, Gagnheiði 61 , 800 Selfoss  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti þar sem ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 1208115 - Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun að Austurvegi 52, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir hafa borist. Umsækjandi Vöruþjónustan ehf  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.  | 
||
| 
 
  | 
 
 
 
  | 
|
| 
 11.  | 
 1207010 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Engjavegi 12, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Jóhann Frímann Helgason, Engjavegi 12, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir bílskúr fyrir sitt leyti þar sem ekki komu fram athugasemdir við grenndarkynningu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 1207092 - Deiliskipulagstillaga að Heilbrigðisstofnun Suðurlands, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 1207066 - Deiliskipulagstillaga að Eyrarbraut 49-57 Stokkseyri, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist.  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagstillögunni, þar sem tekið verður mið af fram komnum athugasemdum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 1210112 - Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Kirkjubæ, Eyrarbakka. Umsækjandi: Byggðasafn Árnesinga  | 
|
| 
 Erindið verður grenndarkynnt að Miklagarði, Norðurkoti og Smáratúni.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 1210114 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 7 jólahús, svið og gám í miðbæjargarðinum. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg, Austurvegur 2, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 16.  | 
 1210111 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hjólabrettapalla á grenndarvöll við Tryggvagötu og Dranghóla. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 17.  | 
 1209124 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn veitingastaðar í flokki I að Tryggvagötu 40 Selfossi. Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi, Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Nefndin gerir ekki athugasemdir við veitingarekstur án vínveitinga með opnunartíma til 23.  | 
||
| 
 
  | 
 
 
  | 
|
| 
 18.  | 
 1210146 - Flutningur á húsinu Ingólfi  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við eiganda.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 19.  | 
 1210145 - Búfjárhald í þéttbýli  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma með minnisblað um starfsreglur varðandi búfjárhald.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Eyþór Arnalds                                              
 Tómas Ellert Tómasson 
Hjalti Jón Kjartansson                                   
Íris Böðvarsdóttir 
Grétar Zóphoníasson                                     
Bárður Guðmundsson 
Snorri Baldursson                                         
Gísli Davíð Sævarsson 
Birkir Pétursson