31. fundur bæjarráðs
31. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 08.02.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, varamaður Margrétar K. Erlingsdóttur
Snorri Finnlaugsson, D-lista, bæjarráðsmaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Samþykkt var samhljóð að taka á dagskrá með afbrigðum málefni er varða göngubrú yfir Ölfusá og samkeppni um miðbæjarskipulag.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
|
0607075 |
frá 01.02.07 |
1a, -liður 1, bæjarráð tekur undir varnaðarorð umhverfisnefndar en leggst ekki gegn því að veiðisvæði fyrir dragnót fyrir Suðurlandi verði í samræmi við önnur veiðisvæði umhverfis landið, enda verði gætt verndunar lífríkis og mikilvægra hrygningarsvæða.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
|
Engar.
3. 0702004
Mótmæli í tilefni af lokun deildar á leikskólanum Hulduheimum -
Undirskriftalistinn lagður fram.
Meirihluti bæjarráðs þakkar foreldrum barna á leikskólanum Hulduheimum einlægan áhuga á málefnum skólans og því starfi sem þar fer fram. Bæjarráð vill koma því á framfæri við undirskrifendur að engar breytingar hafa orðið á innritunarreglum á leikskóla sveitarfélagsins frá því sem verið hefur. Ef að til staðar eru laus pláss eftir að öllum tveggja ára börnum með lögheimili í sveitarfélaginu hefur verið boðið pláss þá er
heimilt að bjóða þau börnum frá 18 mánaða aldri. Þeir fimm starfsmenn
sem getið er um í texta með undirskriftalista voru allir með tímabundna ráðningarsamninga sem runnu út í byrjun febrúar. Þeim var tilkynnt að ekki yrði um endurnýjun samnings að ræða.
Meirihluti bæjarráðs ítrekar fyrri yfirlýsingar frá sveitarfélaginu um að lokun umræddrar deildar á Hulduheimum mun ekki hafa í för með sér skerðingu á þjónustu við þau börn sem eru í leikskólanum. Faglega er staðið að endurskipulagningu á deildum með það að leiðarljósi að breytingarnar valdi sem minnstri röskun fyrir börnin. Lokunin mun heldur ekki lækka þjónustustig leikskóla í Árborg. Fyrir liggur að öllum börnum sem eru á biðlista eftir plássi og fædd eru 2005, stendur til boða pláss í leikskólum Árborgar þegar elsti árgangurinn, börn á 6. aldursári, hefur grunnskólagöngu í ágúst næstkomandi.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég tek undir afstöðu foreldra barna á leikskólanum Hulduheimum og harma þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að nýta ekki nýjustu og bestu aðstöðu sveitarfélagsins fyrir leikskólastarf og gefa ekki öllum 18 mánaða börnum í Árborg kost á leikskólavist. Þessi ákvörðun er skref afturábak í leikskólamálum í Árborg.
4. 0702001
Beiðni um umsögn um skiptingu á landi nr. 202077 úr Nýja-Bæ –
Bæjarráð staðfestir landskiptin.
5. 0604034
Ákvörðun bæjarstjórnar um endurskoðun á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköpum bæjarstjórnar nr. 396/2000 og erindisbréfa nefnda -
Bæjarritara og bæjarstjóra falið að gera tillögur að endurskoðun og leggja fyrir bæjarráð.
6. 0701156
Uppsögn á hluta leigusamnings í tengslum við skiptingu Veitunnar í tvö beitarhólf, sjá fundargerð landbúnaðarnefndar frá 05.01.07, bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins 18.01.07 -
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu landbúnaðarnefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að fara yfir verklag við útleigu beitarlands.
7. 0411019
Samningur um kaup á byggingarrétti að Heiðmörk 2, Selfossi - forkaupsréttur sveitarfélagsins –
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
8. 0504045
Upplýsingar frá Vegagerð ríkisins um kostnað við gerð 2+2 vegar frá Reykjavík til Selfoss -
Bréfið lagt fram. Bæjarráð Árborgar ítrekar fyrri samþykktir sínar um tvöföldun Suðurlandsvegar og krefst þess að í samgönguáætlun verði nú þegar gert ráð fyrir lagningu 2+2 vegar frá Reykjavík til Selfoss, auk nýrrar brúar yfir Ölfusá.
9. Göngubrú yfir Ölfusá
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð Árborgar skorar á samgönguráðherra að láta meta kosti þess að gera göngubrú yfir Ölfusá við Selfoss og meta kostnað við slíka framkvæmd. Jafnframt skorar bæjarráð á samgönguráðherra og Alþingi að tryggt verði að framkvæmd við slíka göngubrú verði inni í þeirri samgönguáætlun sem áætlað er að Alþingi afgreiði á næstu vikum.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
10. Samkeppni um miðbæjarskipulag
Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð staðfestir niðurstöðu dómnefndar vegna samkeppni um miðbæjarskipulag og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við höfunda verðlaunatillögu, ASK arkitekta, um áframhaldandi vinnu við deiliskipulag á umræddu svæði.
Bæjarráð samþykkir að fyrir lok febrúar verði haldinn opinn kynningarfundur á Selfossi þar sem verðlaunahugmyndin verði kynnt og fólki gefinn kostur á að ræða hana við hönnuði og dómnefnd. Jafnframt er samþykkt að stofna rýnihóp þar sem fulltrúum hagsmunaaðila á miðbæjarsvæðinu og fulltrúum Miðbæjarfélagsins verði gefinn kostur á þátttöku með fulltrúum bæjaryfirvalda.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að fullt samráð verði haft við alla aðila sem að málinu koma. Jafnframt lýsum við áhyggjum okkar yfir hversu mikið byggingarmagn er fyrirfram bundið í samningum við Miðjuna ehf. sem hætt er við að geri úrlausn málsins erfiða.
11. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55
Jón Hjartarson
Þorvaldur Guðmundsson
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir