Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.4.2008

31. fundur bæjarstjórnar

31. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson B listi,
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Snorri Finnlaugsson D listi
Ari B. Thorarensen, varamaður, D-listi
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
 
Í upphafi fundar risu fundarmenn úr sætum og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista,  minntist Páls Lýðssonar með svohljóðandi bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Árborgar harmar mjög skyndilegt fráfall Páls Lýðssonar sagnfræðings og bónda í Litlu-Sandvík en hann lést í umferðarslysi á Eyrarbakkavegi þann áttunda apríl.

Páll lét til sín taka á fjölmörgum sviðum auk bústarfanna. Hann stundaði ritstörf og kennslu, tók að sér ábyrgðarstörf fyrir bændur og á sviði sveitarstjórnarmála þar sem hann starfaði í  hreppsnefnd, Héraðsnefnd Árnesinga og ýmsum stjórnum byggðasamlaga og stofnana í héraðinu.  Hann var um árabil oddviti og hreppstjóri í Sandvíkurhreppi sem þá var í miklu samstarfi við Selfossbæ og bar aldrei skugga á það samstarf. Í oddvitatíð hans fóru Sandvíkurhreppur, Eyrarbakki, Stokkseyri og Selfoss í sameiningarviðræður sem leiddu til þess að  Sveitarfélagið Árborg varð til. 

Bæjarstjórn Árborgar sendir  fjölskyldu og aðstandendum Páls Lýðssonar innilegar samúðarkveðjur.

Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá hamingjuóskir til íþróttafélags FSu vegna góðs árangurs í körfubolta. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar:

•1.  a) 0801044
Fundargerðir umhverfisnefndar                           frá 06.03.08
b) 84. fundur bæjarráðs Árborgar                        frá 13.03.08

•2.  a) 0803067
Fundargerð þjónustuhóps aldraða                         frá 05.03.08
b) 0801026
Fundargerð skólanefndar grunnskóla                    frá 13.03.08
c) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar           frá 13.03.08
d) 85. fundur bæjarráðs Árborgar                          frá 26.03.08

•3.   a) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar Árborgar                      frá 19.03.08
b) 0801039
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar                 frá 19.03.08
c) 0801047
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                 frá 27.03.08
d) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar               frá 27.03.08
e) 86. fundur bæjarráðs Árborgar                              frá   3.04.08

1a) Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð umhverfisnefndar frá 5. mars 2008, 4. lið, 0802162, reglugerð um öryggi leikvallatækja og leikvalla.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði að til standi að fara í endurbætur á skólalóð Vallaskóla, Sandvík.

2d) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls vegna 12. liðar, 0803104, lántökur 2008, og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

  • 1) Hverjar eru ástæður lántökunnar og hvernig á að verja lánsfjármagninu?
  • 2) Hver er skuldastaða sveitarfélagsins um þessar mundir, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að skuldir hækki úr 5.472 milljónum í 6.211.
  • 3) Hve mikið hafa erlend lán hækkað frá áramótum?

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Á árinu 2007 var ekki að fullu gengið frá langtímafjármögnun ársins vegna óhagstæðrar stöðu á lánamörkuðum, Sveitarfélagið Árborg beið eins og aðrir eftir því að sú staða batnaði.  Á ársfundi Lánasjóðs sveitarfélaga kom m.a.fram að vegna óhagstæðra aðstæðna hafi margir af lántakendum sjóðsins kosið að fjármagna sig til skamms tíma og fresta langtímalántökum.  

Þau lán sem hér um ræðir eru að hluta ætluð til þess að ganga frá langtímafjármögnun ársins 2007.  Lántökuáætlun vegna ársins 2008 kemur fram í fjárhagsáætlun þar sem jafnframt eru tilgreindar þær framkvæmdir sem áætlað er að fara í.  Það sem af er árinu hafa m.a. staðið yfir framkvæmdir við Sunnulækjarskóla á Selfossi, BES á Stokkseyri, leikskólann Leirkeldu á Selfossi og við viðbygging leikskólans á Stokkseyri. Þessar framkvæmdir eru allar fjármagnaðar með lánsfé. 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til bæjarstjóra. Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni.

2d) Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls vegna 10. liðar, 0803048, ályktanir kennarafunda grunnskóla Árborgar um álagsgreiðslur og lagði fram tillögu vegna álagsgreiðslna kennara:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og bæjarritara að ganga til viðræðna við forsvarsmenn kennara.

Greinargerð:
Nauðsynlegt er að hlusta á sjónarmið kennara og slá ekki erindið út af borðinu. Þá hefur skólanefnd ályktað um að tekið verði jákvætt í erindi kennarafundar. Mikilvægt er að Árborg sé í fremstu röð hvað varðar aðbúnað og kjör starfsfólks sveitarfélagsins. 

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð f.h. sveitarfélagsins í kjaraviðræðum við KÍ. Meirihluti bæjarstjórnar bindur vonir við að samningsaðilar nái samningum sem aðilar verða sáttir við.

2d) liður 13, 0803103, beiðni um vilyrði fyrir lóð, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til meirihlutans. Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurninni.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.

2d) liður 10, 0803048, Eyþór Arnalds, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

3e), liður 3, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, mál nr. 0803007, skilrúm milli salerna í Vallaskóla, málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði.

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, og lagði fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að þegar verði ráðist í nauðsynlegar lagfæringar á skilrúmum á milli salerna í Vallaskóla. Framkvæmda- og veitusviði verði falið að sjá um framkvæmdina.

Greinargerð:
Aðstöðu í Vallaskóla er ábótavant eins og fram hefur komið áður. Mikilvægt er að aðbúnaður sé þannig að ekki sé augljós hætta á einelti og því einboðið að færa salerni Vallaskóla til nútímahorfs.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Helgi Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Eins og fram kemur í fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 27. mars 2008 var Fjölskyldumiðstöð falið að leysa málið í samvinnu við skólann. Sú vinna er í gangi.

Afgreiðsla meirihluta bæjarráðs frá 85. fundi var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, kom á fundinn kl. 17:55 og vék Ari B. Thorarensen þá af fundi.

3e) liður 5, 0802041, fyrirspurn starfsmanna í Vallaskóla varðandi það hvort sveitarfélagið sé tilbúið að greiða styrk í stað heilsueflingarátaks, málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði.

Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.

Afgreiðsla meirihluta bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Fulltrúar D-lista harma hvernig að "Sideline" verkefninu hefur verið staðið, en farið var í það án útboðs. Ljóst er að veruleg óánægja er með fyrirkomulagið og óvíst hvort að það standist skoðun. Þá hafa starfsmenn óskað eftir öðrum úrræðum og fengið höfnun. Í þessu felst mismunun. Það ber að nýta fjármuni sveitarfélagsins vel á óvissutímum og er ljóst að gera þarf úttekt á þessu máli þegar verkefninu lýkur. 

3e) liður 8,  0709044, beiðni Fjölskyldumiðstöðvar um að komið verði fyrir viðbótarhúsnæði við Sunnulækjarskóla fyrir heimasvæði skólavistunar,  málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að skipa vinnuhóp til að vinna tillögur að framtíðarlausn í húsnæðismálum skólavistunar í Sunnulækjarskóla. Vinnuhópurinn verði skipaður: Skólastjóra Sunnulækjarskóla, verkefnisstjóra fræðslumála, framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs sem jafnframt verði formaður. Vinnuhópurinn skili tillögum til bæjarráðs eigi síðar en 30. september 2008.

Greinargerð:
 Ekki er unnt að sætta sig við bráðabirgðalausnir á húsnæðisvanda skólavistunar. Þetta á ekki síst við um Sunnulækjarskóla sem er vel útfærður skóli á landsvísu. Í september hvatti skólanefnd ,,bæjarstjórn að vinna að framtíðarlausn skólavistunarinnar sem allra fyrst, í samráði við skólanefnd og aðra sem hlut eiga að máli." Nú er rétt að taka áskoruninni og setja málið í farveg.

Gert var fundarhlé.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Fulltrúar D-lista lýsa yfir vonbrigðum með þá stefnu meirihlutans að auka enn á bráðabirgðalausnir í skólamálum. Bráðabirgðalausnir eru dýrar og óhentugar og þeim ber að hafna.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Þegar er unnið að úrlausnum og framtíðarskipan þessara mála innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. 

Afgreiðsla meirihluta bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir sérstaklega og samþykktar samhljóða.

  • II. Önnur mál:

•a)      0802092

Breyting á nefndaskipan V-lista - skólanefnd

Lagt var til að Valgeir Bjarnason verði aðalmaður í skólanefnd og Sigrún Þorsteinsdóttir verði varamaður í nefndinni. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

Lagt var til að Þórir Haraldsson verði formaður skólanefndar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista, sitja hjá.

•b)      0802091

Breyting á nefndaskipan D-lista - framkvæmda- og veitustjórn

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði til að Elfa Dögg Þórðardóttir taki sæti Snorra Finnlaugssonar í framkvæmda- og veitustjórn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B, S og V lista sátu hjá.

•c)      0802091

Breyting á nefndaskipan D-lista - skipulags- og  bygginganefnd

  Lagt var til Ari B. Thorarensen taki sæti Elfu Daggar Þórðardóttur, Björn Gíslason verði varamaður í nefndinni.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B, S og V lista sátu hjá.

  • d) 0712066

Tillaga um breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda, fyrri umræða

Breyting á gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda var lögð fram. Lagt var til að tillögunni verði vísað til síðari umræðu.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • e) 0804040

Tillaga um ritun sögu leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg

Jón Hjartarson, V-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að láta rita  sögu leikskóla í sveitarfélaginu. Elsti leikskóli sveitarfélagsins varð 40 ára 1. apríl s.l. og er við hæfi á þeim tímamótum að skrásetja sögu leikskóla í sveitarfélaginu, sem nú er tíu ára. Heiðdísi Gunnarsdóttur, fyrrum leikskólafulltrúa, verði falin umsjón með rituninni. Kostnaður við gerð ritsins er áætlaður um 2.000.000 kr. og verður greiðslum skipt á tvö ár,  greiðsla sú sem gert er ráð fyrir á þessu ári rúmast innan fjárhagsáætlunar Fjölskyldumiðstöðvar 2008, en gert verður ráð fyrir eftirstöðvum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Nýverið var samþykkt að skrásetja sögu Árborgar vegna 10 ára afmælis sveitarfélagsins. Sú hugmynd að ráðast nú í að rita sögu leikskólanna að auki er tvíverknaður og flokkast því undir bruðl. Mikilvægt er að nýta fjármuni sveitarfélagsins sem best, enda mýmörg brýn mál sem bíða.

  • f) 0804041

Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að bæjarstjórn samþykki að fella niður gjöld í sundlaugar sveitarfélagsins fyrir börn

Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gjöld í sundlaugar sveitarfélagsins fyrir börn yngri en 16 ára

Greinargerð: 

Sund er einhver besta hreyfing sem völ er á fyrir allt fólk, ekki síst börn. Þá er mikið forvarnargildi fólgið í að hvetja yngstu kynslóðina til að stunda sund í sveitarfélaginu. Aðgerð þessi útheimtir ekki nýtt kerfi eða bein útgjöld vegna þessarar ákvörðunar. Þá er rétt að benda á að börnum fylgja fullorðnir og má ætla að fleiri nýti sér sundlaugar sveitarfélagsins fyrir bragðið. Sambærilegar ráðstafanir í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi hafa aukið aðsókn og nýtingu sundlauganna. 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista: Forgangsröðun meirihlutans orkar tvímælis. Sund er almenningsíþrótt og fjölskyldusport. Reynsla annarra sveitarfélaga sýnir að ekki verður kostnaður af ráðstöfun sem þessari. Það er því miður að þessi leið sé ekki farin í Árborg.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár fjallaði meirihlutinn um ýmsar leiðir til að efla búsetugæði í sveitarfélaginu.  Ein þeirra leiða var að veita börnum og ungmennum frían aðgang að sundstöðum. Miðað við þá aðstöðu sem nú er í Sundhöll Selfoss getur orkað tvímælis að fara í aðgerðir til að auka aðsókn að Sundhöllinni og því skynsamlegra að tengja þessa ákvörðun nýframkvæmdum við sundlaugarsvæðið. Meirihlutinn stefnir að því að frá árinu 2009 hafi börn og ungmenni frían aðgang að sundstöðum.   Á árinu 2008 er gert ráð fyrir verulega auknu fjármagni til íþrótta- og tómstundastarfs og frá og með haustinu 2008 verða veittir tómstundastyrkir til barna og ungmenna.  Við hækkun gjaldskrár að sundstöðum í Árborg 2008 var ákveðið að hækka ekki barnagjald og hefur það haldist óbreytt frá árinu 2006. 

  • g) 0804042

Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að bæjarstjórn samþykki að ganga til viðræðna við eigendur Hótels Selfoss um kaup á menningarsal

Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:

Bæjarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við eigendur Hótels Selfoss um kaup á menningarsal. Bæjarstjóra verði falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum hótelsins. 

Greinargerð: 

Mikil verðmæti liggja ónotuð í menningarsal þeim sem er í Hótel Selfoss. Forsvarsmenn hótelsins hafa ítrekað óskað eftir viðræðum um kaup sveitarfélagsins og má ætla að þar megi ná hagstæðum samningum fyrir sveitarfélagið með því að nýta þessa fjárfestingu. Ætla má að nýbygging sé mun kostnaðarsamari aðgerð, auk þess sem samlegðaráhrif við hótelið eru umtalsverð. Á tímum hækkandi verðlags og þungrar skuldabyrði er mikilvægt að sveitarfélagið nýti sér hagfelldar leiðir í stað þess að stofna til nýrra framkvæmda með ófyrirséðum kostnaði. Rétt er því að fullkanna þessa leið og falla frá áformum um byggingu nýs menningarhúss á meðan. Heildarstærð menningarsalar er samkvæmt fasteignamati 1365m2. Stærð salarins er 650 m2 með sviði og er kjallari undir sal um 300 m2  Hér er þó ótalinn inngangur, salernisaðstaða, aðgangur að bílastæðum og að sjálfsögðu nýtingar möguleikar á öðrum rýmum hótelsins. Það eru teiknuð 328 sæti í salinn þessi tala er ekki alheilög þar sem sætafjöldi fer eftir þeirri tegund sæta sem veljast í salinn. Ef gert er ráð fyrir kaupvirði að upphæð 90m kr. og miðað er við birta stærð hjá FMR má ætla að fermetraverðið verði um 66 þúsund krónur. Verður það að teljast lágt verð fyrir sérhannað húsnæði á besta stað. Forsvarsmenn Hótelsins hafa boðist til að taka við ígildi fasteignagjalda sem greiðslu og væri því unnt að kaupa eignina án lántöku fyrir sveitarfélagið. Framkvæmdir eru fjármagnaðar með lánum í Árborg og aðgangur að lánsfé er dýr og takmarkaður og því hlýtur allt ofangreint að skipta miklu máli við ákvarðanatöku.

Gert var fundarhlé.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Þegar leggja á í stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjóna samfélaginu til lengri tíma er mikilvægt að ákvarðanir séu teknar að vel athuguðu máli.  Því samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Árborgar nú í vetur að láta vinna vandaða þarfagreiningu vegna framtíðarhúsnæðis fyrir menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Leitað var til Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri með verkefnið og er vinna við þarfagreiningu vegna menningarhúsnæðis í Árborg hafin. Áætlað er að henni ljúki nú í sumar.  Í þeirri vinnu verður m.a. lagt mat á það húsnæði sem þegar er til staðar í sveitarfélaginu, skoðað hvaða starfsemi búi við góðan kost og hvar úrbóta sé þörf.  Þarfagreiningin mun byggja á úttekt á því lista- og menningarstarfi sem nú er stundað í sveitarfélaginu og því sem fyrirsjáanlegt er að muni bætast við á næstu árum.  Rætt verður m.a. við forsvarsmenn einstakra listgreina til að ná fram afstöðu þeirra sem bera hitann og þungann af fjölbreyttu menningarstarfi í Árborg.  Í þessari vinnu þarf sem fyrr segir að vega og meta kosti þess húsnæðis sem þegar er til staðar, þar með talinn er ófullgerður menningarsalur í Hótel Selfoss. Gerðar verða tillögur um framtíðarhúsnæði fyrir menningarstarfsemi, m.a. um hvort rétt sé að byggja nýtt menningarhús og hvort og þá hvernig heppilegast sé að ný


Þetta vefsvæði byggir á Eplica