64. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember nk. í Grænumörk 5, Selfossi kl. 16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 148. fundi bæjarráðs frá 30. október sl. liður 6. viðauki við fjárhagsáætlun 2025.
Viðauki nr. 7
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar(A og B hluta) er neikvæð um kr. 108.741.009,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 14.625.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 110.722.404,- og lækkar
því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um kr. 581.892.000,- eftir
að viðauki er samþykktur. Viðaukanum er mætt lækkun á handbæru fé - 2505050 - Miðtún 15-15a - Deiliskipulagsbreyting
Eftirfarandi verður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember nk. Miðtún 15- 15a - Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóðar Miðtúns 15- 15a. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina innan deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra íbúða raðhús á lóðinni.
Samhliða er gert ráð fyrir að hámarkshæð húsanna verði lækkuð úr 8 m í 5.9 m og að hámarks byggingarmagn verði minnkað úr 678 fm í 520 fm. - 506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting
Eftirfarandi verður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember nk. Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 17.9.2025, til kynningar og umsagnar skv. 40. gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar Tryggvagata 36, á Selfossi. Tillagan var í kynningu frá 25.9.2025 til og með 17.10.2025.
„Tillaga deiliskipulagsbreytingar tekur til lóðar Tryggvagötu 36. Í breytingunni felst breytt notkun á svæðinu úr leikskóla í íbúðarhúsnæði. Skilgreindir eru byggingareitir, hæðir húsa, hámarksbyggingarmagn, svæði undir bílastæði á lóð
og nýr göngustígur sem liggur með fram lóðinni. Lóðamörk eru óbreytt. Gert er ráð fyrir einu 3ja hæða íbúðarhúsi ásamt skýli fyrir hjóla- og sorpgeymslu á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir kjallara undir húsum. Þriðja hæð íbúðarhússins skal vera inndregin a.m.k. um 3 m á langhlið og 2 m á skammhliðar. Heildarfjöldi íbúða í húsinu geta orðið allt að 40. Heildarbyggingarmagn er að hámarki 3.000 m2 og nýtingarhlutfall er um 0,97.“
Athugasemdir bárust frá íbúum við Sigtún 31 og 34, auk íbúa við Tryggvagötu nr. 32 og 34. Þá barst ein athugasemd frá Skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. - 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Eftirfarandi verður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember nk.
Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 17.9.2025, til kynningar og umsagnar skv. 40. gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillögu að deiliskipulagi vegna hluta opins svæðis OP1 við Tryggvagötu, sunnan Lóurima og norðan við
Sunnulækjarskóla. Tillagan var í kynningu frá 25.9.2025, til og með 17.10.2025. „Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.“
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Fundargerðir - 2509030F - Ungmennaráð - 8/2025
8. fundur haldinn 29. september. - 2509032F - Eigna- og veitunefnd - 45
10. fundur haldinn 7. október. - 2509029F - Skipulagsnefnd - 51
51. fundur haldinn 8. október. - 2510006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 23
23. fundur haldinn 8. október. - 2510013F - Bæjarráð - 146
146. fundur haldinn 16. október. - 2510014F - Ungmennaráð - 9/2025
9. fundur haldinn 13. október. - 2510023F - Bæjarráð - 147
147. fundur haldinn 22. október. - 2510018F - Umhverfisnefnd - 24
24. fundur haldinn 21. október. - 2510019F - Velferðarnefnd - 20
20. fundur haldinn 21. október. - 2510022F - Eigna- og veitunefnd - 46
46. fundur haldinn 21. október. - 2510029F - Bæjarráð - 148
148. fundur haldinn 30. október.
Bragi Bjarnason,
bæjarstjóri