16.2.2017
31. fundur bæjarstjórnar
31. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viktor Stefán Pálsson, varamaður, S-lista.
Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Viktor Pálsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1.
a) 1701027
Fundargerð fræðslunefndar 28. fundur frá 12. janúar
https://www.arborg.is/60532-2/
b) 97. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 19. janúar
https://www.arborg.is/97-fundur-baejarrads-2/
2.
a) 98. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 2. febrúar
https://www.arborg.is/98-fundur-baejarrads-2/
3.
a) 1701024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 31. fundur frá 1. febrúar
https://www.arborg.is/31-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/
b) 99. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 9. febrúar
https://www.arborg.is/99-fundur-baejarrads-2/
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, samanber 99. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 7, málsnr. 1611003 - Umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
- liður 11, málsnr. 1701126 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum lögnum að dælustöð við Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
- liður 12, málsnr. 1511199 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum við enda Ölfusárbrúar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
- liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. Febrúar, lið 2, málsnr. 1701154 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 2. febrúar, lið 3, málsnr. 1701162 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 3 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, lið 4, 20, 21 og 22 – Umsóknir um lóðir í Álalæk.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.
- liður 3 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar - Heimagisting og rekstrarleyfi.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 3 b) Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 9. febrúar, lið 5, málsnr. 1702022 – Heimsókn formanns Atorku.
- liður 3 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar - Stöðuleyfi fyrir gáma og umhirða lóða.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 7, málsnr. 1611003 – Umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1, Selfossi. Lagt er til að breytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 11, málsnr. 1701126 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum lögnum að dælustöð við Hraunsstekk. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. febrúar, liður 12, málsnr. 1511199 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum við enda Ölfusárbrúar. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt.
- Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II.
1611041
Kosning í hverfisráð Árborgar 2017
Eyrarbakki, Sandvíkurhreppur, Selfoss og Stokkseyri
Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Eyrarbakka:
Siggeir Ingólfsson, formaður
Guðbjört Einarsdóttir
Rúnar Eiríksson
Gísli Gíslason
Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Sandvíkurhrepps:
Margrét Kr. Erlingsdóttir, formaður
Anna Valgerður Sigurðardóttir
Páll Sigurðsson
Aldís Pálsdóttir
Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Selfoss:
Sveinn Ægir Birgisson, formaður
Valur Stefánsson
María Marko
Lilja Kristjánsdóttir
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Varamaður:
Böðvar Jens Ragnarsson
Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði kosnir í hverfisráð Stokkseyrar:
Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður
Svala Norðdal
Kosning í hverfisráð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Árborgar býður nýja aðila velkoma í hverfisráð og færir þeim aðilum sem frá hverfa þakkir fyrir vel unnin störf.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri tók til máls og lagði til að fela bæjarráði að skipa bæjarfulltrúa sem tengiliði hvers hverfisráðs fyrir sig.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:56
Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Viktor Pálsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari