Almenn afgreiðslumál |
1. |
1704047 - Kaupleiga á iPad spjaldtölvum fyrir nemendur í Árborg |
|
Skólastjóri Vallaskóla og fulltrúi kennara kynntu erindið og fræðslutjóri sagði frá því hvernig að þessu er staðið í sveitarfélögum sem hafa valið þessa leið. Samþykkt að skoða málið betur og fresta afgreiðslunni. Leifur þurfti að fara af fundi kl. 16:58. |
|
|
|
|
|
2. |
1409062 - Uppbygging skólahúsnæðis í Árborg |
|
Skýrsla starfshóps um uppbyggingu skólahúsnæðis í Árborg lögð fram en bæjarráð vísaði henni til fræðslunefndar til umsagnar. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir skýrsluna og líst vel á þær tillögur sem hópurinn setur fram. Lagt er til að farið verði eftir tillögum starfshópsins og fyrstu verkefnin verði: - hefja hugmyndavinnu í haust að stækkun Álfheima í 6 deilda leikskóla - hefja samstarf við arkitekt v/stækkunar Álfheima í upphafi ársins 2018 - gera ráð fyrir fjármagni árið 2018 í undirbúningsvinnu við hönnun og undirbúning að byggingu nýs grunnskóla í Björkustykki - hefja vinnu við endurskoðun skólahverfa á Selfossi á næsta ári. |
|
|
|
3. |
1702034 - Skóladagatal 2017-2018 |
|
Skóladagatöl 2017-2018 lögð fram frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Engin formleg svör hafa borist frá skipuleggjendum haustþinga v/bókunar fræðslunefndar á 30. fundi. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
|
4. |
1702011 - Leikskóladagatal 2017-2018 |
|
Leikskóladagatöl 2017-2018 frá Álfheimum, Árbæ, Brimveri/Æskukoti, Hulduheimum og Jötunheimum lögð fram. Engin formleg svör hafa borist frá skipuleggjendum haustþinga v/bókunar fræðslunefndar á 30. fundi. Leikskóladagatölin samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1602044 - Læsisstefna Árborgar |
|
Vefútgáfa til kynningar. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með uppsetningu og frágang og þakkar öllum sem komu að gerð læsisstefnunnar. |
|
|
|
|
|
6. |
1611240 - Skólastefna Árborgar |
|
Fundargerð stýrihóps frá 24. mars 2017 til kynningar. Samþykkt að fresta fyrirhuguðum hugarflugsfundi þar sem sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu eru með samstarfsfund. |
|
|
|
|
|
7. |
1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Til kynningar. Fundargerðir frá 7. mars 2017 og 4. apríl 2017. |
|
|
|
|
|
8. |
1701099 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra |
|
Til kynningar. - Fundargerð frá 14. mars 2017. - Fundargerð frá 28. mars 2017. - Fundargerð samráðsfundar með verkefnastjóra barnaverndar frá 6. apríl 2017. |
|
|
|
9. |
1608176 - Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla |
|
Til kynningar. Samráðsfundur matráða, sá 6. í röðinni, sem var haldinn 23. mars 2017. |
|
|
|
10. |
1702322 - Námsmat á mörkum skólastiga í Árborg |
|
Til kynningar. Fundargerð stýrihóps frá 30. mars 2017. |
|
|
|
11. |
1704035 - Samstarfsfundur um málefni fatlaðra barna |
|
Til kynningar. Fundargerð samstarfsfundar skólaþjónustu, deildarstjóra sérkennslu, stoðþjónustu, sérdeildar og ráðgjafarþroskaþjálfa frá 28. mars 2017. |
|
|
|
12. |
1703302 - Fundur með Atorku um sumarlokanir leikskóla o.fl. |
|
Til kynningar. Minnisblað sem var ritað um fund með Atorku 31. mars 2017. |
|
|
|
|
|
13. |
1612042 - Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara |
|
Til kynningar. Helstu niðurstöður samstarfsfundar kennara, skólastjóra og sveitarfélags sem var haldinn 22. mars 2017. |
|
|
|
14. |
1704030 - Fréttabréf Jötunheima |
|
Fréttabréf frá apríl 2017 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 27. febrúar 2017. |
|
|
|
15. |
1703255 - Námssmiðja fyrir grunnskólakennara - hvernig eflum við kennslu um mannréttindi? |
|
Til kynningar. Íslandsdeild Amnesty International býður sveitarfélögum upp á námssmiðju um mannréttindafræðslu fyrir grunnskólakennara. |
|
|
|
16. |
1704039 - Læsisráðgjöf til leik- og grunnskóla |
|
Til kynningar. Tölvupóstur til fræðslustjóra frá 5. apríl 2017. Þar kemur m.a. fram að Menntamálastofnun veitir sveitarfélögum og skólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf er varðar læsi í leik- og grunnskólum landsins. |
|
|
|
17. |
1611121 - Lesferill - skimunarpróf Menntamálastofnunar |
|
Til kynningar. Upplýsingapóstur Menntmálastofnunar frá 4. apríl 2017 um framgang vinnu við lesskilningspróf o.fl. |
|
|
|
18. |
1703145 - Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016 |
|
Til kynningar. |
|
|
19. |
1704018 - Undanþágunefnd grunnskóla skólaárið 2017-2018 |
|
Til kynningar. Dreifibréf frá 3. apríl 2017. |
|
|
|
20. |
1704050 - Ráðstefna um menntun 5 ára barna |
|
Auglýsing til kynningar. |
|
|
|
|
|
|
|