Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.4.2017

31. fundur fræðslunefndar

31. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra Kristrún Hafliðadóttir, fulltrúi leikskólastjóra Leifur Viðarsson, fulltrúi kennara Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri   Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1704047 - Kaupleiga á iPad spjaldtölvum fyrir nemendur í Árborg
  Skólastjóri Vallaskóla og fulltrúi kennara kynntu erindið og fræðslutjóri sagði frá því hvernig að þessu er staðið í sveitarfélögum sem hafa valið þessa leið. Samþykkt að skoða málið betur og fresta afgreiðslunni. Leifur þurfti að fara af fundi kl. 16:58.
   
     
2.   1409062 - Uppbygging skólahúsnæðis í Árborg
  Skýrsla starfshóps um uppbyggingu skólahúsnæðis í Árborg lögð fram en bæjarráð vísaði henni til fræðslunefndar til umsagnar. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir skýrsluna og líst vel á þær tillögur sem hópurinn setur fram. Lagt er til að farið verði eftir tillögum starfshópsins og fyrstu verkefnin verði: - hefja hugmyndavinnu í haust að stækkun Álfheima í 6 deilda leikskóla - hefja samstarf við arkitekt v/stækkunar Álfheima í upphafi ársins 2018 - gera ráð fyrir fjármagni árið 2018 í undirbúningsvinnu við hönnun og undirbúning að byggingu nýs grunnskóla í Björkustykki - hefja vinnu við endurskoðun skólahverfa á Selfossi á næsta ári.
     
3.   1702034 - Skóladagatal 2017-2018
  Skóladagatöl 2017-2018 lögð fram frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Engin formleg svör hafa borist frá skipuleggjendum haustþinga v/bókunar fræðslunefndar á 30. fundi. Samþykkt samhljóða.
   
     
4.   1702011 - Leikskóladagatal 2017-2018
  Leikskóladagatöl 2017-2018 frá Álfheimum, Árbæ, Brimveri/Æskukoti, Hulduheimum og Jötunheimum lögð fram. Engin formleg svör hafa borist frá skipuleggjendum haustþinga v/bókunar fræðslunefndar á 30. fundi. Leikskóladagatölin samþykkt samhljóða.
   
     
Erindi til kynningar
5.   1602044 - Læsisstefna Árborgar
  Vefútgáfa til kynningar. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með uppsetningu og frágang og þakkar öllum sem komu að gerð læsisstefnunnar.
   
     
6.   1611240 - Skólastefna Árborgar
  Fundargerð stýrihóps frá 24. mars 2017 til kynningar. Samþykkt að fresta fyrirhuguðum hugarflugsfundi þar sem sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu eru með samstarfsfund.
   
     
7.   1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra
  Til kynningar. Fundargerðir frá 7. mars 2017 og 4. apríl 2017.
   
     
8.   1701099 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Til kynningar. - Fundargerð frá 14. mars 2017. - Fundargerð frá 28. mars 2017. - Fundargerð samráðsfundar með verkefnastjóra barnaverndar frá 6. apríl 2017.
     
9.     1608176 - Matarinnkaup Sveitarfélagsins Árborgar v/leik- og grunnskóla
  Til kynningar. Samráðsfundur matráða, sá 6. í röðinni, sem var haldinn 23. mars 2017.
     
10.   1702322 - Námsmat á mörkum skólastiga í Árborg
  Til kynningar. Fundargerð stýrihóps frá 30. mars 2017.
     
11.   1704035 - Samstarfsfundur um málefni fatlaðra barna
  Til kynningar. Fundargerð samstarfsfundar skólaþjónustu, deildarstjóra sérkennslu, stoðþjónustu, sérdeildar og ráðgjafarþroskaþjálfa frá 28. mars 2017.
     
12.   1703302 - Fundur með Atorku um sumarlokanir leikskóla o.fl.
  Til kynningar. Minnisblað sem var ritað um fund með Atorku 31. mars 2017.
   
     
13.   1612042 - Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara
  Til kynningar. Helstu niðurstöður samstarfsfundar kennara, skólastjóra og sveitarfélags sem var haldinn 22. mars 2017.
     
14.   1704030 - Fréttabréf Jötunheima
  Fréttabréf frá apríl 2017 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 27. febrúar 2017.
     
15.   1703255 - Námssmiðja fyrir grunnskólakennara - hvernig eflum við kennslu um mannréttindi?
  Til kynningar. Íslandsdeild Amnesty International býður sveitarfélögum upp á námssmiðju um mannréttindafræðslu fyrir grunnskólakennara.
     
16.   1704039 - Læsisráðgjöf til leik- og grunnskóla
  Til kynningar. Tölvupóstur til fræðslustjóra frá 5. apríl 2017. Þar kemur m.a. fram að Menntamálastofnun veitir sveitarfélögum og skólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf er varðar læsi í leik- og grunnskólum landsins.
     
17.   1611121 - Lesferill - skimunarpróf Menntamálastofnunar
  Til kynningar. Upplýsingapóstur Menntmálastofnunar frá 4. apríl 2017 um framgang vinnu við lesskilningspróf o.fl.
     
18.   1703145 - Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016
  Til kynningar.
   
19.   1704018 - Undanþágunefnd grunnskóla skólaárið 2017-2018
  Til kynningar. Dreifibréf frá 3. apríl 2017.
     
20.   1704050 - Ráðstefna um menntun 5 ára barna
  Auglýsing til kynningar.
     
       
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30  
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Arna Ír Gunnarsdóttir   Íris Böðvarsdóttir
Guðbjartur Ólason   Kristrún Hafliðadóttir
Leifur Viðarsson   Málfríður Erna Samúelsd.
Aðalbjörg Skúladóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Þorsteinn Hjartarson    
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica