Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.9.2016

31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

31. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. september 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1609137 - Orkusjóður - styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Jón Þórir Frantzson frá Íslenska Gámafélaginu kom inn á fundinn og kynnti lausnir varðandi hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Stjórnin ákveður að sækja um styrk til Orkusjóðs til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
2. 1509022 - Styrkir til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016
Sigurður Þór Haraldsson kynnti stöðu verkefnisins. Stjórnin ákveður að auglýsa styrki til uppsetningar á varmadælum í Sveitarfélaginu Árborg. Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
3. 1609138 - Fjárfestingaráætlun 2017
Ákveðið að halda vinnufund um fjárfestingaráætlun 2017 þann 28. sept. nk.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:45 Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica