29.6.2017
31. fundur íþrótta- og menningarnefndar
31. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Estelle Burgel nefndarmaður Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar Hulda Gísladóttir.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017 |
|
Rætt um stöðu mála gagnvart menningarmánuðinum október 2017. Dagskráin að taka á sig nokkuð skýra mynd. Vinnsla þeirra dagskrárliða sem samþykktir voru á síðasta fundi gengur vel og er formanni og starfsmanni falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar |
|
Rætt um hver næstu skref eru í vinnunni. Starfsmanni falið að halda áfram með vinnudrög eftir þeirri meginstefnu sem rædd var í nefndinni. Megin vinnan er að greina stöðuna í dag, leggja fram áherslur og markmið og síðan aðgerðir að þeim. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1705187 - 17. júní hátíðarhöldin 2017 |
|
Farið yfir dagskrá hátíðarhalda á Eyrarbakka og Selfossi og rætt um einstaka dagskrárliði, útfærsluna og aðkomu sveitarfélagsins. Dagskrárnar líta vel út og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við sitt hæfi. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
4. |
1705325 - 100 ára fullveldisafmæli 1. desember 2018 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. |
1705334 - Norræna Lýðheilsuráðstefnan 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
1705354 - Sirkus Íslands á Selfossi sumarið 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. Spennandi viðburðir sem munu síðan tengjast við Sumar á Selfossi. |
|
|
|
7. |
1705403 - Handbók ungmennaráða |
|
Lagt fram til kynningar. Flott framtak hjá ungmennaráðinu. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:40
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
Bragi Bjarnason |
|
Guðmunda Bergsdóttir |