Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.6.2017

31. fundur íþrótta- og menningarnefndar

31. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Estelle Burgel nefndarmaður Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar Hulda Gísladóttir. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017
  Rætt um stöðu mála gagnvart menningarmánuðinum október 2017. Dagskráin að taka á sig nokkuð skýra mynd. Vinnsla þeirra dagskrárliða sem samþykktir voru á síðasta fundi gengur vel og er formanni og starfsmanni falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar
  Rætt um hver næstu skref eru í vinnunni. Starfsmanni falið að halda áfram með vinnudrög eftir þeirri meginstefnu sem rædd var í nefndinni. Megin vinnan er að greina stöðuna í dag, leggja fram áherslur og markmið og síðan aðgerðir að þeim. Samþykkt samhljóða.
     
3.   1705187 - 17. júní hátíðarhöldin 2017
  Farið yfir dagskrá hátíðarhalda á Eyrarbakka og Selfossi og rætt um einstaka dagskrárliði, útfærsluna og aðkomu sveitarfélagsins. Dagskrárnar líta vel út og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við sitt hæfi.
     
Erindi til kynningar
4.   1705325 - 100 ára fullveldisafmæli 1. desember 2018
  Lagt fram til kynningar.
     
5.   1705334 - Norræna Lýðheilsuráðstefnan 2017
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1705354 - Sirkus Íslands á Selfossi sumarið 2017
  Lagt fram til kynningar. Spennandi viðburðir sem munu síðan tengjast við Sumar á Selfossi.
     
7.   1705403 - Handbók ungmennaráða
  Lagt fram til kynningar. Flott framtak hjá ungmennaráðinu.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:40  
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir
Bragi Bjarnason   Guðmunda Bergsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica