31. fundur skipulags- og byggingarnefndar
31. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
Mættir: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, varaformaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, varamaður, B-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi, Birkir Pétursson, starfsmaður.
Óskað er eftir afbrigðum vegna miðbæjarskipulags Selfoss. Samþykkt að taka inn í fundargerð.
Dagskrá:
| 
 Samþykktir byggingarfulltrúa  | 
||
| 
 1.  | 
 1207010 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Engjavegi 12, Selfossi. Fyrirspyrjandi: Jóhann Frímann Helgason, Engjavegi 12, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1211119 - Óskað er umsagnar um endurnýjun á leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki I í félagsheimili Karlakórs Selfoss að Eyravegi 67, Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Selfossi Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
 
  | 
 
  | 
| 
 Almenn afgreiðslumál  | 
||
| 
 3.  | 
 1106045 - Tillaga um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni  | 
|
| 
 Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu aðalskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni verði auglýst. Breytingin felur í sér að 8ha landsvæði búgarðabyggðar breytist í athafnasvæði. Einnig breytist texti í greinargerð þannig að í stað lóðarstærða 1-5ha í landi Byggðarhorns standi 1-8ha.  | 
||
| 
 
  | 
 
  | 
|
| 
 4.  | 
 1209184 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Furugrund 16, Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Anna María Snorradóttir, Furugrund 16, 800 Selfoss.  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
 
  | 
|
| 
 5.  | 
 1209093 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á Merkigili, Eyrarbakka. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Gísli R Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson  | 
|
| 
 Samþykkt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1211057 - Fyrirspurn um að byggja parhús að Miðtúni 15, Selfossi Fyrirspyrjandi: Hlíðarkot ehf  | 
|
| 
 Óskað er eftir teikningum til grenndarkynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 1208122 - Umsókn um byggingarleyfi til endurbyggingar húsnæðis að Eyravegi 35, Selfossi, áður á fundi 24. júlí sl. Umsækjandi: Pro-Ark teiknistofa  | 
|
| 
 Nefndin fellst á að húsið verði endurbyggt og að hönnunin verði í samræmi við byggingarreglugerð nr 112/2012, einnig er vísað í minnisblað frá brunavörnum Árnessýslu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 1211058 - Umsókn um nafnabreytingu á gamla bænum að Byggðarhorni í Gamla Byggðarhorn. Umsækjandi: Gísli Ólafsson og Guðrún Björg Lúðvíksdóttir  | 
|
| 
 Erindinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 1211059 - Fyrirspurn um deiliskipulagstillögu að Eyrargötu 13 og 15 á Eyrarbakka.  | 
|
| 
 Erindinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita álits nágranna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 1204044 - Umsókn um samruna lóðanna að Austurvegi 60 og 60a, Selfossi. Umsækjandi: Bræðurnir Róbertsson ehf  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að Bræðrunum Róbertsson ehf verði gefið vilyrði fyrir lóðinni Austurvegi 60a, Selfossi, í samræmi við 8 grein um reglur um úthlutun lóða. Austurvegur 60 og 60a verði síðan sameinaðar í samræmi við auglýsta tillögu um deiliskipulag lóðanna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 1208115 - Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun að Austurvegi 52 Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir hafa borist, áður á fundi 30. október sl. Umsækjandi: Vöruþjónustan ehf  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd fellst á breytta notkun hússins. Hvað varðar athugasemdir íbúa bent er á að í nýju auglýstu deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu frá Austurvegi.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 1211116 - Fyrirspurn um byggingu aðstöðuhúss á Tjaldstæðinu á Eyrarbakka. Fyrirspyrjandi: Björgunarsveitin Björg  | 
|
| 
 Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir fullunnum teikningum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 1211060 - Óskað er umsagnar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II í BM gistingu að Kjarrmóa 1, 800 Selfoss. Umsagnarbeiðandi: Sýslumaðurinn á Selfossi Hörðuvellir 1, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Erindinu frestað þar sem umsóknin er ófullnægjandi.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 1211124 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir garðskála að Grenigrund 29 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Björgvin Jóhannesson Grenigrund 29, 800 Selfoss  | 
|
| 
 Skipulags - og byggingarnefnd óskar eftir teikningum til grenndarkynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 1205364 - Miðbæjarskipulag Selfossi, áður á fundi 3.október sl.  | 
|
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins, sem kynnt var á opnum íbúafundi miðvikudaginn 21. nóvember 2012, verði fullunnin.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
Eyþór Arnalds                                              
 Tómas Ellert Tómasson 
Hjalti Jón Kjartansson                                   
Grétar Zóphoníasson 
Björn Harðarson                                            
Snorri Baldursson 
Bárður Guðmundsson                                   
Gísli Davíð Sævarsson 
Birkir Pétursson