Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.2.2006

31. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

 

31. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2006 kl. 17:15 í félagsmiðstöðinni Zelsiuz á Selfossi.

 

Mætt:  Gylfi Þorkelsson, Elvar Gunnarsson,  Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Ármann Ingi Sigurðsson, í forföllum Guðmundar Karls Sigurdórssonar og Grímur Hergeirsson.  Halldór Valur Pálsson forfallaðist.

 

1. mál:  Sparkvöllur.  Erindi frá KSÍ vegna möguleika á áframhaldandi samstarfi í sparkvallaátaki.

 

Nefndin samþykkir að sótt verði um áframhaldandi samstarf við KSÍ og nýjan sparkvöll sem staðsettur verður við barnaskólann á Eyrarbakka.

 

2. mál: Samningur við Umf. Selfoss um rekstur íþróttavallarsvæðisins á Selfossi.  

 

Verkefnisstjóri fór yfir og kynnti samning sem liggur fyrir um rekstur íþróttavallarsvæðisins og samþykktur hefur verið í bæjarráði og af framkvæmdastjórn Umf. Selfoss.  Samningurinn er til eins árs og verður undirritaður í næstu viku.

 

3. mál: Önnur mál.

 

a)  Vinnuhópur um samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs hefur ekki komið saman.  Verkefnisstjóra falið að kalla hópinn saman sem fyrst.

 

b)  Verkefnisstjóri upplýsti að 13 umsóknir hefðu borist um starf forstöðumanns í Sundhöll Selfoss.  Ráðið verður í stöðuna á næstu dögum.

 

Fundi slitið kl. 18:20.

 

Grímur Hergeirsson                        
Gylfi Þorkelsson
Elvar Gunnarsson                                      
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Ármann Ingi Sigurðsson
                             

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica