Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.2.2006

31. fundur landbúnaðarnefndar

 


31.  fundur landbúnaðarnefndar  Árborgar kjörtímabilið  2002 til 2006 haldinn  mánudaginn  20. febrúar   2006  kl. 16.00  í  fundarsal Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67.

 

Mættir:
Jóhannes Bjarnason, varaformaður stýrði fundi
Björn Harðarson í fjarveru Gísla Geirssonar
Ólafur Auðunsson,
Þorsteinn G. Þorsteinsson.
Grétar Zóphoníasson, starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.

Fyrir tekið.

 

1. Erindi frá bæjarráði vegna landaskipta  á Dísarstöðum.

 

Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna  skiptingar á jörðinni  og að landbúnaðarráðherra  leysi hluta hennar úr landbúnaðarnotum.

 

Eftirfarandi  tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

“Landbúnaðarnefnd Árborgar  samþykkir fyrir sitt leyti að jarðahluta 102 ha. að stærð verði skipt út úr jörðinni Dísarstaðir I. Jafnfram samþykkir nefndin að hluti spildunnar verði felldur úr landbúnaðarnotum.

 

Land það sem óskast fellt úr landbúnaðarnotum er 43,4 ha. að stærð og afmarkast með línu milli hnitapunkta merkta L13 til L20 á meðfylgjandi uppdrætti frá Verkfræðistofu Suðurlands dagsettum 13. febrúar 2006.”

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 17:30

 

Björn Harðarson                     
Ólafur Auðunsson
Jóhannes Bjarnason               
Grétar Zóphoníasson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica