Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.12.2008

32. fundur leikskólanefndar

32. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 17. desember 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna
Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Formaður setti fundinn og bauð fulltrúa leikskólastjóra og starfsmanna velkomna í leikskólanefndina.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umræður um breytingar á innritunarreglum í leikskólum Árborgar. Samþykkt.

Dagskrá:

•1. 0812061 - Erindi frá foreldrum varðandi forgangsröðun í leikskóla Árborgar

Leikskólafulltrúa falið að svara bréfinu.

•2.  0812104 - Breyting á innritunarreglum í leikskóla
Umræður um innritunarreglur.


Leikskólanefnd Árborgar leggur til að farið verði í vinnu við að endurskoða þær forgangsreglur sem í gildi eru fyrir leikskóla Sveitarfélagsins Árborgar. Við þá vinnu er mikilvægt að hafa hag allra hagsmunahópa í huga.

Erindi til kynningar:

•3.  0802085 - Upplýsingar um fjölda barna í leikskólum Árborgar

530 börn eru í leikskólum Árborgar í janúar 2009. Biðlisti að leikskólum Árborgar, lagt fram til kynningar.


•4.  0802088 - Fundargerðir leikskólafulltrúa, sérkennslufulltrúa og leikskólastjóra í Árborg

Leikskólanefnd leggur til í samræmi við fundagerð leikskólafulltrúa, sérkennslufulltrúa og leikskólastjóra eftirfarandi tillögur að sumarfríum leikskólanna í Árborg. Álfheimar og Jötunheimar fara í sumarleyfi frá og með 18. júní til og með 21. júlí 2009. Æskukot, Brimver og Hulduheimar fara í sumarleyfi frá frá og með 1. júlí til og með 4. ágúst 2009. Árbær fer í sumarleyfi frá og með 8. júlí til og með 11. ágúst 2009.

•5. 0801083 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2008

Fréttabréf Æskukots og Ársáætlun Æskukots. Lagt fram til kynningar

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05

Sædís Ósk Harðardóttir                                   
Róbert Sverrisson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                       
Ásdís Sigurðardóttir
Kristín Traustadóttir                                         
Sigurborg Ólafsdóttir
Kristín Eiríksdóttir                                            
Anna Gína Aagestad
Sigríður Pálsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica