Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.3.2006

32. fundur landbúnaðarnefndar

 

32.  fundur landbúnaðarnefndar  Árborgar kjörtímabilið  2002 til 2006 haldinn  fimmtudaginn  02. mars   2006  kl. 17.00  í  fundarsal Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67.

Mættir:
Gísli Geirsson, formaður
Jóhannes Bjarnason
Ólafur Auðunsson
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphoníasson, starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.

Fyrir tekið.

 

1. Úthlutun beitarlanda á Eyrarbakka og  úr landi Eyði – Sandvíkur.

 

Þrjár landspildur Húfustykki,  1,1 ha.,  Framnes 2,  1,8 ha. bæði á  Eb. og  Eyði-mörk 3, 2,8 ha.  voru auglýst til leigu í Glugganum með umsóknarfresti til 27/2  sl.

 

Spildurnar voru ekki auglýstar undir nafni.

 

Fjórar umsóknir bárust.

 

Magnúsi Gíslasyni, Eb. sækir um báðar spildurnar.

 

Braga Andréssyni  Eb. sækir um Húfustykki.

 

Pjetri N Pjeturssyni, Eb. sækir um bæði stykkin ef það eru Norð- og Akurtunga.

 

Baldur Bjarki og Margrét Lovísa Einarsdóttir Eb. sækja um bæði stykkin.

 

Engin umsókn kom um spilduna Eyði-mörk 3.

 

Eftirfarandi  tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða.

 

“Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir að úthluta Baldri Bjarka og Margréti Lovísu Einarsdóttur báðar spildurnar, en þau hafa sótt um í þrjú síðustu skipti sem land hefur verið auglýst en enga úrlausn fengið fyrr en nú.”

 

Lögð fram tillaga um að úthluta áður auglýstum spildum, það eru Norðtungu 1,o ha. og Akurtungu 1,1 ha. en úthlutun var frestað á fundi nefndarinnar 8. nóv. sl.

 

“Landbúnaðarnefnd Árborgar  samþykkir  að leigja  Elínu Ósk Þórisdóttur, Túngötu 15, spildurnar  Norðtungu og Akurtungu, samtals 2,1 ha. að stærð..

 

Jafnfram samþykkir nefndin að þessar tvær spildur verði sameinaðar í eina  og heiti Akurtunga  með landnúmeri 166-131.”

 

Einnig var eftirfarandi tillaga samþykkt.

 

“Landbúnaðarnefnd Árborgar  samþykkir  að leigja  Guðjóni Gunnarssyni, Nauthólum 8   spildurnar Mjóutungu  1,o ha. og Eyrartungu 2,o ha. að stærð.

 

Guðjón var með erfðarleigusamning fyrir þessum spildum, sem rann út á síðasta ári.

 

Jafnfram samþykkir nefndin að þessar tvær spildur verði sameinaðar í eina  og heiti Eyrartunga  með landnúmeri 166-136.”

 

2.  Minkaveiði og greiðsla veiðilauna.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

 

“Landbúnaðarnefnd Árborgar  leggur til við bæjarstjórn að aðeins verði greidd veiðilaun  vegna minka- og refaveiða  til þeirra veiðimanna sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu og  gegn framvísun veiðikorts.”

 

Skýring:

 

Allnokkuð er um að utansveitarmenn koma og framvísa minka- eða refaskottum  sem þeir segjast hafa veitt innan sveitarfélagsins.  Starfsmenn hafa engan möguleika á að hrekja  þær fullyrðingar.

 

Vinsælir veiðistaðir eru við Óseyrarbú og í fjörunni við Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Starfsmenn hafa haft það sem fasta reglu að láta framvísa veiðikortum.

 

Flest nágrannasveitarfélög hafa þennan hátt á með greiðslur veiðilauna.  Endurgreiðsla frá   Umhverfisstofnun  var  27% á sl. ári í stað 50%  eins og stofnunin miðar við á áætlunum sínum.

 

Þar af leiðandi  telur landbúnaðarnefnd rétt að taka upp þessa reglu.

 

3.  Önnur mál.

 

A) Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Árborgar.

 

Óskað er eftir umsögn landbúnaðarnefndar um “Drög að fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Árborgar “ dags. 28. 02. 2006.

 

Afgreiðsla:
Landbúnaðarnefnd Árborgar  gerir ekki athugasemd við drög að

 

fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Árborgar

 

B) Girðingar með Eyrarbakkavegi.

 

Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir að skora á Vegagerðina að endurnýja veggirðingar með Eyrarbakkavegi frá Stekkakeldu að Selfossi.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 18.10

 

Gísli Geirsson
Ólafur Auðunsson
Jóhannes Bjarnason   
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphoníasson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica