Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.5.2008

32. fundur bæjarstjórnar

32. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson B listi,
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, varamaður D listi,

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð, Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, og Ólafur Gestsson, löggiltur endurskoðandi.

Forseti bæjarstjórnar tók til máls og óskað eftir að g-liður (ársreikningur, fyrri umræða) yrði tekinn fyrstur á dagskrá undir liðnum önnur mál.

Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar:

1. a) 87. fundur bæjarráðs 0801020                             frá 10.04.08

2.  a) 0801040
Fundargerð landbúnaðarnefndar                                     frá 08.04.08
b) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                   frá 10.04.08
c) 0801026
Fundargerð skólanefndar                      frá 2.04.08  og  frá 10.04.08
d) 88. fundur bæjarráðs 0801020                                  frá 17.04.08

3. 
a) 0801034
Fundargerð félagsmálanefndar                                       frá 14.04.08
b) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar                                           frá 16.04.08
c) 0801044
Fundargerð umhverfisnefndar                                        frá 16.04.08
d) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                   frá 23.04.08
e) 89. fundur bæjarráðs 0801020                                  frá 25.04.08

4. a) 0801043
Fundargerð lista- og menningarnefndar                          frá 22.04.08
b) 0802100
Fundargerð Leigubústaða Árborgar ehf.                         frá 23.04.08
c) 90. fundur bæjarráðs
0801020                                    frá   2.05.08

5. a) 91. fundur bæjarráðs 0801020                              frá   8.05.08

1c, fundargerð skólanefndar frá 10.04.2008, 9. liður, mál nr. 0803048, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar fagnar nýgerðum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Í nýgerðum samningi felst m.a. hækkun launa kennara um allt að 23% á samningstímanum. Enn fremur eru komnar inn heimildir til skólastjóra að greiða sérstakar álagsgreiðslur á hverju skólaári, vegna sérstaks álags eða verkefna, sem rúmast ekki innan þeirra verkstjórnarstunda sem um er samið. Einnig eru í samningnum ákvæði um sérstök tímabundin viðbótarlaun.

Er von okkar að með samningi þessum muni enn frekar verða ýtt undir það mikla og góða starf, sem kennarar í Árborg eru að vinna í skólum Árborgar.

Bæjarfulltrúar B,S og V lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að gert yrði fundarhlé.

Var það samþykkt.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Samningur KÍ og sveitarfélaganna felur í sér viðurkenningu á álagsgreiðslum sem ýmis sveitarfélög hafa greitt kennurum undanfarin misseri. Meirihluti bæjarstjórnar hafnaði ítrekað viðræðum við kennara um þessar álagsgreiðslur. Kennarar þessara sveitarfélaga hafa því notið launa umfram kennara í Árborg undanfarna mánuði.

Bæjarfulltrúar D-lista.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.

3d) Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, 3. mál, nr. 0801017.

4a) Gylfi Þorkelsson, S-lista tók til máls um fundargerð lista- og menningarnefndar frá 22.04.08 og óskaði eftir að bókað yrði að hann þakki Þóri Erlingssyni, Andrési Sigurvinssyni og öðrum starfsmönnum fyrir góðan undirbúning og glæsilega hátíð.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, lagði fram bókun um að hún legði til að framvegis fái bæjarfulltrúar ekki ókeypis aðgang að atburðum á Vori í Árborg.

-5a) 7. liður, 0805012, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

Forgangsröðun meirihlutans orkar tvímælis. Ekki er langt síðan meirihlutinn ákvað hvernig heilsueflingar starfsmanna skyldi háttað þegar samið var við einn aðila - Sideline - án útboðs. Fjárhæð samningsins vegna heilsueflingar nam 3.800.000 kr. Kostnaður vegna námsskeiðsins "Verndarar barna" var 98.000 kr. eða 2,5% af kostnaði við samninginn við Sideline.

-5a) 2. liður, 0801091, fundargerð Skólaskrofstofu Suðurlands, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista tók til máls.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls, óskaði hún eftir að gert yrði fundarhlé, var það veitt.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun meirihlutans um lið 7, 0805012:

Bókun bæjarfulltrúa D-lista vekur undrun og spurningar um hvernig stjórnunarhætti minnihlutinn telur eðlilega. Heilsuefling starfsmanna er verkefni sem tekur til allra starfsmanna sveitarfélagsins og er á verksviði starfsmannastjóra. Á sama hátt eru námskeið og fræðsla til starfsmanna sem vinna að málefnum barna og unglinga á starfssviði Fjölskyldumiðstöðvar undir stjórn framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar. Það eru ekki góðir starfshættir að bæjarstjórn segi stjórnendum fyrir verkum um hvaða fræðslu og menntun þarf til að sinna þeim málum sem tilheyra hverju sviði.

Þá hefur hvergi komið fram hvort og þá hversu margir starfsmenn sveitarfélagsins muni sækja tiltekið námskeið.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að gert yrði fundarhlé. Var það samþykkt.

Fundargerðin var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Við greiðum atkvæði á móti staðfestingu fundargerðar 91. fundar bæjarráðs vegna afgreiðslu 7. liðar.

Leiðbeinendanámskeiðið "Verndarar barna" er verkefni sem tekur til allra starfsmanna sveitarfélagsins sem vinna með börnum. Námskeiðið er til þess að veita þeim fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð.

Því er sorglegt að fulltrúar meirihlutans hafi hafnað því að starfsmenn færu á slíkt námskeið.

Aðrar fundargerðir voru bornar undir atkvæði og staðfestar samhljóða.

II. Önnur mál:

a) 0803088

Ársreikningur - fyrri umræða

Forseti óskaði eftir samþykki fundarins fyrir því að fulltrúi PricewaterhouseCoopers hf tæki til máls og færi yfir reikninginn. Var það samþykkt samhljóða.

Ólafur Gestsson, löggiltur endurskoðandi, tók til máls og kynnti ársreikninginn.

Ársreikningurinn var lagður fram ásamt eftirfarandi greinargerð:

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar

fyrir árið 2007

Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2007 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. maí, og var honum vísað til seinni umræðu.  Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður seinni umræðan í bæjarstjórn miðvikudaginn 21. maí n.k.

Rekstur ársins 2007

Samstæðureikningur Árborgar samanstendur af A-hluta og B-hluta.  Í A-hluta eru Aðalsjóður, Eignasjóður, Þjónustustöð og Fasteignafélag Árborgar.  Í B-hluta eru Leigubústaðir, Byggingarsjóður aldraðra, Fráveita, Vatnsveita og Selfossveitur. Meginreglan er sú að í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum, en í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum.

Helstu niðurstöður rekstrar eru:

Í þús.kr.

A-hluti

Mis-

A- og B-hluti

Mis-

 

2007

Áætlun

munur

2007

Áætlun

munur

Rekstrartekjur

3.291.910

3.140.464

151.445

3.902.753

3.663.652

239.101

Rekstrargjöld

(3.059.739)

(2.905.998)

153.740

(3.304.032)

(3.110.221)

193.811

 

 

 

 

 

 

 

Niðurstaða án afskrifta

232.171

234.466

(2.295)

598.721

553.431

45.290

 

 

 

 

 

 

 

Afskriftir

(118.609)

(119.930)

1.321

(234.651)

(240.729)

6.078

 

 

 

 

 

 

 

Niðurstaða án
fjárm. liða

113.562

114.536

(974)

364.070

312.702

51.368

 

 

 

 

 

 

 

Fjármagnsliðir, nettó

(15.464)

(99.682)

84.218

(162.494)

(222.873)

60.379

 

 

 

 

 

 

 

Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði

98.098

14.854

83.244

201.576

(89.828)

111.748

 

 

 

 

 

 

 

Söluhagnaður

471.507

474.724

(3.217)

471.507

474.724

(3.217)

 

 

 

 

 

 

 

Niðurstaða fyrir reiknaðan rekjuskatt

569.605

489.578

80.027

673.083

564.552)

108.531

 

 

 

 

 

 

 

Reiknaður tekjuskattur

 

 

 

(14.276)

0

(14.276)

 

 

 

 

 

 

 

Rekstrarniðurstaða

569.605

489.578

80.027

658.807

564.552

94.255

Heildartekjur eru 3.903 millj.kr. og heildarútgjöld með afskriftum en án fjármagnsliða 3.304 millj.kr.  Að öllu samanlögðu nema heildarútgjöld með afskriftum án fjármagnsliða 84,7% af heildartekjum A og B hluta ársreikningsins.  Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkur í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.623 millj.kr.  Sveitarfélagið Árborg er mjög stór vinnuveitandi; greiðir um 1.812 millj.kr. í laun og launatengd gjöld.   Handbært fé frá rekstri eru 966,6 millj.kr., afborganir lána eru 374 millj.kr. og nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 723,2 millj.kr.  Tekin voru ný lán á árinu alls 618 millj.kr.

Reikningurinn sýnir jákvæð frávik miðað við fjárhagsáætlun ársins 2007 sem nemur 94,2 millj.kr.  Útsvarstekjur eru 111 millj.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og  þá skila tekjur frá Jöfnunarsjóði sér betur en áætlanir gerður ráð fyrir eða um 70 millj.kr.

Einnig eru jákvæð frávik í öðrum málaflokkum.  Í stofnunum og deildum undir A-hluta munar mest um 35 millj.kr. sem félagsmálin eru undir áætlun og 22 millj.kr. sem fræðslumálin eru undir áætlun. Umhverfismál eru 3 millj.kr. undir áætlun,. Uppreiknuð lífeyrisskuldbinding er 64 millj.kr. yfir áætlun, Sameiginlegur kostnaður eru 41 millj.kr. yfir áætlun. Skipulags og byggingarmál eru 30 millj.kr. yfir áætlun, Hreinlætismál eru 5 millj.kr. yfir áætlun,  Menningarmál eru 2 millj.kr. yfir áætlun, og Æskulýðs- og íþróttamál eru 2 millj.kr. yfir áætlun en aðrir sjóðir í Aðalsjóði vega minna.  Þá eru nettó fjármagnsliðir í Aðalsjóði neikvæðir um 151 millj.kr.  Eignasjóður, þjónustustöð og rekstur fasteignafélags eru samtals 80 millj.kr. yfir áætlun.  Í B-hluta skilar Vatnsveitan betri afkomu en áætlað var sem nemur 55 millj.kr. Leigubústaðir Árborgar skila hinsvegar lakari afkomu sem nemur 19 millj.kr., Þá skila Byggingasjóður aldraðra 10 millj.kr. lakari afkomu, Selfossveitur 6 millj.kr. lakari og Fráveitan 6 millj.kr. lakari afkomu en áætlað var.  

Fjárfestingar

Fjárfestingar námu alls 1.467 millj.kr., sem skiptist þannig: fasteignir 1.065 millj.kr. veitu- og gatnakerfi 315 millj.kr. og vélar, áhöld og tæki 87, millj.kr. Þá var söluverð rekstrarfjármuna 14,1 millj.kr. og bókfærður söluhagnaður 9,5 millj.kr.

Efnahagsreikningur 31.12.2007

Samanteknar niðurstöður efnahagsreikningsins birtast í töflunni hér að neðan:

Í þús.kr.

Bæjarsjóður

Samstæða

 

A-hluti

A- og B-hluti

 

2007

2006

2007

2006

Eignir

 

 

 

 

Varanlegir rekstrarfjármunir

3.857.517

2.854.952

6.518.766

5.291.143

Áhættufjárm. og langt.kr&oum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica