Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.8.2007

32. fundur skipulags- og byggingarnefndar

 

32. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 9. ágúst 2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Kjartan Ólason, Þór Sigurðsson, Elfa Dögg Þórðardóttir,Grímur Arnarson, Margrét Magnúsdóttir,Bárður Guðmundsson, Gústaf Adolf Hermannsson,

 

Elfa Dögg Þórðardóttir leitar afbrigða við dagskrá fundarins. Mál er varðar uppsetningu umferðarborða í tengslum við skólagöngu barna. Málið verður á nr. 22 á fundinum.

 

Samþykktir byggingafulltrúa:

 

1. 0707163 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurgötu 5, Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Baldvin Árnason, kt: 190178-3909
Birkigrund 15, 800 Selfoss.

Samþykkt.


 

2. 0707165 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Dranghólum 25, Selfossi.
Umsækjandi: Elías Gústavsson, kt: 191075-4989
Suðurengi 5, 800 Selfoss.

Samþykkt.


 

3. 0708019 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurgötu 19, Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Viktoría Sigtryggsdóttir, kt: 101078-6049
Lyngbrekka 1, 220 Hafnarfjörður.

Samþykkt.


 

4. 0707111 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Hjalladæl 7-9, Eyrarbakka.
Umsækjandi: Óli Haraldsson, kt: 190133-2229
Baugstjörn 32, 800 Selfoss.

Samþykkt.


 

5. 0707156 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurgötu 21, Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Antonía Sigtryggsdóttir, kt: 141180-4529
Hlíðarbyggð 7, 210 Garðabær.

Samþykkt.


 

Dagskrá:

 

6. 0606124 - Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Eyrargata 51-53 (Frystihúsalóð) Eyrarbakka. Valdís Bjarnadóttir arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Umsækjandi:Stafnahús ehf, Gagnheiði 55, 800 Selfoss

Valdís Bjarnadóttir kynnti tillögu að breyttu deiliskipulagi.


 

7. 0707166 - Fyrirspurn um staðsetningu glerhúss við húsið að Lyngmóa 4, Selfossi.
Umsækjandi: Eygló Har Sigríðardóttir kt: 150662-5169 Lyngmóa 4, 800 Selfoss.

Óskað er eftir fullunnum teikningum og grenndarkynning í framhaldi að því.


 

8. 0707157 - Ósk um umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Stjörnusteinum 7, Stokkseyri.
Óskin kemur frá Sýslumanninum á Selfossi, Hörðuvellir 1, 800 Selfoss.

Bent er á að ekki hefur verið sótt um leyfi til að breyta notkun hússins. Jafnframt óskar Skipulags- og byggingarnefnd eftir því við eiganda Stjörnusteina 7 að hann leggi fram umsókn um breytta notkun ásamt breyttum teikningum og í framhaldi af því verði erindið grenndarkynnt.

Margrét Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


 

9. 0707141 - Umsókn um lóðina Dranghólar 5, Selfossi.
Umsækjandi: Fossmót ehf. kt: 510705-0760. Gauksrima 2, 800 Selfoss.

Frestað, Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.


 

10. 0707137 - Umsókn um lóðina Dranghólar 23, Selfossi.
Umsækjandi: Stefán Reyr Ólafsson kt: 191079-5589. Folaldahólar 11, 800 Selfoss.

Samþykkt.


 

11. 0707138 - Fyrirspurn um deiliskipulag Syðra-sels.
Umsækjandi: Sjöfn Jóhannsdóttir kt: 060546-3159. Eyrarbraut 12, 825 Stokkseyri.

Frestað, Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.


 

12. 0706119 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði að Steinsbæ II, Eyrarbakka.(áður tekið fyrir 28.06.07)
Umsækjandi: Guðrún Magnúsdóttir kt: 060454-3969. Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar umsókn um byggingarleyfi, þar til teikningar hafa borist sem taka mið af athugasemdum Húsafriðunarnefnd Ríkisins frá 5.júní.


 

13. 0706109 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði að Sunnuvegi 13, Selfossi. Umsóknin var grenndarkynnt og athugasemdir bárust.
Umsækjandi: Lingþór Jósepsson kt: 070271-5089
Sunnuvegur 13, 800 Selfoss.

Frestað, Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.


 

14. 0706121 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar í Austurbyggð, Selfossi.
Umsækjandi: Engjaland ehf kt: 500206-1520
Dísastöðum 2, 801 Selfoss.

Frestað, þar sem deiliskipulag hefur ekki öðlast lögformlegt gildi.


15. 0704084 - Tillaga að deiliskipulagi Fagurgerðis 1-3, tillagan var auglýst og athugasemdir bárust.
Umsækjandi: Svava Steingrímsdóttir, Baldur Pálsson. Baugstjörn 11, 800 Selfossi.

Nefndin leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulaginu: að aðkoma verði frá Fagurgerði, byggingarreit verði breytt þannig að hann verði ekki innan lóðar Grænuvalla 3 og að grenitré verði varðveitt með tilliti til reglugerðar. Með þessu telur nefndin að hún hafi komið til móts við framkomnar athugasemdir.


16. 0705094 - Tillaga að deiliskipulagi að tjaldsvæði á Stokkseyri, tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg, kt: 650598-2029. Austurvegi 2, 800 Selfoss.

Samþykkt


17. 0707168 - Umsókn um frestun á byggingarframkvæmdum við Dranghóla 37, Selfossi.
Umsækjandi: Gísli Björnsson kt: 041169-4439, Grenigrund 5, 800 Selfoss.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir frest um einn mánuð.


18. 0708008 - Á eftirtöldum lóðum eru ekki hafnar framkvæmdir.(8 mánuðir liðnir frá úthlutun.) Ákveða þarf framhald málsins.
Dranghólar 4
Dranghólar 10
Dranghólar 12
Hulduhóll 11
Hulduhóll 13
Hulduhóll 15
Hulduhóll 19
Hulduhóll 18-20

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir frest um einn mánuð.


19. 0708009 - Fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi
Nýabæjar lnr:166202
Umsækjandi: f.h. eiganda: Anne B. Hansen kt: 270369-2439. Smjördalir, 801 Selfoss.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu til aðalskipulagshóps.


20. 0708010 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjögur sumarhús á lóð SS við Fossnes.
Umsækjandi: Sigurður Ágúst ehf. kt: 580604-2180. Tröllhólar 3, 800 Selfoss.

Skipulags-og byggingarnefnd veitir stöðuleyfi fyrir tveimur húsum til 6 mánaða.


21. 0706090 - Tillaga að samruna Votmúla 1 og lands með landnúmerið 166215 ásamt tillögu að skiptingu Votmúla 1
Umsækjandi:Pro-Ark ehf, Austurvegur 69, 800 Selfossi.


Skipulags og byggingarnefnd samþykkir samrunan ásamt skiptingu Votmúla 1


22. 0708037 - Uppsetning umferðarborða vegna skólagöngu barna.

Skipulags og byggingarnefnd leggur til að settir verði upp umferðarborðar líkt og gert var síðastliðið haust við góðar undirtektir foreldra ungra skólabarna. Ennfremur er lagt til að haldin verði umferðarvika í byrjun skólaárs í samvinnu við lögreglu. Gera þarf ákveðnar endurbætur á borðunum og auka fjölda þeirra umtalsvert. Rétt er að gera þetta í samráði við skólastjórnendur sem fyrr og lögreglu.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:59

Kjartan Ólason                                    
Þór Sigurðsson
Elfa Dögg Þórðardóttir                        
Grímur Arnarson
Margrét Magnúsdóttir              
Bárður Guðmundsson
Gústaf Adolf Hermannsson


 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica