Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.2.2007

32. fundur bæjarráðs

 

32. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 15.02.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, bæjarfulltrúi
Hilmar Björgvinsson, V-lista, varafulltrúi
Snorri Finnlaugsson, D-lista, bæjarráðsmaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701012
Fundargerð félagsmálanefndar



frá 06.02.07


b.


0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar



frá 08.02.07

 

1b) -liður 8, lagt til að bæjarráð samþykki að deiliskipulagstillaga vegna Grænuvalla 8 verði auglýst. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Snorri Finnlaugsson, D-lista, situr hjá.

Snorri Finnlaugsson, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Ég sit hjá og tek undir skoðun fulltrúar D-lista í skipulags- og byggingarnefnd og bendi á að bygging fjölbýlishúss í grónu einbýlishúsahverfi er mjög fordæmisgefandi og getur rýrt íbúagæði þeirra sem þegar búa í hverfinu.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0702029
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga



frá 19.01.07


b.


0702012
Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands



frá 31.01.07

 

2a) -liður 5, meirihluti bæjarráðs Árborgar styður eindregið tillögur um að hafnar verði viðræður við fulltrúa ríkisins um gjaldfrjálsan leikskóla. Leikskólinn hefur verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið í landinu og því er eðlilegt að hann verði gjaldfrjáls. Af því getur hins vegar ekki orðið nema til komi auknir tekjustofnar til sveitarfélaga.

 

2b) -liður 2, bæjarráð Árborgar fagnar því að rekstur þriggja ára tilraunaverkefnis við Gaulverjaskóla hafi nú verið tryggður með undirritun samnings milli sveitarfélaganna, ríkisins og Velferðarsjóðs barna. Um er að ræða mikilvægt þróunarverkefni sem gera má ráð fyrir að verði íbúum Suðurlands til mikilla hagsbóta.

 

Lagðar fram.

 

3. 0702034
Beiðni um umsögn - frumvarp til vegalaga -

Bæjarráð Árborgar tekur undir sjónarmið sem fram koma í séráliti á fylgiskjali I með frumvarpi til vegalaga, þ.m.t. að ótímabært sé að færa verkefni á sviði vegamála frá ríki til sveitarfélaga án þess að fjármögnun liggi ljós fyrir. Þá gagnrýnir bæjarráð þá fyrirætlan að sveitarfélög verði að greiða hluta kostnaðar við þjóðvegi sé ekki farið að óskum Vegagerðarinnar um staðsetningu, sbr. 18. og 28. gr. frumvarpsins. Með slíku fyrirkomulagi er Vegagerðinni falið algert vald til að ákveða staðsetningu og legu vega, án þess að tekið sé tillit til sjónarmiða sveitarfélaga.

4.   Erindi til kynningar:

 

a) 0702015
Ósk sveitarfélagsins Valga í Eistlandi um samstarf við íslensk sveitarfélög -

Lagt fram til kynningar.

b) 0701121
Skýrsla um niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2006 -

Bæjarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að undirbúa kynningarfund á niðurstöðum rannsóknarinnar. Til fundarins verði sérstaklega boðaðir þeir starfsmenn sveitarfélagsins sem málið varðar, bæjarfulltrúar og nefndafólk viðkomandi málaflokka. Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstöðurnar verði hafðar til hliðsjónar við skipulag og framkvæmd ungmennastarfs í sveitarfélaginu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:23

Jón Hjartarson                                    
Hilmar Björgvinsson
Snorri Finnlaugsson                             
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica